Morgunblaðið - 31.03.2001, Síða 4

Morgunblaðið - 31.03.2001, Síða 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 31. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR tekur á næstu vikum í notkun nýtt tölvu- kerfi, sem mun leysa af hólmi eldra tölvukerfi sjóðsins, og mun Íbúða- lánasjóður þá ekki lengur sækja tölvuþjónustu til Reiknistofu bank- anna. Um er að ræða svonefnt Flex- cube-fjármálahugbúnaðarkerfi, sem verður m.a. notað við innheimtu sjóðsins. Undirbúningur að uppsetningu kerfisins hefur staðið yfir talsvert á annað ár, sem er töluvert lengri tími en stjórnendur sjóðsins gerðu ráð fyrir í upphafi. Að sögn Guðmundar Bjarnasonar, forstjóra Íbúðalána- sjóðs, reyndist viðameira og flóknara mál að skipta yfir í hið nýja tölvu- kerfi en menn höfðu reiknað með. Gunnar Björnsson, formaður stjórnar sjóðsins, segir að prófanir kerfisins og samkeyrsla þess við eldra kerfi sjóðsins hafi staðið yfir að undanförnu en nú sé gert ráð fyrir að eldra upplýsinga- og tölvukerfi sjóðsins verði aftengt að öllu leyti um miðjan næsta mánuð. „Þetta er hins vegar það stórt og umfangsmikið kerfi að við aftengjum ekki gamla kerfið fyrr en við erum alveg hundrað prósent öruggir um að nýja kerfið virki fullkomlega,“ segir Gunnar. Indverskir forritarar við upp- setningu undanfarna mánuði Flexcube-hugbúnaðurinn er fram- leiddur af indverska hugbúnaðarfyr- irtækinu I-Flex Solutions, dótturfyr- irtæki Citicorp. Er hann notaður í fjármálastofnunum víða um lönd og hafa Sparisjóðabankinn og Tölvu- miðstöð sparisjóðanna tekið sams- konar hugbúnað í notkun. Hafa tveir indverskir forritarar verið að störfum hjá Íbúðalánasjóði um margra mánaða skeið við upp- setningu og prófanir á nýja tölvu- kerfinu, að sögn Guðmundar Bjarna- sonar. „Með þessu erum við að fara út úr Reiknistofu bankanna. Meginbreyt- ingin er sú að þetta verður sjálfstætt innheimtukerfi, en við gerum líka ráð fyrir að þessu kerfi fylgi betra upplýsingakerfi fyrir okkur varðandi bókhald og til að halda utan um allar okkar fjárreiður. Við stefnum einnig að því að þetta kerfi og umsóknar- og greiðslumatskerfi okkar geti runnið saman í eitt ferli þannig að það muni auðvelda okkur afgreiðslu og alla umsjón með okkar málum,“ segir Guðmundur. Tölvukerfið var boðið út á árinu 1999 og bárust tilboð frá sex fyrir- tækjum. Gengið var til samninga við Fjárvaka ehf. á Sauðárkróki, sem annast sölu og þjónustu á Flexcube- fjármálahugbúnaðinum hér á landi. Hvorki Gunnar né Guðmundur höfðu upplýsingar um kostnað við nýja kerfið en sögðu að Íbúðalána- sjóður myndi spara verulegar fjár- hæðir með notkun kerfisins. „Við erum að vona að þetta verði ódýrara en eldra kerfi og að við fáum út úr þessu betra upplýsingakerfi og einfaldara kerfi til umsjónar um lánsumsóknir, innheimtu og bókhald þegar upp er staðið,“ segir Guð- mundur. Gunnar tekur í sama streng og segir nýja kerfið nýtast mun betur en eldra kerfi. „Því miður var gamla kerfið þannig byggt upp að öll upp- lýsingagjöf til okkar um stöðu á hverjum tíma hefur verið mjög sein- virk, svo ekki sé meira sagt. Þetta gjörbreytist hins vegar í nýja kerf- inu. Nú eigum við að geta fengið töl- ur