Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Page 21

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Page 21
kringum kringlu 21 í inngangi sínum að ljósprenti Kringlu nefndi Finnur Jónsson einnig (bls. iv og viii) að stafagerð á Kringlublaðinu væri mjög lík stafagerð í Konungsbók eddukvæða. Ekki taldi Finnur þó að um sömu hönd væri að ræða, enda kemur ekki til mála að svo sé. Þrátt fyrir töluverð skriftarlíkindi er margt frábrugðið í stafagerð, og staf- setning Konungsbókar eddukvæða er í ýmsum greinum frábrugðin og þó einkum miklum mun óreglulegri en stafsetning á Kringlublað- inu og hjá A-hendi Staðarhólsbókar. Sá sem þetta skrifar taldi í fyrirlestri í Félagi íslenskra fræða 1967 trúlegt að hönd Kringlu væri á tveim brotum af einu blaði Maríu sögu handrits, sem varðveitt eru í Ríkisskjalasafni Norðmanna, NRA 78. Eftir nánari samanburð þykir mér heldur ólíklegt að svo sé. Að vísu er stafagerð mjög lík og stafsetning að töluverðu leyti, en ýmislegt ber þó á milli. Til dæmis má taka að oA:-band Kringlu og A-handar Staðarhólsbókar er af £-gerð, en einlægt án þverstriks; svipað band er ríkjandi í NRA 78, en þar er einnig algengt oA:-band með þverstriki, sem er yngra. Engilsaxneskt v er algengt hjá Kringluskrifara í upphafi orðs (fyrir ‘v’), en um það er ekki nema eitt dæmi í NRA 78. Fyrir ‘nn’ notar Kringluskrifari oftar n en n með striki yfir, en síðarnefnda táknbeitingin er nær einráð í NRA 78. Tákn fyrir ‘æ’ og ‘œ’ eru að nokkru leyti frábrugðin því sem er í Kringlu og Staðarhólsbók, bæði gerð þeirra og notkun, og sýna glöggt samfall hljóðanna hjá skrifara Maríu sögu. Ekki skal farið út í frekari samanburð hér, en sé NRA 78 þrátt fyrir allt með sömu hendi og Kringlublaðið og hluti Staðarhóls- bókar, þá hlýtur Maríu sögu blaðið að vera æði-miklu yngra en hin handritin tvö. Að lokum skal hér vikið að einu handriti enn, sem líklega er að hluta með hendi Kringluskrifara, þó ekki hafi verið eftir því tekið svo að mér sé kunnugt. Það er Konungsbók Grágásar, GkS 1157 fol. Það handrit er með tveim höndum A og B, og með síðarnefndu hendinni er meginhluti handritsins frá og með 14. blaði og allt til loka. Samanburður á fáeinum köflum Grágásar með B-hendi Kon- ungsbókar og A-hendi Staðarhólsbókar bendir eindregið til sameigin- legs skrifara, og af yfirliti í bók Gustafs Lindblad, Studier i Codex Regius av Áldre Eddan (bls. 312) má sjá að stafsetning er í megin- atriðum hin sama. Sá munur á skriftinni sem mest stingur í augu er að d með beinum legg, sem rétt bregður fyrir á stöku stað í Staðar- hólsbók og Kringlu (einu sinni), er drjúgum algengara a. m. k. sums

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.