Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1967, Page 55
57
1. mynd. Stórvaxin kampignontegund (Psalliota arvensis ssp. macro-
spora) i Andapollsgarðinum á Akureyri. Júli 1961. Ljósmynd. H. Hg.
Engar verulega eitraðar tegundir eru til meðal þessa kyns,
og allar tegundir, sem hér hafa fundizt eru ætar.
3. Reifasveppir (Amanita). Allstórvaxnir blaðsveppir, með
kraga á stafnum og oft með slíðrum utan um stafinn neðst.
Hatturinn oft með mjög skrautlegum litum, oftast með hvít-
um doppum á rauðum, gulum eða brúnum grunni. Vaxa
nær eingöngu í skógum. Til þessa kyns heyra hinir beztu
matsveppir en líka hinir mestu eitursveppir, eins og grœni
hnallsveppurinn (Amanita phalloides) og hvíti hnallsvepp-
urinn (Amanita virosa). Er sá fyrrnefndi allur grænleitur en
hinn síðarnefndi alhvítur. Talið er að langflest dauðsföll af
sveppaeitrunum stafi af þessum tveim tegundum.
Hvorugur þeirra hefur fundizt hér á landi, en sá mögu-
leiki er auðvitað fyrir hendi að þeir slæðist hingað.
Berserkjasveppurinn (Amanita muscaria), sem hefur rauð
an hatt með hvítum doppum, en hvítan staf og blöð, er al-
gengur hér í skóglendi og kjarri, a. m. k. í sumum sumrum.
(Sjá mynd 2). Enda þótt hann geti á engan hátt jafnazt á við
bræður sína, áðurnefndu, er hann þó talinn eitraður, enda