Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Blaðsíða 48

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Blaðsíða 48
48 UM VINÁTTU OG BRÉFASKIPTI in er þín, og hún er góð í sjálfu sér, og það verður ekki úr því skorið fyrr en nefndin fer að starfa, hvert gagn getur orðið að henni. Að vísu gerir fjarlægðin það erfitt fyrir þig að taka þátt í öllu starfi nefndarinnar, og einkum er það slæmt, að þú skulir ekki geta verið í Höfn, ef fyrsti fundur verður haldinn í haust. En í þetta sinn verður varla um annað en bráðabirgðafund að ræða, svo að neinar sam- þykktir verða tæplega gerðar, nema kosningar formanns og ritara, og hvort sem þú ert nær eða fjær, getur þú komið með tillögur, og þær verða alltaf mikils metnar. Og ekki sízt ef samvinna skyldi stranda, Danir ekki vilja sinna skynsamlegum kröfum Islendinga, þá væri okkur geysimikill styrkur að því, að þú værir með, því að Danir hafa miklu meiri respekt fyrir þér en okkur heima-löndunum!“ Halldór varð feginn bréfi Sigurðar, kvaðst hafa verið orðinn nokkuð langeygur eftir því. Halldór segir í svarbréfinu 3. ágúst m. a.: „Jæja, þá er loksins nefndarmálið komið svo langt, að farið er að tilnefna menn í hana. Mér þykir mér auðvitað mikill sómi sýndur með því, að báðir háskólarnir hafa tilnefnt mig, en hvort ég taki við því kjöri, kemur auðvitað undir því, hvernig þessu nýja skipulagi er hagað, og það hef ég ekkert heyrt um ennþá; þó vildi ég gera mitt ýtrasta til, að eitthvað gott samkomulag kæmist á um það mál, því að ég sé engan annan veg þar en samningaleiðina. Réttarkröfur held ég við getum engar gert eftir svo langan tíma, sem liðinn er síðan handritin komust í hendur Dana. En sanngirni mælir með því, að okkar tilleitunum um málið sé sinnt.“ Árnanefnd kom saman til fundar í Kaupmannahöfn sumarið 1937, og var þá fyrir f'rumkvæði Halldórs, en samkvæmt tillögu Munksgaards ráðin útgáfa safnverksins Bibliotheca Arnamagnæana, en ritstjóri þess varð Jón Helgason. Halldór Hermannsson ritaði löngu síðar í Lesbók Morgunblaðs- ins, 1. maí 1954, fróðlega grein um þetta safnverk og þau þrettán bindi, sem þá voru komin út. Halldór varð sextugur 6. janúar 1938, og ritaði Sigurður þann dag snjalla afmælisgrein um hann í Nýja dagblaðið. I greininni segir svo m. a.: „Fyrir utan bókavarðarstarf sitt og háskólakennslu hefir dr. Hall- dór Hermannsson verið stórvirkur rithöfundur. Er ekki kostur á að gera hér þá grein fyrir ritum hans, sem æskilegt væri. Aðalverk hans er ársritið Islandica, sem hann hefir ritað einn og nú er orðið 25 bindi, og hin mikla bókaskrá Fiskesafns, sem nær til 1926. I Islandica
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.