Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1967, Síða 68
70
öllu, eftir stóðu aðeins nokkrar aumkunarverðar sveifgrasa-
plöntur í sveltu. í reitum, sem borið var á nægilegt magn
af brennisteini síðast liðið ár hjaraði sáðgresið enn, og
spretta var nokkru meiri en í hinum, sem engan fengu, eins
og tafla 2 ber með sér, en ógn sýndust þó kjör urtanna
kröpp. Væntanlega mun nauðsynlegt að bera á þetta land
brennistein árlega, túnið í kringum tilraunina hafði allt
annan svip þó ekki fengist af því stór uppskera. Hugsan-
legt er, að önnur næringarefni vanti, eða of lítið borið á
af fosfór.
4) Athyglisvert er að 8 kg brennistein/ha í súperfosfati
gefa álíka miklar eftirverkanir og 16 kg í gipsi. Þessar niður-
stöður koma þó ekki alveg á óvart, þar sem súperfosfat gaf
lítinn sem engan uppskeruauka í fyrri slætti 1966 í Vill-
ingadal (sjá töflu 2), og fyrst í seinni slætti sjást áhrif þar
af súperfosfatinu. í Fellshlíð þar sem seinna var slegið sum-
arið 1966 fékkst nokkur uppskeruauki strax í fyrsta slætti.
Brennisteinn í súperfosfati virðist ekki nýtast fyrstu mánuð-
ina eftir að borið er á, en geymast tiltölulega vel a. m. k.
einn vetur, og koma að góðum notum á næsta ári.
5) Uppskera af reitum, sem engan áburð fengu 1966 (a-
reitir) virðist vera ögn meiri heldur en af reitum, sem fengu
allan annan áburð en brennistein 1966 (b-reitir). Ef til vill
er þessi munur ekki raunhæfur, en gefur þó tilefni til þess
að benda á það, að notkun á stórum skömmtum af köfn-
unarefni og fosfór, eykur á líkurnar fyrir skorti á einhverju
öðru efni og þá ekki hvað sízt brennisteini (4), enda hefur
víðast hvar þar sem brennisteinsskorts hefur orðið vart ver-
ið borið á í góðu meðallagi og þaðan af meira.
6) Blandaði áburðurinn „25-15“, sem notaður var víða
á Norðurlandi sumarið 1965, og reyndist þá hjá mörgum
bændum prýðisvel, gefur mjög litlar eftirverkanir í brenni-
steinstilrauninni í Fellshlíð. Kemur það vel heima við þá
staðreynd að þessi áburður inniheldur ekki nema lítið af
brennisteini, en eins og drepið var á í grein um þessar
brennisteinsrannsóknir í síðasta Ársriti Rf. Nl., þá munu hin
uppskeruaukandi áhrif „25—15“ meira að þakka þeim eigin-