Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Page 57

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Page 57
HALLDÓRS HERMANNSSONAR OG SIGURÐAR NORDALS 57 kultur“, hún er ágæt“. Hann minnist á handritamálið, er honum finnst vera orðið að pólitísku æsingamáli. Hann deilir enn á hug- myndina um sérstakt Árnasafnshús á Islandi, en þykir þó kastað tóll- unum, þegar hann ,,las í New York Times 2. ág., að nú ætti að fara að gefa út frímerki í áróðursskyni um þetta og eigi með því að kúga Dani til að láta af hendi handritin“. Halldóri finnst þetta vera „brot á „comitas inter gentes“ [kurteisi í samskiptum þjóða], svo að þú ættir að hindra það, ef þú getur“. I bréfslok segir hann, að Kristján Karlsson hafi látið af bókavarðar- starfinu, en komið Jóhanni Hannessyni að í staðinn og sé hann nú tekinn til óspilltra málanna. „Sjálfur er ég orðinn næsta ónýtur til vinnu, þó ég stundum fái dálítil vinnuköst, en það bagar mig, að mér er svo erfitt um gang. Mér hefði þótt gaman að skreppa yfir hafið, en það er ómögulegt, verð að bíða þangað til ég sjálfur fæ vængi.“ Sigurður svaraði bréfi Halldórs 5. júní 1954, kvaðst hafa verið „að doka við og sjá, hvort eitthvað gerðist ekki í handritamálinu, sem í frásögur væri færandi. Og sjá, nú er það orðið, en samt á annan hátt en ég hafði vonazt eftir.“ Áður en birt verður hér framhald bréfs Sigurðar, skal rifjaður upp kafli úr riti Einars Ólafs Sveinssonar um handritamálið, Reykja- vík 1959 (23.-24. bls), þá er hann hefur greint frá álitsgerð dönsku nefndarinnar, er lauk störfum 1951: „Nú leið rúmt ár. Það verður að fullyrða, að margir danskir stjórnmálamenn hafi viljað leysa málið, þeirra á meðal þáverandi for- sætisráðherra Hans Hedtoft og menntamálaráðherra Julius Bomholt. En þá gerðist það skyndilega, 5. marz 1954, að danska blaðið Poli- tiken birti „bráðabirgðatillögur" („skitsemæssigt forslag“) dönsku stjórnarinnar um lausn þess. Það var óheppilegt, að málið kom þannig fram á þessu stigi; menntamálaráðherra Islands, Bjarni Benediktsson, hafði varað við þessum tillögum, en hvatt til þess, að Danir öfluðu sér glöggrar vitneskju um afstöðu Islendinga. Samkvæmt tillögunum skyldu íslenzku handritin vera sameign Dana og íslendinga. Tveim vísindastofnunum skyldi komið á fót, annarri í Reykjavík, hinni í Kaupmannahöfn, sem hvor hefði sína stjórn, en sameiginlega yfir- stjórn hefðu þær báðar. Handritunum skyldi skipt eftir efni milli stofnananna, þannig að það, sem helzt varðaði ísland, skyldi vera á íslandi, en það, sem varðaði önnur Norðurlönd, skyldi vera í Kaup- mannahöfn. Ljósmyndir skyldi gera af öllum handritunum, þannig

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.