Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Blaðsíða 37

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Blaðsíða 37
halldórs hermannssonar og sigurðar nordals 37 ykkur Munksgaard hefur komið saman um að hraða útkomu Guð- spjallabókarinnar.“ Guðspjallabók Ólafs biskups Hjaltasonar frá 1562 varð annað bindið í umræddum flokki, og ritaði Halldór formála að því. Það kom út síðar á þessu sama ári, og var Munksgaard útgefandi þess. Halldór svaraði þessu bréfi 27. júní 1933 og segir þar m. a.: „Eg hef oft og mörgum sinnum ætlað að skrifa þér og þakka þér fyrir bréf þitt frá 9. marz, en það hefur dregizt. Ég hef haft í ýmsu að snúast, meðal annars að ljúka við nýtt bindi af ,,Islandica“, sem nú er verið að prenta og verður sent út í miðjum júlí. Það er dálítið propaganda-hefti um útgáfur og þýðingar af fornritum okkar. Og rétt sem ég var að lesa próförkina af því, barst mér „Morgunblaðið“ um, að Egils saga væri komin út, svo að ég gat getið hennar þar í sambandi við Fornritafélagið. Ég geri ráð fyrir, að ýmsir munu þykkjast út af því, sem þar stendur, líklega Finnur og Danir, en í það verður ekki horft, maður verður að segja sannleikann, að minnsta kosti á stundum. En nú þykir mér gaman að heyra, hvernig í ykkur syngur þarna heima, þegar þið fáið að sjá „pródúktið“. Ég hafði annars annað í smíðum, en varð að hverfa frá því vegna þess, að ekki var nóg fé fyrir hendi til að prenta það. Og svo hljóp ég í þetta, sem nú kemur, og lauk því á skömmum tíma. Þá fékk ég og nýlega Nýja testamentið frá Munksgaard. Mér lízt mjög vel á það, og formáli þinn er góður. En ég sé af honum, að þú ætlar mér að taka það týpografiska í næsta bindi, enda er það eðlilegt, þar sem það er bók, sem prentuð er á íslandi. Ef Munks- gaard heldur þessu áfram jafnframt „Corpus“, verður hann okkur einhver sá þarfasti maður, sem uppi hefur verið til að koma bók- menntum okkar á framfæri erlendis. Hann skrifaði mér líka, að þú hefðir sent til hans eintak handa mér af Egils sögu, og geymir hann það þangað til ég kem austur um haf, og hlakka ég mjög til að sjá það.“ Halldór var á förum til Evrópu og ætlaði fyrst til Lundúna og dveljast þar 6-8 vikur. „Ég er þreyttur og leiður eftir veturinn,“ ségir hann, „og beztu hvíld, og auk þess tækifæri til að vinna, veitir London mér.“ Hann vill fyrir hvern mun haga svo ferðum eftir það, að þeir Sigurður geti hitzt, væntanlega í Höfn í ágústlok, en Sigurður hugðist staldra við þar um það leyti á leið til Svíþjóðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.