Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1967, Page 57
59
3. mynd. Ullblekill (Coprinus comatus). Myndin tekin á gömlu ösku-
haugunum hjá Akureyri sumarið 1961. Ljósmynd: H. Hg.
ir til neyzlu, nema þekkingin sé með, enda er þar stundum
mjótt bilið milli lífs og dauða. Hinum þekkingarminni er
því ráðlegast að láta þá alveg vera.
4. Bleksveppir (Coprinus). Blaðsveppir með margvíslegri
lögun, oftast hvítir eða gráir að lit, auðþekktir á því að blöð-
in á fullþroska sveppum breytast í blekkenndan vökva, sem
lekur niður úr hattinum. (Gróin eru svört og af þeim staf-
ar liturinn).
Flestir bleksveppir vaxa á haugum eða í nánd við þá, á
taðhrúgum, hræjum o. s. frv. Flestar tegundirnar eru litlar
og koma ekki til greina sem matsveppir, en fáeinar eru all-
stórar, og örfáar risavaxnar. I síðasta flokkinn fellur ull-
serkurinn eða ullblekillinn (Coprinus comatus), sem hér vex
á nokkrum stöðum á göml.um sorphaugum, í vegarköntum
og jafnvel á sjálfum vegunum. Hann getur orðið um tvö fet
á hæð og að sama skapi sver, og er því stærsta íslenzka sveppa-
tegundin. Hatturinn er aflangur, og líkt og þakinn í ullar-
dúskum, snjóhvítur að lit. (Sjá mynd 3). Sveppur þessi hefur
sennilega borizt erlendis frá, því að hann vex alltaf í nánd