Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Blaðsíða 21

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Blaðsíða 21
kringum kringlu 21 í inngangi sínum að ljósprenti Kringlu nefndi Finnur Jónsson einnig (bls. iv og viii) að stafagerð á Kringlublaðinu væri mjög lík stafagerð í Konungsbók eddukvæða. Ekki taldi Finnur þó að um sömu hönd væri að ræða, enda kemur ekki til mála að svo sé. Þrátt fyrir töluverð skriftarlíkindi er margt frábrugðið í stafagerð, og staf- setning Konungsbókar eddukvæða er í ýmsum greinum frábrugðin og þó einkum miklum mun óreglulegri en stafsetning á Kringlublað- inu og hjá A-hendi Staðarhólsbókar. Sá sem þetta skrifar taldi í fyrirlestri í Félagi íslenskra fræða 1967 trúlegt að hönd Kringlu væri á tveim brotum af einu blaði Maríu sögu handrits, sem varðveitt eru í Ríkisskjalasafni Norðmanna, NRA 78. Eftir nánari samanburð þykir mér heldur ólíklegt að svo sé. Að vísu er stafagerð mjög lík og stafsetning að töluverðu leyti, en ýmislegt ber þó á milli. Til dæmis má taka að oA:-band Kringlu og A-handar Staðarhólsbókar er af £-gerð, en einlægt án þverstriks; svipað band er ríkjandi í NRA 78, en þar er einnig algengt oA:-band með þverstriki, sem er yngra. Engilsaxneskt v er algengt hjá Kringluskrifara í upphafi orðs (fyrir ‘v’), en um það er ekki nema eitt dæmi í NRA 78. Fyrir ‘nn’ notar Kringluskrifari oftar n en n með striki yfir, en síðarnefnda táknbeitingin er nær einráð í NRA 78. Tákn fyrir ‘æ’ og ‘œ’ eru að nokkru leyti frábrugðin því sem er í Kringlu og Staðarhólsbók, bæði gerð þeirra og notkun, og sýna glöggt samfall hljóðanna hjá skrifara Maríu sögu. Ekki skal farið út í frekari samanburð hér, en sé NRA 78 þrátt fyrir allt með sömu hendi og Kringlublaðið og hluti Staðarhóls- bókar, þá hlýtur Maríu sögu blaðið að vera æði-miklu yngra en hin handritin tvö. Að lokum skal hér vikið að einu handriti enn, sem líklega er að hluta með hendi Kringluskrifara, þó ekki hafi verið eftir því tekið svo að mér sé kunnugt. Það er Konungsbók Grágásar, GkS 1157 fol. Það handrit er með tveim höndum A og B, og með síðarnefndu hendinni er meginhluti handritsins frá og með 14. blaði og allt til loka. Samanburður á fáeinum köflum Grágásar með B-hendi Kon- ungsbókar og A-hendi Staðarhólsbókar bendir eindregið til sameigin- legs skrifara, og af yfirliti í bók Gustafs Lindblad, Studier i Codex Regius av Áldre Eddan (bls. 312) má sjá að stafsetning er í megin- atriðum hin sama. Sá munur á skriftinni sem mest stingur í augu er að d með beinum legg, sem rétt bregður fyrir á stöku stað í Staðar- hólsbók og Kringlu (einu sinni), er drjúgum algengara a. m. k. sums
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.