Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Page 52

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Page 52
52 UM VINÁTTU OG BRÉFASKIPTI Halldór ræðir einnig bókaútgáfuna á íslandi og segir þar m. a.: „Mikið voðalegt syndaflóð af literature flýtur yfir sögueyjuna, og ekki endist fé Fiskesafnsins til að kaupa það allt saman, enda væri víst bezt, að mikið af því færi í Ginnungagap í eilífa gleymsku.“ Og um blöðin segir hann: „Blöðin fara versnandi dag frá degi, svo að það gerir manni illt í skapi að lesa þau. Hér er gamall lærisveinn þinn, Albert meistari Sigurðsson; hann les blöðin frá upphafi til enda og segir mér svo efni þeirra; þannig fræðir hann mig, jafn- framt því sem hann sparar mér augnaraun og skapraun við að lesa þetta. Hann pasteuriserar þessa fæðu fyrir mig. Það væri gott að hafa fleiri menn á íslandi, sem gerðu það fyrir publikum, gerlasneyða blöðin eins og mjólkina, sem sumir þó virðast vilja drekka þar óhreina af pólitískum ástæðum.“ Sigurður svarar þessu bréfi 6. maí 1946 og er þá kominn í marg- falda bréfaskuld við Halldór, enda segir hann svo í upphafi: „Það er nú mikið til komið upp úr fyrir mér að roðna, einkum yfir bréfa- skriftum, því að ég tel það nokkurs konar ósjálfræði, hvað mér er erfitt að skrifa bréf. En þegar þú í síðasta bréfi þínu talaðir um bréfa- leti þína, þá roðnaði ég! Það er bæði synd og skömm að hafa ekki fyrir löngu og mörgum sinnum þakkað þér fyrir ágæt bréf og dýr- mætar bækur, bæði Islandica og síðustu bókaskrána, sem eins og hinar fyrri er ómetanleg handbók, svo að þegar hún er komin í hilluna, skilur maður ekki, hvernig hægt hefur verið að vera án hennar. Og þá verð ég að þakka þér alveg sérstaklega fyrir það, sem þú skrifaðir mér um I. bindi íslenzkrar menningar. Það er hvort tveggja, að ég tel engan annan mann dómbærari um slíka bók, enda veit ég, að þú mundir aldrei mæla neitt hégómaorð. En - ef útkoma II. (og III.) bindis dregst fram yfir allar áætlanir og ásetningu, þá ætla ég með sjálfum mér að afsaka mig með því, að ég sé að bíða eftir því, að þau geti í þínum augum orðið samboðin I. bindinu! Annars kemur hér margt til greina í raun og veru, það er erfitt að sleppa glímutökunum á sumum viðfangsefnunum, meðan manni finnst þau ekki hafa blessað mann, - eða blessazt, - og þessi ár hafa að mörgu leyti verið mér þungbær. En út í það skal ég ekki frekar fara. Tilefni bréfsins er framar öllu A-M. nefndin og handritamálið. Þú hefur vitanlega fengið plöggin frá nefndinni og líklega þegar skrifað. Það höfum við ekki gert. Ég var að bíða eftir því, að grein mín um málið kæmi út í Nordisk tidskrift. Það var alls ekki svo

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.