Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1967, Page 77
JÓHANNES SIGVALDASON:
Hvað er laufhey?
Nokkur orð um steinefnamagn þess og grasafræðilega
samsetningu.
í Þingeyjarsýslum og e. t. v. víðar á landinu er talað um
laufheyskap eða að heyja lauf. Heyið er síðan kallað laufhey
eða lauf. Áður fyrr mun þessi heyskapur hafa verið snar þátt-
ur í fóðuröflun bænda á þessum svæðum, og enn í dag mun
þetta eitthvað tíðkast, ekki hvað sízt allra síðustu sumur þar
sem kal og sprettuleysi hefur herjað tún bænda í þessum
héruðum.
En hvað er svo lauf eða laufhey? Eftir því, sem næst verður
komizt, af frásögnum kunnugra manna, þá mun aðaluppi-
staðan í laufheyi vera loðvíðir (Salix lanata). Ekki hefur
mér þó tekizt að finna neitt á prenti um laufheyið annað
en að Stefán Stefánsson (1) segir í Flóru íslands um loðvíði,
að hann vaxi í stórum breiðum, einkum í Þingeyjarsýslum,
oft einn sér, en líka ásamt fjalldrapa eða ýmsum grastegund-
um og þyki hann hið ákjósanlegasta fóður (2). Sæki skepn-
ur í að bíta loðvíðinn, einkum fyrri hluta sumars og oft séu
víðibreiðurnar slegnar og uppskeran kölluð laufhey.
Loðvíðirinn er þurrlendisplanta, sem virðist kunna vel
við sig á sendnum jarðvegi. Kjörland hans er því víða í Þing-
eyjarsýslum þar sem úrkoma er lítil og jörð sendin. Að öllu
samanlögðu er því eðlilegt að plöntutegund þessi hafi verið
nýtt til slægna og þá sérstaklega í Þingeyjarsýslum þar sem
graslendi er víða af skornum skammti.
Þótt loðvíðirinn hafi sjálfsagt verið mest áberandi tegund
í laufheyinu hafa þó slæðst með fleiri eða færri aðrar
plöntutegundir. Er það því forvitnilegt að skyggnast í lauf-
bagga og sjá hvað hann hefur að geyma.