Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1967, Blaðsíða 121
123
TAFLA 5. Athugun á bindingu súlfats í jarðvegi. Fyrir-
komulag og niðurstöður.
Ekkert fosfat Fosfat
mgS mgS mgS mgP mgS
tilsett fundið tilsett tilsett fundið
0 0,2 0 5 0,4
2 3,1 2 5 3,7
5 5,6 5 5 7,4
10 9,7 10 5 11,7
meðhöndluð á sama hátt að því undanskildu að nú var í
hvert sýni sett ögn af fosfati.
í töflu 5 er þessi rannsóknaáætlun og niðurstöður sýndar.
Eins og tölurnar bera með sér þá virðist ekki vera um mik-
inn binding af súlfati í þessari mold. í fyrri athuguninni þar
sem ekkert fosfat var tilsett, má sjá að ekki munar miklu að
allur sá brennisteinn, sem tilsettur var, finnist aftur í afsíinu.
Aftur á móti þar sem auk súlfatsins var bætt út í örðu af
fosfati, finnst meira í afsíinu af brennisteini en í var sett,
fosfatið virðist hafa losað brennistein úr jarðveginum. Á
mynd 3 eru þessar niðurstöður greinilega sýndar, með tveim
línum í hnitakerfi. Formið á línunum bendir til þess, að
um einhvern binding af súlfati geti verið að ræða ef mikið
magn finnst í jarðvökvanum. Bindingurinn er mun minni
ef eitthvað er af fosfati.
Samandregið yfirlit.
Rannsakað var brennisteinsmagn í nokkrum jarðvegssýn-
um. Vatnsleysanlegt súlfat eða súlfat, sem var umskiptan-
legt við jónavíxl, reyndist mjög lítið í þeim jarðvegssýnum,
sem rannsökuð voru. Aftur á móti fékkst allmikið brenni-