Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Qupperneq 6

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Qupperneq 6
6 STEFÁN KARLSSON 2. Útflutningur konungasagnahandrita Aðrar tegundir íslenskra miðaldabókmennta eiga það að vísu sam- merkt með konungasögum að handrit frá fyrri öldum hafa að heita má öll lent til útlanda, en konungasagnahandrit hafa þá sérstöðu að mörg þeirra vóru komin úr landi áður en hinn mikli og almenni útflutningur íslenskra handrita til Danmerkur og Svíþjóðar hófst að marki á síðari hluta 17. aldar. Sum hafa borist til Noregs eða Dan- merkur á 16. öld, eftir að áhrifa húmanismans fór að gæta í þessum löndum, en önnur hafa verið komin fyrr til Noregs, flest trúlega þegar þau vóru nýskrifuð á 13. eða 14. öld. Athugun á handritum frá miðöldum, sem hafa varðveist í Noregi, leiðir í Ijós að á tíma- bilinu 1260-1380 að minnsta kosti hefur verið um mjög verulegan handritaútflutning frá íslandi til Noregs að ræða auk þess að íslenskir skrifarar hafa stundum starfað í Noregi. Þær bókmenntir á norrænu, sem Norðmenn virðast einkum hafa haft áhuga á, vóru eins og að líkum lætur konungasögur, en auk þess kirkjulegar bókmenntir. Þessi bókaútflutningur til Noregs er eðlilegur, því að þrátt fyrir nokkurn mismun tungnanna má segja að Noregur og Island - auk fleiri skattlanda Noregskonungs - hafi verið eitt málsvæði, og eins og alkunna er vóru sumar konungasögur samdar af íslenskum höfundum að frumkvæði norskra konunga. Ekki eru heimildir um að Snorri Sturluson hafi samið Heims- kringlu fyrir orð norskra manna, en af formála fyrir Ólafs sögu helga hinni sérstöku er ljóst að hann hefur haft fleiri lesendur (eða hlust- endur) en íslenska í huga - og þá að sjálfsögðu einkum norska: Veit ek at svá man þykkja ef utanlands komr sjá frásQgn sem ek hafa mjq>k sagt frá íslenzkum mpnnum, en þat berr til þess at íslenzkir menn, þeir er þessi tíðindi sá eða heyrðu, báru higat til lands þessar frásagnir, ok hafa menn síðan af þeim numit. Auðvitað er ekki varðveittur nema lítill hluti allra þeirra handrita sem skrifuð vóru á miðöldum, en eftir geymd handrita að dæma virðist sem Heimskringlutextar — auk Sverris sögu og Hákonar sögu — hafi verið þær konungasögur sem Norðmenn hafi sóst mest eftir, en þess sjást engin merki að hin miklu safnrit 14. aldar hafi borist til Noregs nýskrifuð; hér er átt við Ólafs sögu Tryggvasonar hina mestu, en kjarni hennar er Ólafs saga Snorra, og Huldu-Hrokkinskinnu, sem öðrum þræði er reist á síðasta þriðjungi Heimskringlu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.