Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Qupperneq 54

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Qupperneq 54
54 UM VINÁTTU OG BRÉFASKIPTI tvær aldir, og til greina getur komið, hvort hann hafi ekki siðferðis- lega skyldu til að varðveita þá gjöf in secula seculorum [um aldir alda]. Því að ekki verður það sýnt og sannað, að Árni hafi komizt óheiðarlega að þessari eign sinni, þó að megi segja, að hann hafi getað komizt yfir þetta vegna hins pólitíska sambands landanna. Grein þín um málið er ágæt, þú leggur eins og Jón Helgason mikla áherzlu á það, að handritin verði að mestum notum á Islandi, og er það rétt. En er sú ástæða gild til þess að afhenda handritin? Ekkert gæti glatt mig meir en að við fengjum handritin, en ég get ekki lokað augunum fyrir því, sem mælir á móti því. Blaðagreinar um málið hafa verið óheppilegar, t. d. Lis Jacobsens og Laxness; grein Guðbrandar var skárri. En þegar ég las hana, datt mér margt í hug, sem menn hafa ekki gefið gætur, sem sé handritaprang sumra íslendinga og einmitt þeirra, sem sfzt hefði verið ætlandi til þess.“ Halldór varð emeritus prófessor 1. júlf 1946, en féllst á að gegna bókavarðarstarfinu næsta ár, og ráðgast hann nú við Sigurð um heppilegan eftirmann. Halldór skrifar Sigurði aftur 21. október 1946 og biðst þar vel- virðingar á því, að sér hafi skotizt yfir sextugsafmælisdag Sigurðar (14. september 1946) eða eins og Halldór segir í upphafi bréfs síns: „Þó ég hafi Tobíasson’s opus magnum hér við hendina og mörg önnur subsidia biographica og þangað til fyrir fáum dögum læri- svein þinn, meistara Albert, sem kann utanað fæðingardag og -ár allra lærðra manna á íslandi - þrátt fyrir allt þetta þá gleymdi ég þínum sextugasta afmælisdegi, svo ég verð nú að senda þér beztu óskir í tilefni af honum, og megirðu lengi lifa. Svo er það, að ég vil helzt gleyma mínum afmælisdegi, og því man ég ekki annarra.“ Halldór segist sjá ,,af blöðunum, að dansk-íslenzka nefndin hefur lokið störfum án þess að gera nokkuð ákvæði um handritin. Ég bjóst við því. Málið er erfitt viðureignar, það sjáum við bókaverðir bezt. En ég sé hvergi getið um handritin í Konunglega bókasafninu. Mér hefur þó alltaf skilizt svo, að til þeirra gætum við haft réttmætari kröfur." Halldór skrifaði Sigurði aftur 13. maí 1947 og segir honum m. a., að hann hafi viljað fá Stefán Einarsson sem sinn eftirmann, en hann ekki treyst sér til að taka við stöðunni vegna launakjaranna. Hann nefnir í bréfinu, að verið geti hann fljúgi heim um sumarið, og spyr Sigurð, hvort hann þekki nokkurn hinna yngri manna, sem vildu taka þetta að sér eða væru færir um það.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.