Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Blaðsíða 63

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Blaðsíða 63
UM FÓLKSFIÖLLDA Á SUDURLANDE ... 1781 63 hleypidómaleysis. Raunar má segja líkt um fleiri verk upplýsingar- manna. „Drepsótt, Stríd og Dýrtíd, eru kalladir þeir snörpustu vendir í Guds hendi, af hvörium Davíd Konúngr átti fordum kost á at velia einn. í þær mundir mun Stríd hafa verit skadvænlegra enn Drep- sótt, því þá giördi hvörr, sem sigr féck, med sverdi og eldi Aleydu af mönnum, qvikfénadi og öllu. En á nærverandi tídum er Stríd ordit vægara enn Drepsótt, einkum medal vel sidadra þióda, því þat deydir nú eigi qvinnur og börn eins og í fyrndinni, heldr skilr úngvidit eptir, þar sem Drepsóttin slær nidr menn og qvinnur, únga og gamla. Þessa verst meina eg þó sé Hallæris-húngrit, hit hardasta sverd, þat vægir hvorki úngum né gömlum, þat deydir eptir lánga pínu, þat færir med sér heilan her af siúkdómum, þat rýfr burt qvikfénad og bústofn, er lengi á i at názt aptr, eptir at Húngrinu hefir aflinnt, og hvat eigi er minnst verdt: þat færir med sér rán og stuldi, medan þat yfirstendr, en sídan dugnadar- og stiórnleysi, med siálfrædi, sem vidbrennr lengi, á eptir; at eg eigi tali um Húngr-pest, er optsinnis bædi qveikz hefir af Hallæri og aliz á því.“ Þannig er upphaf hins kunna höfuðrits Hannesar biskups Finnssonar Um mannfækkun af hallærum á Islandi, sem kom út 1796 í fjórtánda bindi Rita þess Konungliga íslenzka Lærdóms-lista Félags. Það var skrifað til að minnka víl hjá þeim, „sem meina at aldregi hafi í fyrnd- inni verit svo hardt, sem í þeirra tíd.“ Rit það sem hér birtist í fyrsta sinn er hliðstæða hins fyrra, en fjallar aðeins um eitt ár, 1781, eins og nafnið ber með sér. Biskupinn skrifar minna um það í höfuðritið, en vísar til þessa ritlings (225. skýringargrein), sem hann hafi „fyrir nokkrum árum skrásett“, og mun hann geta um þetta 1793. Til nánari skýringar skal hér tilfært það sem segir um árið 1781 í Mannfækkun. „Biargrædisskortr vard um vetrinn 1781 almennr, og hrossakiöts át fór þá, af margra neyd, svo í vöxt, at þat, frá því landit vard al- kristnad hefir aldrei verit svo miög tídkat“ (125). „Landfarsótt og magasýki á börnum og gamalmennum gengu þá um vorit, sem urdu því mannskædari, sem mjólkin og holl matarbiörg var eigi til, en illa malat strá-mikit bygg, er þeir fátæku mest keyptu“ (125-127). „Þetta nýnefnda bágenda-ár telia aungir medal hardæra, og þó eigi séu meir enn 12 ár sídan lidin, hafa flestir gleymt því, en muna einúngis til þess Hallæris, er sídar kom og yfirtók, þar þó árit 1781 dró kraptana úr landbúinu, svo árinu 1784-5 var því hægra at koll- fella þat. En hvörsu skadnæmt árit 1781 hafi verit má ráda af því, at þá dóu í Snæfellsness-sýslu (sem at mestu er siópláts, og at því leiti gripalítil) 260 kýr, 4355 saudfiár, og 334 hestar, en mistuz eda úr- gengu 43 skip og bátar. Þó siez hallærit skýrast af því, at frá haust- nóttum 1780 til fardaga 1781 dóu fleiri enn fædduz í Skálhollts- stipti 926, og í Hóla-stipti 63, dóu flestir af þessum í sióplátzum (þess-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.