Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1967, Page 67
(59
Mynd 1. Grasuppskera af tilraun í Fellshlíð, sumarið 1967. Litlu bók-
stafirnir tákna tilraunaliði.
í grashrúgurnar er safnað af öllum endurtekningum til-
raunarinnar eða af 40 m2, má af því ráða hve ógnarlega
hefur verið illa sprottið. Einnig sýnir myndin ljóslega þann
mikla mun, sem var á uppskeru g-liðs annars vegar og b- og
c-liða hins vegar.
Eins og sjá má af tölunum í töflu 2 eru e. t. v. nokkrar
eftirverkanir einnig þar sem 8 kg af brennisteini á ha voru
borin á í gipsi sumarið 1966, en þær eru þó það litlar að
segja má að sá skammtur af brennisteini sé ekki nema til
ársins. Bendir það jafnvel til þess að 8 kg af brennisteini
sé of lítið ef um allverulegan brennisteinsskort er að ræða.
3) Aberandi sjónarmunur var á reitunum í tilraununum.
Reitir, sem engan brennistein hafa fengið í Villingadal,
voru gulleitir á að líta og grasið áberandi minna heldur en
á reitum, sem stærstan skammt af brennisteini fengu í fyrra.
I Fellshlíð var ögn af blettakali í tilraunalandinu, en mjög
mikill munur var þar bæði á lit grasanna og einnig á teg-
undum grasa. í reitum, sem aldrei höfðu fengið brenni-
steinsáburð, var sáðgresi, svo sem háliðagras, horfið með