Morgunblaðið - 31.03.2001, Síða 1

Morgunblaðið - 31.03.2001, Síða 1
TBL. 89. ÁRG. LAUGARDAGUR 31. MARS 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 31. MARS 2001 OLÍA var farin að menga strendur dönsku eyjanna Bogø og Farø í gær en í fyrrinótt fóru um 1.900 tonn af olíu í sjóinn er flutningaskip sigldi á olíuskip. Þessi hegri var einn af mörgum fuglum, sem urðu olíunni að bráð, en hreinsunarstarfið geng- ur þó vel og líklegt, að skaðinn verði minni en á horfðist um tíma. Hjálpar það til, að veðrið er gott en aftur á móti er hnausþykk olían mjög erfið viðureignar. AP Mengunar- bráð Fimm féllu fyrir byssukúlum í borg- inni Nablus þegar ísraelskir her- menn skutu á Palestínumenn sem voru að kasta grjóti og mólótov- kokkteilum að hermönnunum. Sá sjötti var felldur í borginni Ram- allah. Fjörutíu og sjö Palestínumenn særðust í átökunum. Bæði Palestínumenn og ísraelskir arabar höfðu verið hvattir til mót- mælaaðgerða í gær, þegar 25 ár voru liðin síðan Ísraelsher felldi sex ísra- elska araba sem mótmæltu hertöku arabísks landsvæðis í norðurhluta Ísraels. Heimastjórn Palestínu- manna aflýsti vikulegum kvöldfundi sínum í Ramallah, sem er á Vestur- bakkanum, vegna þess að Ísraelar meinuðu tólf embættismönnum að fara frá Gaza-svæðinu til Ramallah, að því er palestínskir embættismenn greindu frá. Einn helsti samningafulltrúi Pal- estínumanna, Saeb Erekat, gagn- rýndi Bandaríkjastjórn harðlega fyrir að hafa sl. þriðjudag beitt neit- unarvaldi gegn ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að alþjóð- legir eftirlitsmenn skyldu sendir til svæða Palestínumanna. „Það er útlit fyrir að Bandaríkin hafi ákveðið að vernda hersetumenn- ina, það er að segja Ísraela, og virða að vettugi rétt palestínsku þjóðar- innar til alþjóðlegrar verndar,“ sagði Erekat í útvarpsviðtali í Egypta- landi. Felldu sex manns á „degi reiðinnar“ SEX Palestínumenn féllu í átökum við ísraelska hermenn á Vest- urbakkanum í gær þegar minnst var árásar Ísraela á arabíska mót- mælendur árið 1976. Í gær var einnig vikulegur „dagur reiðinnar“ meðal Palestínumanna. Nablus, Gaza, Washington. AFP, Reuters. Reuters Palestínskur drengur sem tók þátt í mótmælum í borginni Ramallah í gær. Hann hefur um mittið eftirlíkingu af sprengjum eins og sjálfs- morðssveitir skæruliða hafa notað í tilræðum gegn Ísraelum. HEIMILDARMENN í Belgrad fullyrtu í gær að Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseti Júgóslavíu, hefði verið handtekinn á heimili sínu og færður í hús dómsyfirvalda í borginni. Að sögn sjónvarps- stöðvarinnar CNN virtist sem Milosevic hefði feng- ið að snúa aftur til bústaðarins eftir yfirheyrslu og verið fagnað af mannfjölda fyrir utan. Sýndar voru sjónvarpsmyndir af honum með fólkinu. Útvarps- stöðin B-92 í Belgrad ræddi í síma við forsetann fyrrverandi um miðnættið að íslenskum tíma. „Ég hef það gott og er að fá mér kaffibolla,“ sagði hann. Sagðist hann aðspurður ekki kippa sér upp við fréttirnar af því að hann hefði verið handtekinn. Opinber tilkynning um handtökuna af hálfu júgó- slavneskra yfirvalda hafði ekki gefin út um mið- nætti í gærkvöldi. Fréttaskýrendur veltu því fyrir sér hvort stjórnvöld í Belgrad hefðu sett á svið handtöku til að geta fullyrt að þau hefðu reynt að hlíta skilyrðum sem Bandaríkjamenn hafa sett fyr- ir því að veita þeim tugmilljóna dollara lán. Þar er sagt að Júgóslavíustjórn verði að „grípa til að- gerða“ gegn Milosevic. Viðbrögð á Vesturlöndum voru víða varfærnisleg meðan beðið var opinberrar tilkynningar um handtökuna og sama var að segja um viðbrögð almennings í Júgóslavíu, fáir voru á götum úti í höfuðborginni. „Ég veit ekki hvað hann er ákærður fyrir en hvað sem því líður er hann ábyrgur fyrir fjöldamörgum hræðilegum hlutum,“ sagði þjóðernissinninn Vuk Draskovic, sem oftast var meðal andstæðinga Milo- sevic, í samtali við BBC snemma í gærkvöldi. Heimildarmenn fullyrtu að tekist hefði að telja Milosevic á að fara með lögreglumönnunum en stjórnvöld hefðu lagt áherslu á að handtakan hefði ekki átök í för með sér. CNN sagði að embætt- ismenn í Washington hefðu fengið örugga staðfest- ingu á handtökunni hjá júgóslavneskum stjórnvöld- um og litið væri á aðgerðina sem mikilvægt skref í rétta átt. