Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Blaðsíða 57

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Blaðsíða 57
HALLDÓRS HERMANNSSONAR OG SIGURÐAR NORDALS 57 kultur“, hún er ágæt“. Hann minnist á handritamálið, er honum finnst vera orðið að pólitísku æsingamáli. Hann deilir enn á hug- myndina um sérstakt Árnasafnshús á Islandi, en þykir þó kastað tóll- unum, þegar hann ,,las í New York Times 2. ág., að nú ætti að fara að gefa út frímerki í áróðursskyni um þetta og eigi með því að kúga Dani til að láta af hendi handritin“. Halldóri finnst þetta vera „brot á „comitas inter gentes“ [kurteisi í samskiptum þjóða], svo að þú ættir að hindra það, ef þú getur“. I bréfslok segir hann, að Kristján Karlsson hafi látið af bókavarðar- starfinu, en komið Jóhanni Hannessyni að í staðinn og sé hann nú tekinn til óspilltra málanna. „Sjálfur er ég orðinn næsta ónýtur til vinnu, þó ég stundum fái dálítil vinnuköst, en það bagar mig, að mér er svo erfitt um gang. Mér hefði þótt gaman að skreppa yfir hafið, en það er ómögulegt, verð að bíða þangað til ég sjálfur fæ vængi.“ Sigurður svaraði bréfi Halldórs 5. júní 1954, kvaðst hafa verið „að doka við og sjá, hvort eitthvað gerðist ekki í handritamálinu, sem í frásögur væri færandi. Og sjá, nú er það orðið, en samt á annan hátt en ég hafði vonazt eftir.“ Áður en birt verður hér framhald bréfs Sigurðar, skal rifjaður upp kafli úr riti Einars Ólafs Sveinssonar um handritamálið, Reykja- vík 1959 (23.-24. bls), þá er hann hefur greint frá álitsgerð dönsku nefndarinnar, er lauk störfum 1951: „Nú leið rúmt ár. Það verður að fullyrða, að margir danskir stjórnmálamenn hafi viljað leysa málið, þeirra á meðal þáverandi for- sætisráðherra Hans Hedtoft og menntamálaráðherra Julius Bomholt. En þá gerðist það skyndilega, 5. marz 1954, að danska blaðið Poli- tiken birti „bráðabirgðatillögur" („skitsemæssigt forslag“) dönsku stjórnarinnar um lausn þess. Það var óheppilegt, að málið kom þannig fram á þessu stigi; menntamálaráðherra Islands, Bjarni Benediktsson, hafði varað við þessum tillögum, en hvatt til þess, að Danir öfluðu sér glöggrar vitneskju um afstöðu Islendinga. Samkvæmt tillögunum skyldu íslenzku handritin vera sameign Dana og íslendinga. Tveim vísindastofnunum skyldi komið á fót, annarri í Reykjavík, hinni í Kaupmannahöfn, sem hvor hefði sína stjórn, en sameiginlega yfir- stjórn hefðu þær báðar. Handritunum skyldi skipt eftir efni milli stofnananna, þannig að það, sem helzt varðaði ísland, skyldi vera á íslandi, en það, sem varðaði önnur Norðurlönd, skyldi vera í Kaup- mannahöfn. Ljósmyndir skyldi gera af öllum handritunum, þannig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.