samdægurs ef við þurfum á að halda,“ segir Gunnar. Íbúðalánasjóður tekur í notkun indverskt tölvukerfi sem hefur verið á annað ár í hönnun Hætta að skipta við Reiknistofu bankanna SKAGAMENN og nærsveitamenn eru duglegir að nýta sér hinn sér- staka Langasand til hressandi gönguferða. Þar hafa mörg sporin verið stigin og þrátt fyrir kulda og trekk í vikunni voru Skagamenn þar á ferðinni á sandinum hvíta. Morgunblaðið/RAX Létt spor á Langasandi HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær Bergþóru Guðmundsdóttur í 14 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Hallgrími Elíssyni að bana í íbúð að Leifsgötu 10 í júlí í fyrra. Dómurinn sýknaði hana hins vegar af ákæru um að hafa skömmu áður slegið Hallgrím og rænt af honum veski með um 100.000 krónum. Tveir karl- menn sem ákærðir voru fyrir hylmingu með því að taka við hluta af ránsfengnum voru sömuleiðis sýknaðir af þeim ákærum. Dánarmein Hallgríms var kyrking en við krufn- ingu fundust miklir áverkar frá höku og niður að viðbeini. Sérfræðingar í réttarmeinafræði sögðu áverkana þó ekki hafi dregið hann til dauða heldur hefði verið lokað fyrir hálsæðar með þrýstingi þannig að ekkert blóð eða súrefni barst til heilans. Áverkamerki á hálsinum bentu til þess að kyrk- ingin hafi verið gerð með berum höndum. Hall- grímur bar einnig áverka eftir höfuðhögg og var talið hugsanlegt að hann hefði vankast við höggið. Með persónuleikatruflun og skapgerðarbresti Geðlæknir taldi Bergþóru sakhæfa en í áliti hans kemur fram að hún greinist með viss alvarleg ein- kenni persónuleikatruflunar og skapgerðarbresta. Ljóst sé að hún geti verið mjög árásargjörn og jafnvel hættuleg undir áhrifum áfengis, róandi lyfja og eiturlyfja. Bergþóra eigi við mjög alvar- legan fíkniefnasjúkdóm og áfengissýki að stríða. Þá segir í dómnum að slík persónuleikaröskun geti valdið því að hún skipti mjög fljótt skapi, geti orðið reið og heiftug og með léleg raunveruleika- tengsl. Tryllingsleg viðbrögð séu þekkt hjá ein- staklingum með slík einkenni og þekkt að í upp- námi geti þau skaðað bæði sjálfa sig og aðra. Bergþóra neitaði ávallt að hafa orðið Hallgrími að bana. Hún játaði hins vegar að hafa lent í átök- um við hann á dýnu í íbúðinni sem hafi lokið með því að hann skar hana í báðar hendur með gler- brotum. Hún sagði hann hafa verið á lífi þegar átökunum lauk en eftir það hafi annar þeirra sem var ákærður fyrir hylmingu í þessu máli lent í átök- um við Hallgrím. Eftir þau átök hefði Hallgrímur látist. Dómurinn trúði ekki þessari frásögn Bergþóru, framburður hennar um atburði á Leifsgötu 10 væri mjög óstöðugur og ótrúverðugur og samrýmist hvorki framburði vitna né gögnum málsins. Þá hafi blóð frá henni fundist á fötum Hallgríms og á skyrtu Bergþóru. Auk þess taldi dómurinn að Hallgrími hefði verið það ómögulegt að veita henni áverkana á höndum án þess að skerast sjálfur en engir slíkir áverkar fundust á höndum hans. Í dómnum segir orðrétt: „Ákærða var ölvuð og reið út í Hallgrím er hún átti í átökunum við hann. Dómurinn telur áverkana á líki Hallgríms, svo sem brotið barkabrjósk og tungubein sem ákærða var völd að ... sýna að atlaga hennar að Hallgrími var ofsafengin. Þessi viðbrögð hennar koma heim og saman við persónuleikarask- anir í fari hennar.