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, fagnaði tíðindunum í yfirlýsingu í gær. Fréttamenn sáu bílalest aka að húsi dómsyfir- valda í miðborginni og voru tveir bílanna með skyggðar rúður sem gerði ókleift að sjá hverjir voru í þeim. Sjónvarpsstöð í Belgrad sagði að for- setinn fyrrverandi hefði verið í öðrum bílnum og hafði það eftir lögreglumanni á staðnum. Hundruð stuðningsmanna Milosevic söfnuðust í gærdag saman í auðmannahverfinu Dedinje í Belgrad er fréttir bárust af því að lögregla væri með liðsafnað í grennd við bústað leiðtogans fyrrverandi, sem nú er formaður sósíalistaflokksins. Voru þingmenn úr flokki hans í hópnum. Hafði verið skýrt frá því fyrr um daginn að lögreglubíll, sjúkrabíll og nokkur far- artæki sérsveita á vegum yfirvalda hefðu sést við húsið og var getum leitt að því að handtaka væri í bígerð. Bandaríkjamenn settu á sínum tíma nýrri stjórn lýðræðisaflanna í Júgóslavíu, er tók við síðastliðið haust, frest til 1. apríl til að handtaka forsetann fyrrverandi en hann hefur verið ákærður fyrir stríðsglæpi. Bandaríkjamenn vilja að réttað verði í máli Milosevic hjá alþjóðastríðsglæpadómstólnum í Haag. Vojislav Kostunica, forseti Júgóslavíu, hefur staðfastlega neitað að framselja Milosevic og segir hann að dómstóllinn í Haag sé ekki hlutlaus. Marg- ir landar Kostunica eru honum sammála en sumir vilja tafarlaust framselja forsetann fyrrverandi. Líkur hafa þótt benda til þess að farinn yrði sá millivegur að ákæra Milosevic fyrir fjármálaspill- ingu og aðra glæpi gegn íbúum Júgóslavíu á 13 ára valdaferli hans. Sagður hafa verið hand- tekinn og sleppt á ný Belgrad, Washington. Reuters, AFP. AP Lögreglumennirnir í Belgrad aka öðrum af tveimur jeppum sínum inn á lóð húsakynna dómsyfirvalda í gærkvöldi. Fullyrt var að Slobodan Milosevic væri í öðrum bílnum. Óljósar fregnir af aðgerðum gegn Slobodan Milosevic í Belgrad ÞÝZKA sambandsríkisstjórnin hef- ur beðið yfirvöld í þýzku sam- bandslöndunum sextán að vera viðbúin því að láta bólusetja búfé á svæðum í kringum hvern þann stað sem gin- og klaufaveiki kann að stinga sér niður. Tilkynnti Renate Künast, ráðherra landbúnaðar- og neytendaverndarmála, þetta í gær. „Slíkar neyðarbólusetningar gætu reynzt skynsamlegar til þess að forð- ast að annað eins hryllingsástand skapist og í Bretlandi og til að sýna dýrum mannúð,“ tjáði Künast þýzku fréttastofunni dpa. Þótt grunsemdir hafi vaknað um að gin- og klaufaveiki hafi borizt í dýr á þýzkum búum nálægt Hol- landi, þar sem ellefu tilfelli hafa greinzt, hefur ekkert tilfelli enn ver- ið staðfest í Þýzkalandi. Í Bretlandi virtust stjórnvöld í gær hins vegar vera að bakka frá hugmyndum um að grípa til bólu- setningar vegna gin- og klaufaveik- innar, sem nú hefur verið staðfest á 779 brezkum býlum og sláturhúsum. Útbreiðsla gin- og klaufaveiki Undirbúa bólu- setningu Berlín, Lundúnum. AFP, Reuters. SAMFÉLAGINU stafar nú meiri ógn af tölvuþrjótum en hryðjuverkamönnum af gamla skólanum, að mati Robins Cooks, utanríkisráðherra Bretlands. Cook sagði í ræðu á breska þinginu á fimmtudag að hryðju- verkamenn og undirróðurshópar beindu sjónum sínum í vaxandi mæli að rafeindabúnaði og tölvu- kerfum sem stjórna mikilvægum samfélagsþáttum á borð við sam- göngukerfi og dreifingu vatns og orku. „Árás á tölvukerfi gæti lamað stofnanir samfélagsins á skemmri tíma en hernaðar- aðgerðir,“ sagði Cook. Hann upplýsti að starfsemi bresku leyniþjónustunnar hefði verið endurskoðuð til samræmis við breyttar aðstæður, því nú giltu önnur lögmál en á tímum kalda stríðsins. Stjórnvöld í Bretlandi eru uggandi yfir fyrirhuguðum að- gerðum anarkista og öfga- vinstrimanna, sem hóta að lama starfsemi í fjármálahverfinu í Lundúnum í „and-kapítalískum“ mótmælum í maí. Mótmælaað- gerðir þessara hópa ollu nokk- urri ókyrrð í miðborginni fyrir ári, þegar stytta af Winston Churchill var „skreytt“ með hanakambi úr grastorfi og ráðist var á veitingastað McDonalds- skyndibitakeðjunnar. Þá tókst um sex þúsund mótmælendum að trufla umferð og starfsemi í fjármálahverfinu fyrir tveimur árum. Tölvu- þrjótar að verða mesta ógnin London. The Daily Telegraph.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.