Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Blaðsíða 98

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Blaðsíða 98
98 LANDSBOKASAFNIÐ 1976 hvernig Þjóðverjar hafa leyst bókasafnamál sín, en víða varð þar að reisa úr rústum eftir hamfarir heimsstyrjaldarinnar síðustu. Þótt nokkuð víða væri komið við í þessari för og fljótt farið yfir, fékkst þarna sýn og tókust kynni, en sá er höfuðtilgangur heimsóknar sem þessarar. ÞJÓÐARBÓKHLAÐA Samkomulag náðist snemma á þessu ári urn gjald til borgarsjóðs vegna skerðingar á Melavellinum, og var það staðfest í bréfi Vilhjálms Hjálmarssonar menntamálaráðherra 28. febrúar 1977 til Birgis Isleifs Gunnarssonar borgarstjóra og svarbréfi hans 16. marz 1977. Þar var einnig samið um greiðslu gatnagerðargjalds. Byggingarnefnd Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum 2. ágúst 1977 teikningar bókhlöðunnar og veitti byggingarleyfi að Birki- mel 1 „með fyrirvara um, að frágangur lóðar, svo sem sýndur er, geti ekki orðið fyrr en borgaryfirvöld ákveða vegna Birkimels og Melavallar“. Ennfremur voru sett skilyrði um brunavarnir. Borgarstjórn fól Þórði Þ. Þorbjarnarsyni borgarverkfræðingi í sept- ember að kanna, hvort unnt yrði að flytja til sjálfan íþróttavöllinn á Melunum, og var í nóvember ákveðið, að hann skyldi fluttur um 20 m til suðurs og bókhlaðan 6 m til austurs, þ. e. frá Birkimel. Áður en þessi ákvörðun var tekin, ráðgaðist borgarverkfræðingur við Guðlaug Þorvaldsson háskólarektor, og ritaði hann borgarverk- fræðingi svohljóðandi bréf 28. október 1977: „Vísað er til símaviðtals við yður fyrir nokkrum dögum, herra borgarverkfræðingur, varðandi flutning íþróttavallarins á Melunum til suðurs. Málið var kynnt í háskólaráði 27. þ. m. Þar var svofelld ályktun gerð: „Með vísun til bréfs borgarstjórans í Reykjavík til Háskóla íslands, dags. 6. okt. 1961, lýsir háskólaráð yfir því, að það getur fyrir sitt leyti fallizt á flutning íþróttavallarins á Melunum til suðurs um 10-20 rnetra um nokkurra ára skeið, en telur hins vegar, að slíkt sé einungis bráðabirgðalausn. Hitt er óhugsandi, að íþróttavöllurinn skilji há- skólasvæðið frá þjóðarbókhlöðunni, eftir að hún hefur að einhverju leyti verið tekin í notkun, enda kæmi hún þá ekki að tilætluðum notum fyrir Háskóla íslands, hvorki að því er varðar greiðan aðgang að bóka- kosti og lestrarrými né aðstöðu til kennslu í bókasafnsfræðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.