“ Ekki ásetningur í upphafi Dómurinn taldi þó að þegar hún réðst að Hall- grími í upphafi hafi það ekki verið ásetningur henn- ar að deyða hann. Atlagan hafi hins vegar verið svo ofsafengin að háttsemi hennar beri að virða sem ásetningsverk. Bergþóra er tæplega fertug. Hún hefur áður hlot- ið átta refsidóma þar af einn hæstaréttardóm. Dóm- arnir eru fyrir þjófnað, skjalafals, fjársvik og lík- amsárás. Hún hlaut síðast refsidóm í janúar 1999, sex mánaða fangelsi fyrir skjalafals. Frá fangelsisvist í 14 ár dregst samfellt gæslu- varðhald frá 24. júlí sl. Bergþóru var einnig gert að greiða 400.000 krónur í málsvarnarlaun til verjanda síns, Hilmars Ingimundarsonar hrl., auk annars sakarkostnaðar að frádregnum málsvarnarlaunum skipaðra verjenda karlmannanna tveggja sem voru ákærðir fyrir hylmingu, þeirra Arnars Clausen hrl. og Jóhannesar Alberts Sævarssonar hrl. Héraðsdómararnir Guðjón St. Marteinsson sem dómsformaður, Arngrímur Ísberg og Páll Þor- steinsson kváðu upp dóminn. Sigríður J. Friðjónsdóttir saksóknari sótti málið fyrir hönd ríkissaksóknara. Dæmd í 14 ára fangelsi fyrir manndráp á Leifsgötu 10 í fyrrasumar Ofsafengin atlagan talin ásetningsverk LÖGREGLAN á Keflavíkurflugvelli leitar nú bifreiðar af Mazda-gerð sem stolið var frá Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar á Keflavíkurflugvelli hinn 26. mars sl. Eigandinn hafði skilið bifreiðina eftir við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Sjálfur var hann á leið til útlanda en hugðist láta þvo bílinn á meðan hann væri í ferðalaginu. Hann gleymdi hins vegar að skilja lyklana eftir hjá bílageymslufyrirtæki og fékk því eiginkonu sína til að senda lyklana með Kynnisferðum í Leifsstöð. Af einhverjum ástæðum misfórust lykl- arnir þar. Skömmu síðar var búið að stela bílnum af skammtímastæðum við flugstöðina. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á Keflavíkurflugvelli hafa fjölmörg símtöl verið hringd úr bíla- símanum. Símtölin voru öll til út- landa, m.a. til Rússlands, Suður-Afr- íku, Grikklands, Englands og Ung- verjalands. Bifreiðin er ljósbrún Mazda 626, árgerð 1999, með skráningarnúmer- ið YF-468. Þeir sem hafa upplýsing- ar um bifreiðina er beðnir um að hafa samband við lögregluna. Símtöl til útlanda úr bíla- símanum Lögregla leitar að stolinni bifreið VATNSLEKI varð í Húsi Málarans í fyrrinótt en slökkvilið höfuðborgar- svæðisins var kallað út um klukkan fimm. Í húsinu, sem stendur á gatna- mótum Bankastrætis og Ingólfs- strætis, er rekið kaffihús og varð lek- inn á annarri hæð. Að sögn slökkviliðs bilaði vatnstenging í kælitæki með þeim afleiðingum að vatn lak um allt. Á annarri hæðinni var vatn yfir öllu gólfinu en einnig lak eitthvað vatn niður á hæðina fyrir neðan og í kjall- ara. Slökkvilið kom á staðinn með vatnssugur sem það notaði til að hreinsa vatnið upp og tók starfið um eina og hálfa klukkustund. Einhverj- ar skemmdir urðu á húsinu en eftir er að meta hversu miklar þær eru. Vatnsleki í Húsi Málarans ♦ ♦ ♦
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.