Morgunblaðið - 31.03.2001, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 31.03.2001, Qupperneq 18
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 18 LAUGARDAGUR 31. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ VEGAGERÐIN, í samvinnu við Hafnarfjarðarbæ, hefur látið forhanna Reykjanesbraut í Hafnarfirði, frá Sólvangi vestur fyrir Hvammabraut. Alls munu framkvæmdirnar kosta um 1.460 milljónir króna og er hlutur Hafnarfjarðar- bæjar um 220 milljónir króna. Áætlað er að framkvæmdir hefjist um næstu áramót og gerð mislægra gatnamóta við Lækjargötu ljúki á haustmán- uðum 2002. Fyrir rúmum 30 árum var lagður þjóðvegur ofan byggð- ar í Hafnarfirði, Keflavíkur- vegurinn, eða Kanavegurinn eins og Hafnfirðingar kölluðu hann. Með aukinni byggð og bílaeign er umferð um þennan veg nú orðin svo mikil, að hann flytur hana ekki lengur. Í lok árs 1997 skilaði verk- fræðistofan Hönnun skýrslu um legu Reykjanesbrautar um Hafnarfjörð með mislægum gatnamótum. Á kynningar- fundi í Hafnarfirði var þessum tillögum hafnað af fundar- mönnum en fólki stóð ógn af hinni miklu umferð, sem spáð var að yrði á brautinni og því, að hún klyfi byggðina í tvennt. Bæjarstjórn ákvað því að bíða með ákvörðun um legu og út- færslu Reykjanesbrautar um Hafnarfjörð og var henni frestað í aðalskipulagi Hafnar- fjarðar, sem staðfest var í árs- lok 1997. Fyrsta áfanga lokið haustið 2003 Þótt útfærslu brautarinnar væri frestað var þó ákveðið að hún skyldi flytjast úr núver- andi legu frá Læknum, suður og austur fyrir kirkjugarðinn. Á þessum kafla er hún bæði kröpp og brött og eins eru mikil þrengsli milli kirkju- garðs og Hvammahverfis. Vandséð var því, hvernig byggja ætti mislæg gatnamót við Kaldárselsveg eða Hvammabraut. Við færslu Reykjanesbraut- ar suður fyrir kirkjugarð skap- ast rými fyrir mislæg gatna- mót. Í þessum gatnamótum tengjast Öldugata, Kaldársels- vegur og Ásbraut, við Reykja- nesbrautina. Hvammabraut framlengist í núverandi legu Reykjanesbrautar og tengist Öldugötu um hringtorg. Reykjanesbrautin skerst niður í land þannig að í gatna- mótunum heldur Kaldársels- vegur nokkurn veginn núver- andi hæðarlegu. Tvær göngubrýr verða yfir Reykja- nesbraut vestan gatnamót- anna, önnur við Hvammabraut og hin á móts við Álftaás. Í fyrsta áfanga verður einungis ein akrein í hvora átt á þessum kafla en áætlað er að ljúka framkvæmdum haustið 2003. Mislæg gatnamót verða gerð á mótum Reykjanes- brautar, Lækjargötu og Hlíð- arbergs. Þar skerst Reykja- nesbrautin einnig niður í land og Lækjargata og Hlíðarberg tengjast í núverandi hæðar- legu á hringtorgi yfir Reykja- nesbrautinni. Hringtorg verður gert á gatnamótum Lækjargötu og Hringbrautar. Á móts við Sól- vang verður 10 metra breið göngutenging yfir Reykjanes- braut á stokkbút en síðar verð- ur Reykjanesbrautin að mikl- um hluta í slíkum stokk norðan þessa stígs. Samfelldur göngustígur verður meðfram Læknum, undir Lækjargötu og Reykja- nesbraut. Einnig verða undir- göng fyrir gangandi undir Lækjargötu milli Reykjanes- brautar og Ljósutraðar. Nú fer þetta verk í mat á umhverfisáhrifum og í hönn- unarútboð á vegum Vegagerð- arinnar. Áætlað er að allt verk- ið kosti um 1.460 milljónir og af því sé hlutur Hafnarfjarðar- bæjar um 220 milljónir. Áætl- að er að framkvæmdir hefjist um næstu áramót og gerð mis- lægra gatnamóta við Lækjar- götu ljúki á haustmánuðum 2002. Kynning á verkinu verður haldin á almennum borgara- fundi í Hafnarborg, miðviku- daginn 4. apríl næstkomandi, kl. 20:00. Gert hefur verið sér- stakt kynningarefni á mynd- bandi sem fundarmönnum verður sýnt á fundinum. Krist- inn Ó. Magnússon