Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1994, Page 57

Frjáls verslun - 01.10.1994, Page 57
ERLENDIR FRETTAMOLAR EIH ÞUSUND BANKAR ERU Á ÍTALÍU Ríkisstjórn Ítalíu, undir forystu Sil- vio Berlusconi, hefur látið markaðs- öflin ráða ferðinni eftir fall gamla stjórnmálakerfis landsins og hefur þetta m.a. haft áhrif í ítalska banka- kerfinu. Eftir að hönd ríkisvaldsins var sleppt af 2 stærstu bönkum Míl- anó, Banca Commerciale Italiana og Credito Italiano, með einkavæðingu þeirra ’93 og ’94 söfnuðu þeir marg- milljóna dollara sjóðum fyrr á árinu sem talið er að nýta eigi til kaupa hlutdeildar í öðrum bönkum eða jafn- vel til að yfirtaka þá. Lamberto Dini, fjármálaráðherra Ítalíu, telur brýna þörf á sameiningu en u.þ.b. 65% hinna 1000 banka á Ítalíu hafa aðeins eitt eða tvö útibú og meirihluti bank- anna hefur of lítið eigið fé. Risafyrirtækið 3 M: MARKAÐSSETUR SEXTÍU ÞÚSUND VÖRUMERKI L.D. DeSimone, forstjóri banda- ríska fyrirtækisins 3M, hefur þurft að endurskipuleggja rekstur fyrirtækis- ins þar sem efnahagslægð undanfar- inna ára og erfið verðsamkeppni hef- ur tekið sinn toll. Eftir að sala jókst um 60 % á seinni hluta sl. áratugs jókst hún aðeins um 2 % að meðaltali á árunum ’91 til ’93. DeSimone ætlar að snúa tæknigrundvelli fyrirtækis- ins, sem m.a. er þekkt fyrir rann- sókna- og vöruþróunarsvið sitt, frá grunnrannsóknum yfir í vöruþróun en fyrirtækið markaðssetur um 60.000 ólíkar vörur. Hann hefur hvatt til meiri hópsamvinnu innan fyrirtækis- ins til að hraða vinnsluferli vöru frá þróun til markaðssetningar. Tekjur á næsta ári eru áætlaðar um 16 milljarð- ar dollara. DeSimone telur að leiðin að betri vöru byrji með nýjungum og L.D. DeSimone, forstjóri banda- ríska fyrirtækisins 3 M, sem mark- aðssetur yfir 60 þúsund vörur, legg- ur áherslu á nýjungar og rannsókn- ir. búist er við að útgjöld til rannsókna verði 1 milljarður dollara í ár. Um 650 bankar á Ítalíu hafa aðeins eitt eða tvö útibú. Christan R. Viros, stýrir sviss- neska úrafyrirtæki TAG Heur. Hann veit sannarlega hvað klukkan slær. VEIT HVAÐ KLUKKAN SLÆR Verkfræðingurinn Christian R. Viros var ráðinn meðal annarra 1986 til bjargar TAG Heuer-fyrir- tækinu frá gjaldþroti eftir að fjöl- skylda frá Saudi Arabíu hafði fest kaup á því. Nú er fyrirtækið komið í 5. sætið í sölu meðal svissneskra úraframleiðenda en var í 15. sæti fyrir fimm árum. Salan hefur nær þrefaldast á þessum tíma eða í 212 milljónir dollara. „Við viljum verða stofnun,“ segir Viros og segir þá ekki selja úr til að segja fólki hvað tímanum líði, heldur „seljum við ímynd.“ Fyrirtækið eyðir 17% af tekjum í auglýsingar og 8 % til við- bótar í kostun íþróttaviðburða en þrátt fyrir þetta er hagnaður eftir skatta 25% af tekjum. Haft er eftir John Goodall, ritstjóra hjá „Int- ernational Wristwatch" í London að þetta sé saga velgegni þar sem snjallri markaðssetningu sé beitt. 57

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.