Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Blaðsíða 19

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Blaðsíða 19
kringum kringlu 19 þar sem teknar eru upp vísur eftir hann um konung, sem skipt hefur verið á milli fjegra kvæða. Aðeins í einu þessara kvæða — sem segir frá atburðum allt fram til 1262 eða jafnvel 1263 - er konungur ávarp- aður, og af því hefur verið dregin sú ályktun að Sturla hafi ort kvæðið áður en hann spurði för Hákonar konungs vestur um haf (sbr. Jón Sigurðsson í Eddu Snorra III, 389-90, og bókmenntasögu Finns Jóns- sonar II. 1, 100), en samkvæmt Sturlu þætti fékk Sturla fregnir af þeirri för þegar hann kom nauðugur til skips á Eyrum sumarið 1263. Jón Sigurðsson ætlaði kvæðið ort 1263, en Finnur Jónsson 1262-63 í bókmenntasögu sinni og 1262 í Skjaldedigtning (II A, 102). Ekki verður séð að Sturla hafi haft neina ástæðu til að yrkja lofkvæði um konung veturinn 1262-63, en hins vegar þeim mun ærnari eftir að hann hafði farið halloka í viðskiptum við Hrafn Oddsson vorið 1263 og orðið að játast undir utanför um sumarið. í bók sinni um Sturlu (155. bls.) hefur Gunnar Benediktsson nefnt kvæði Sturlu Höfuðlausn hans, og virðist það vel til fundið. Hin kvæðin þrjú um Hákon hafa öll verið talin ort eftir að Sturla kom til Noregs og eftir að Hákon var allur, enda þótt ekki sé vikið að greftrun konungs nema í einu þeirra. Eftir því hefur verið tekið að Skáldatal hefur einmitt varðveist með höfuðritum Snorra, Heimskringlu og Eddu, þannig að þeir sem skrif- uðu Skáldatal upp og juku það hafa einnig haft rit Snorra undir höndum. Jafnframt er vert að benda á hve nátengt Skáldatal Kringlu virðist vera Sturlungum, því að með einni vafasamri undantekningu er það svo, að hafi tvö eða fleiri skáld ort um einhvern höfðingja og séu Snorri Sturluson eða bróðursynir hans Ólafur og Sturla Þórðar- synir meðal þeirra skálda, eru þeir einlægt nefndir fyrstir. T. a. m. eru nefnd sjö skáld Hákonar gamla, og skipa þeir frændur þrjú efstu sætin, en sjálfur jarlinn er sá fimmti í röðinni. Þögn Skáldatals Kringlu um að Sturla Þórðarson hafi ort um Magnús lagabæti og Birgi jarl er því eindregin vísbending um að skrifari Kringlu hafi ekki haft spurnir af kvæðum Sturlu um þessa höfðingja, og því er ólíklegt að Skáldatal hafi verið ritað í Kringlu mörgum árum eftir að Sturla orti um þá. Niðurstaða þessara vangaveltna um aldur Kringlu er sú að öruggt megi telja að bókin hafi öll verið skrifuð innan tímamarkanna 1250-70, líklegast á árabilinu 1258-64, og reyndar er víst að henni hefur ekki verið lokið fyrir 1258. Fýsilegt er að ætla að hún hafi verið gerð á fyrsta eða öðru skattlandsári íslands og að henni hafi verið lokið eftir að Sturla hafði ort höfuðlausn sína til Hákonar konungs en áður en spurðist af kvæði hans um Magnús Hákonarson, þ. e. a. s. 1263-64.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.