bæjarverk- fræðingur mun kynna fram- kvæmdina og gefinn verður kostur á almennum umræðum. Nærmynd af mislægum gatnamótum á mótum Reykja- nesbrautar, Lækjargötu og Hlíðarbergs. Áætlað er að ljúka framkvæmdum haustið 2003. Tölvuunnin mynd er sýnir færslu Reykjanesbrautar suður fyrir kirkjugarðinn í Hafnarfirði. Forhönnun á Reykjanesbraut frá Sólvangi vestur fyrir Hvammabraut Framkvæmdir hefjist um næstu áramót Hafnarfjörður LEIKSKÓLAR Garðabæjar hafa lokið gerð gæðakerfis, sem nær til flestra þátta í innra starfi allra leikskóla bæjarins. Sveitarfélagið rekur fimm leikskóla, en auk þess að ná til þeirra nær gæðakerfið til einka- rekna leikskólans Kjarrsins sem einnig er í bænum. Höskuldur Frímannsson, frá ráðgjafarfyrirtækinu Afli til framtíðar, sem vann að gerð gæðakerfisins, sagði að gæðakerfið snerist fyrst og fremst um tvennt, þ.e. hvaða fræðslu og þjón- ustu leikskólinn ætlar sér að veita og hvernig hann ætlar að gera það. „Gæðakerfi, hvort sem það er innleitt í fyrirtæki eða leikskóla, snýst um að sýna fram á hvernig við- komandi eining ætlar að standa við þau loforð sem hún gefur,“ sagði Hösk- uldur. „Það er því ekki nóg að segja að leikskólastarfið eigi að stuðla að þroska barnanna heldur verður að sýna fram á hvernig það verður gert og fylgjast með hvernig gengur. Gæða- kerfið er því hjálpartæki fyrir stjórnendur og starfsfólk og gerir starf þeirra markvissara og öruggara.“ Reglulegt mat á starfinu Með gæðakerfinu er lögð áhersla á að tryggja gæði leikskólastarfsins með því að skilgreina hvað á að kenna á leikskólum, hvern- ig, hvers vegna og hvenær. Jafnframt er kveðið á um reglulegt mat á starfinu sem fer m.a. fram með við- horfskönnunum meðal starfsfólks, foreldra og barna. Í Aðalnámskrá leikskóla frá árinu 1999 er lögð sú skylda á stjórnendur leik- skóla að gera skóla- námskrá. Hefur þeirri vinnu nú verið lokið, en sveitarfélagið mun vera með fyrstu sveitarfélögum landsins til að innleiða víð- tækt gæðakerfi með skóla- námskránni. Með gerð gæðakerfisins gengur sveitarfélagið skrefi lengra en til er mælst. Búin hefur verið til sérstök gæðahandbók fyrir hvern leikskóla og er skólanámskráin hluti af henni. Starfsfólk leikskóla Garðabæjar hefur síðast- liðin tvö ár, ásamt leik- skólafulltrúa, unnið að gerð gæðakerfisins undir verkstjórn Jónínu Lár- usdóttur leikskólakennara og Höskuldar Frímanns- sonar. Í gæðahandbókunum er starfi leikskólanna lýst lið fyrir lið. Efnisyfirlit allra handbókanna er eins, en hver leikskóli fyrir sig út- býr eigin vinnulýsingar og námskrá. Í bókinni er t.d. fjallað um það hvernig taka eigi á móti nýjum börnum á leik- skólanum, hvernig bregð- ast eigi við slysi á börnum og hvernig sérkennslu skuli háttað. Þá er fjallað um þjálfun nýs starfsfólks, starfsmannaviðtöl og skipu- lagsdaga. Gæðahandbókinni er skipt í nokkra kafla og í einum þeirra er t.d. fjallað nokkuð nákvæmlega um samskipti við foreldra. Þar er m.a. fjallað um fyrsta foreldraviðtalið, foreldra- fundi og hvernig sam- skiptum við foreldrafélög skuli háttað. Í sérstökum kafla um uppeldisstarf er rætt um þætti eins og deildarnám- skrár, útivist, vettvangs- ferðir, náttúru og umhverfi og menningu og samfélag. Sérkafli er um námskrá elstu barnanna og um sam- skipti við aðrar stofnanir, svo sem grunnskóla, heilsu- gæslu og bókasafn. Garðabær hefur lokið gerð gæðahandbókar fyrir leikskóla bæjarins Morgunblaðið/Kristinn Stuðst verður við nýtt gæðakerfi í leikskólanum, sem nú er að rísa í Ásahverfi, en fyrsta skóflustungan að honum var tekin á síðasta ári. Stuðlað að markvissara starfi Garðabær
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.