Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Blaðsíða 10

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Blaðsíða 10
10 STEFÁN KARLSSON Svíþjóðar, því að hluti hennar var þangað kominn 8. október 1681, en uppskriftinni lauk Jón 27. janúar 1682 og klykkti út með kvæði þar sem uppskriftin er tileinkuð fornfræðastofnuninni. Kringluuppskrift Jóns Eggertssonar ber nú safnmarkið Papp. fol. nr. 18 í Konungsbókhlöðu í Stokkhólmi, og hún hefst ekki fyrr en með Hákonar sögu góða, en fremst í handritinu eru fyrstu sögurnar í Heims- kringlu með annari hendi og í minna broti, en einnig skrifaðar eftir Kringlu. Uppskrift Jóns Eggertssonar hefur fengið orð fyrir að vera æði-óná- kvæm, en hún var lögð til grundvallar Heimskringluútgáfu Pering- skiölds 1697, þar sem prentaður er í tveim stórum bindum íslenskur texti við hlið sænskrar þýðingar, gerðrar af Guðmundi Ólafssyni sem starfaði í Stokkhólmi 1681-95, og latnesk þýðing Peringskiölds neðan- máls. Smækkuð mynd af titilsíðu útgáfunnar er hér á næstu síðu. Sama árið og Jón Eggertsson lauk Kringluuppskrift sinni fékk Þormóður Torfason sagnaritari konungs handrit léð úr Konungs- bókhlöðu og Háskólabókasafni í Kaupmannahöfn til afnota við fræða- störf sín á Stangalandi í Noregi. Meðal þessara handrita var Kringla, og hún mun hafa verið á Stangalandi fram til 1718. Á árunum 1688-1704 var Ásgeir Jónsson skrifari Þormóðar, og með hans hendi er varðveitt ein uppskrift af öllum Heimskringlutexta Kringlu, AM 35, 36 og 63 fol., sem víst er að Ásgeir hefur gert á fyrstu árum sínum hjá Þormóði, því að í 36 hefur Árni Magnússon hlaupið undir bagga með Ásgeiri og skrifað tvö blöð, og það hlýtur hann að hafa gert haustið 1689 þegar hann dvaldist um hríð hjá Þormóði. Auk þessarar uppskriftar eru varðveittar tvær aðrar með hendi Ásgeirs, sín af hvorum þriðjungi Heimskringlu, UB 521 fol. í Háskólabókasafni í Ósló og AM 70 fol., en auk blaðanna tveggja í 36 skrifaði Árni Magnússon upp Skáldatal og nokkrar vísur úr Heims- kringlu, m. a. Ynglingatal og Hákonarmál, og eru þær uppskriftir í AM 761 a-b 4to. Uppskriftir Ásgeirs Jónssonar (og Árna Magnússonar) liggja að einhverju eða mest-öllu leyti, beint eða óbeint, til grundvallar öllum síðari útgáfum Heimskringlu, enda hafa þær reynst mun traustari en uppskrift Jóns Eggertssonar, og allir útgefendur hafa verið sammála um að Kringla hafi varðveitt jafn-bestan texta Heimskringlu. Aðeins tíu árum eftir að Kringla var komin á nýjaleik í Háskóla- bókasafn brann það safn allt til ösku í Trinitatiskirkju, þegar voða- eldurinn geisaði í Kaupmannahöfn í október 1728.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.