Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1967, Page 100

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1967, Page 100
102 á ferli. Hann er alveg slitviljugur og svo léttur upp á fótinn að af ber. Hann annast alla aðdrætti fyrir búið og lætur konu sína aldrei skorta neitt. Við höfum alltaf verið beztu vinir. Okkar á milli hefur aldrei verið neinn nágrannakritur og hann mun ekki rísa upp héreftir. Ég hefi þvert á móti mikla ástæðu til að ætla, að ég muni gera mér allt far um að kynnast þessum einkenni- lega náunga betur héreftir en hingað til. En þó að við séum nú svona miklir mátar, þá hefur hann samt sem áður komið mjög sjaldan í heimsókn til mín öll þessi ár, og þá sjaldan hann hefur komið, þá er erindið ætíð eitt og hið sama. Það er, að láta mig vita, að nú sé eitthvað alvarlegt að gerast í heimi veðurguðsins — eitthvað, sem hætta geti stafað af. Hann virðist leggja mikla stund á veðurathuganir þessi ná- granni minn, enda er hann sá ábyggilegasti veðurfræðingur, sem ég hefi nokkurn tíma þekkt. Og það er líka alveg eins og hann telji það skyldu sína að gera mér aðvart, ef hann býst við veðurbreytingu, sem einhver veruleg hætta getur stafað af. Má vera að honum finnist veðuruggurinn stund- um svo þungur, að hann sé óbærilegur fyrir sig einan, og hann komi til mín sumpart vegna þess. Nú er aðstöðu hans þannig háttað gagnvart lífinu, að þegar henni hefur verið lýst til hlýtar, þá mun það þykja í meira lagi ótrúlegt, að hann sé svona mikill veðurfræðing- ur þessi náungi. Hann hefur nefnilega ekkert af því, sem menning nútím- ans telur ómissandi. Hann hefur enga loftvog, ekkert útvarp, engan síma, ekkert rafljós. Hann kaupir ekkert blað, ekkert tímarit, enga bók. Og hvað ætti hann svo sem að gera með bók? Hann, sem aldrei hefur lært að lesa! En út yfir þetta allt tekur þó það, að hann getur ekki látið hugsanir sínar í ljós með orðum. Hann er mállaus þessi nágranni minn. Nú spyrjið þið sjálfsagt: Hvernig í ósköpunum getur hann þá gert sig skiljanlegan, þegar hann kemur til þín með veðurfregnirnar? Jú, þið verðið að gá að því, að við höfum þekkzt í rúmlega fjöritíu misseri og haft ýmislegt saman að sælda allan þennan tíma. Hann er alveg
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.