Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Blaðsíða 36

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Blaðsíða 36
36 UM VINÁTTU OG BRÉFASKIPTI bréfi til hans 10. desember 1932, og bregður hann þar á leik, þegar hann minnist á kreppuna og nýafstaðnar forsetakosningar: „Depres- sionarinnfar] gætir hér meira en nokkru sinni, og það er kannske lán í óláni, að nú er útlit fyrir, að við fáum eitthvað sterkara en vatn að drekka, úr því forsetakosningin fór svona. Er enginn efi á á því, að ,,depressionin“ á góðan þátt í því.“ Og síðar í þessu sama bréíi segir Halldór, þá er hann víkur að ástandinu á íslandi: „Hlálegt þykir mér ástandið heima eftir síðustu blöðum að dæma. Það er eins og öllu sé snúið þar öfugt, aftur og fram í hundamó, eins og Jónas kvað. Svona fer það nú, þegar við eigum að fara með okkur sjálfa og höfum ekki Danskinn að berjast við. Hvar lendir það annars? Það gengur ekki á öðru en að reyna að koma hver öðrum í tukthúsið. „Steinninn“ verður þá bráðum of lítill, ef þeim tekst það, en þá má kannske taka eitthvað af nýju skólunum við laugarnar upp í sveit fyrir betrunarhús handa póli- tíkusum. Ef þeir betrast þar, væri það betri en nokkur alþýðumenntun. Ég get skilið, að það sé ekki skemmtilegt að lifa til lengdar í svona loftslagi, og nú fæ ég þá flugufregn frá Khöfn, að þú hafir í huga að flytja til Óslóar. Ég get skilið það, að þú freistist til þess, en oftast nýtur maður sín bezt heima, þrátt fyrir allt, og mikið mundi há- skólinn missa, ef þú færir.“ Það dróst fram til 9. marz 1933, að Sigurður þakkaði Halldóri hið hressilega bréf 10. desember. Sigurður kveðst hafa lesið með mikilli ánægju rit Halldórs um Sæmund fróða (Sæmund Sigfússon and the Oddaverjar, Islandica XXII (1932)) og þótt „gott að hafa það til hliðsjónar, þegar ég var að skrifa athugasemdir mínar um sunn- lenzka skólann í formála Egils sögu“. En hún kom út á þessu ári fyrst binda á vegum Hins íslenzka fornritafélags undir ritstjórn Sig- urðar. Hann víkur að öðru merkilegu fyrirtæki, er hann átti einnig hlut að sem ritstjóri, þ. e. ljósprentun gamalla íslenzkra rita, er Munks- gaard stóð fyrir, og kemur fram í bréfi hans, að hann eigi von á próförkunum af formála sínum fyrir 1. bindinu, Nýja testamentinu í þýðingu Odds Gottskálkssonar, er ætti að verða tilbúið í apríl. „Munksgaard sendi mér uppástungu þína um titilblöðin fyrir Corpus [þ. e. safn ljósprentana fornra handrita íslendinga: Corpus codicum Islandicorum medii aevi], og er hún vafalaust miklu betri en það, sem haft hefur verið. Mun ég hafa titilblöðin að Monum. [þ.e. Monu- menta typographica Islandica] með þessu sniði. Mér þykir gott, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.