Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Blaðsíða 46

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Blaðsíða 46
46 UM VINÁTTU OG BRÉFASKIPTI Gordon um England, og þetta er ekki einungis peningaspursmál, heldur liggur mér við að segja fyrst og fremst mannaflaspursmál. Og ég er alveg óviss um, hvort er nauðsynlegra, þýðingar eða textar með enskum formálum og skýringum. En þetta er meira mál en svo, að það verði rætt í stuttu bréfi. Fyrir íslenzku Fornritaútgáfuna er enski markaðurinn hreint aukaatriði. Hún stendur og fellur með ís- lenzku sölunni.“ I næstu bréfum sumum, er á milli fara, er mikið rætt um hina fyrirhuguðu útgáfu enskra þýðinga Islendinga sagna, en þar sem aðilar eru fjórir, þeir tveir, E. V. Gordon prófessor á Englandi og Munksgaard sem útgefandi, og skoðanir nokkuð skiptar um heppi- legustu tilhögun slíkrar útgáfu, svo sem um það, hvort íslenzki text- inn eigi að fylgja eða hann verði gefinn út sérstaklega og þá helzt til nota í skólunum, dróst þetta mál allt á langinn og loks ákveðið að bíða átekta, unz þeir gætu allir hitzt í Kaupmannahöfn. Halldór reifar í bréfum sínum enskar þýðingar íslendingasagna, og er fróðlegt að kynnast viðhorfum hans til þeirra, þótt hér verði ekki rakin. Eitt höfuðsjónarmið Halldórs er, að íslendingar verði að hafa hönd í bagga með slíkum þýðingum, því að öðruvísi verði ekki tryggt, að texti sagnanna skili sér rétt og skammlaust, þar eð útlendingar ráði aldrei til fulls við frumtextann. En Halldór kemur víða við í bréfum sínum, og öðru hverju blöskrar honum svo pólitíkin og blaðamennskan heima, að hann fær ekki orða bundizt. Skal hér gripið niður í tveimur slíkum bréfköflum, hinum fyrra í löngu bréfi frá Iþöku 28. nóvember 1935, þar sem hann segir m. a.: „En ástandið á Islandi gerir mig hugsjúkan. Allt virðist þar fara í vitleysu. Ég get ekki sagt neitt um fiskisölu og annað þess konar, en þó hygg ég, að þessi stjórn hagi sér í öllu rangt. Þetta eru ungæð- ingar, sem hana skipa, og þeir vita ekki fótum sínum forráð. Og það lítur svo út - að minnsta kosti í þeirri fjarlægð sem ég er, að Islend- ingar kunni sjálfir ekki fótum sínum forráð. Þeir virðast ekki vera sér þess meðvitandi, að þeir eru gömul þjóð með „traditionum“, sem vert er að varðveita, ef þeir vilja vera sjálfstæð þjóð, heldur hlaupa þeir nú eftir hverjum hornriða og hvirfilvind, sem þeir sjá erlendis, og vilja innleiða það í sínu fósturlandi. Það er svona, þegar hálf- menntaðir menn (og þeir eru verri en ómenntaðir) sitja við stýrið. Verst er það, að í menntamálum höfum við enga tradition. Þar eins og í öðru ræður pólitíkin öllu. Þetta sér maður bezt í samanburði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.