Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1967, Page 104
FRIÐRIK PÁLMASON:
Blandaður áburður*
1. Hvað er blandaður áburður? Skilgreining.
2. Hvernig er samsetning hans gefin til kynna? Styrkleiki — hlut-
föll.
3. Hve almenn er notkun blandaðs áburðar?
4. Sterkur áburður og veikur. Næringarefni í sterkum og veik-
um áburði.
5. Blandaður áburður og einhliða áburður. Samanburðardæmi.
6. Aðalatriðin: næringarþörf og kostnaður.
Blandaður áburður hefur verið skilgreindur sem áburð-
ur, sem í eru tvö eða fleiri næringarefni. Þessi skilgreining
samræmist þó ekki fyllilega þeirri flokkun áburðartegunda
í eingildan áburð annars vegar og blandaðan áburð hins veg-
ar, sem notuð eru í daglegu tali. Þrífosfat er þannig talin
vera eingildur eða einhliða áburður, þó í því séu bæði fosfór,
kalsíum og brennisteinn, öll þrjú viðurkennd plöntunæring-
arefni. Eigi að kalla áburðartegundir eins og kalksaltpétur,
þrífosfat og kalíumsúlfat eingildar þá verður að nota aðra
skilgreiningu á blönduðum áburði en þá, að það sé áburð-
* Á ráðunautafundi, sem Ræktunarféfag Norðurlands gekkst fyrir
2f. október 1967 héft lic. agro Friðrik Pálmason sérfræðingur hjáRann-
sóknarstofnun Landbúnaðarins erindi um blandaðan áburð. Það hefur
nú orðið að samkomulagi að birta hér í ársritinu útdrátt úr þessu er-
indi. í erindinu er gripið á hlutum, sem mjög eru ofarlega á haugi í
landbúnaðinum, þar sem núverandi áburðarverksmiðja fer að syngja
sitt síðasta vers en fyrir dyrum stendur uppbygging nýrrar verksmiðju,
og kemur þá sterkt til áfita framleiðsla á blönduðum áburði. — Ritsj.