Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Blaðsíða 56

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Blaðsíða 56
56 XJM VINÁTTU OG BRÉFASKIPTI var alltaf talinn fífi. Margir eru þeir, sem eiga vísu eða kvæði í hand- riti á Landsbókasafninu. Svona mætti lengi telja. Einhvers er þar getið, sem það eitt er talið honum til ágætis, að hann hafi verið mikilmenni; punctum og basta! Það sér hver maður, að það er hneyksli, að hið gamla og góðfræga Bmfél. skuli gefa út slíkt lexicon biographicum fyrir þjóð sína.“ Sigurður svaraði þessu bréfi rúmu ári síðar, 31. júlí 1952, eftir fyrsta vetur sinn sem sendiherra í Kaupmannahöfn. Og úr því að tilvitnun til síðasta bréfs Halldórs lauk með ummælum hans um Is- lenzkar æviskrár, er bezt að heyra fyrst, hverju Sigurður svarar um það atriði: „Ekki skal ég reyna að verja allt, sem miður kann að fara í æviskránum, sem þú minnist á. En aðalsniðið vil ég verja: að taka sem flesta menn - eða eins og ég orðaði það á sinni tíð á fundi, þegar fyrst var rætt um slíkt verk: sem mest af ómerkilegum mönn- um! Enginn maður leitar fróðleiks um mikilmennin í slíkt rit, en einmitt um hina þurfum við íslendingar oft að fá að vita hið nauðsyn- legasta (sem vitanlega getur farið út í öfgar). Jón Helgason hefur sagt við mig, að hann fletti aldrei svo upp í bókinni, að hann hneyksl- ist ekki, - og samt sé hann alltaf að fletta upp í henni. Svipuð er mín reynsla. Og - ef P.E.Ó. hefði ekki sóðað þessu af, má hamingjan vita, hvenær við hefðum fengið það. Eftirkomendurnir munu gera nýja og betri útgáfu, en samt finnast hægra að styðja en reisa.“ Um handritamálið segir Sigurður hins vegar fyrr í þessu sama bréfi: „Það er bezt að spá engu um handritamálið, því að ekki er sopið kálið, þótt í ausuna sé komið. En það get ég sagt þér, að ég er miklu bjartsýnni um niðurstöðuna en ég var í fyrra, áður en ég kom hingað, og ef ekki vill eitthvert óvænt slys til, er von um, að þetta mál leysist, áður en langt um líður, svo að Islendingar megi vel við una. Ég get ekki neitað því, að ég hef haft talsvert gaman af því tafli öllu saman, enda hefði ég aldrei farið í þessa veiðistöð á gamals aldri, nema vegna þessa máls eins. En ef ég get átt þátt í því að leysa þetta vandasama mál, og ef Early Icelandic Classics, sem Nelson ætlar að gefa út, komast á skrið, þá finnst mér þetta tvennt vera mér til nokkurrar afsökunar gagnvart eilífðinni, þótt margt sé ógert af því, sem ég hefði feginn viljað gera.“ Rúmt ár leið, unz Halldór svaraði þessu bréfi, 9. ágúst 1953, og er það seinasta bréfið, sem varðveitzt hefur frá honum til Sigurðar. Halldóri finnst nú vera fátt í fréttum, en vill ekki draga lengur að skrifa og þakka Sigurði grein hans „um sagnaritunina úr „Nordisk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.