Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1967, Side 54

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1967, Side 54
að mér virðist sem þeir komi helzt til greina sem matsvepp- ir fyrir almenning hér á landi, í fyrsta lagi af því hvað þeir eru matarmiklir og yfirleitt góðir til átu, í öðru lagi vegna þess að þeir vaxa oftast í miklu magni, og í þriðja lagi vegna þess hve auðþekktir þeir eru. Því má enn bæta við, að hætt- an á eitursveppum er sáralítil meðal pípusveppanna. Erlend- is eru að vísu til eitraðar tegundir, en engin þeirra hefur fundizt hér, nema piparlubbinn áðurnefndi, sem þó er auð- velt að varast vegna bragðsins. (Sveppurinn er ekki svo eitr- aður að vel er óhætt að smakka á honum).1 2. Ætisveppir (Psalliota). Blaðsveppir, oftast fremur stór- vaxnir, oftast með gulhvítan hatt og staf, en blöðin eru í fyrstu rauðleit síðar brún og að lokum oft næstum svört. Oftast einhver vottur að kraga á stafnum. A ungum eintök- um er hatturinn kúlulaga en verður með aldrinum flatur. Ætisveppirnir vaxa helzt í valllendi, mólendi eða á göml- um túnum, einnig stöku sinnum á haugum og fáeinar teg- undir vaxa í skógum. Eins og nafnið bendir til, eru ætisveppirnir kunnir mat- sveppir, og hefur svo verið lengi, enda eru þeir einu svepp- irnir, sem ræktaðir eru til matar. Er það hinn kunni sjamp- ignon eða kampignon (Psalliota campestris), sem ræktaður er í stórum stíl á hrossataði í gróðurhúsum, og seldur nið- ursoðinn í baukum. (Nýlega var hafin ræktun á þessum svepp á Varmalandi í Borgarfirði vestra). Eru það einkum Frakkar sem rækta hann og flytja þeir árlega út þúsundir lesta af honum. (Frakkar kalla alla hattsveppi kampignona, Champignions). Kampignoninn er annars algengur hér á gömlum túnum og í ræktuðu valllendi. Náskyld tegund (Psalliota arvensis) er algeng í mólendi, og engu síðri til matar. (Sjá mynd 1). Alla ætisveppi verður að taka mjög unga, á meðan þeir eru enn með kúlulaginu, og blöðin rósrauð. Síðar verða þeir óætir. i) Nánar má lesa um pípusveppina í Náttúrufræðingnum, 32. (1962), bls. 19-25, og í Flóru, 2 (1964), bls. 99-100.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.