Morgunblaðið - 31.03.2001, Page 35

Morgunblaðið - 31.03.2001, Page 35
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MARS 2001 35 Útsölumarkaður GK REYKJAVÍK er í fullum gangi á Skúlagötu 17 útsölumarkaðurinn er opinn alla daga vikunnar frá kl. 12–18 herrafatnaður-dömufatnaður-skór-barnaskór-efni Reykjavik Collection Valentiono Jeans Helmut Lang Day Bruuns Bazaar Calvin Klein Base Ahler Whistles Minus Reiss Jigsaw pom’dap fluxa SÝNING á listaverkum, sem vísa í skírnina, Og sjá, himn- arnir opnuðust þegar Jesú Kristur skírðist, verður opnuð í Grafarvogskirkju í dag, laug- ardag, kl. 17. Sýningin hefur yfirskriftina Og sjá, og munu fimm listakonur vinna með táknmál skírnarinnar í verkum sínum. Dröfn Guðmundsdóttir, myndhöggvari, sýnir skírnar- font úr gleri, messing og stein- steypu. Freyja Önundardóttir, málari, sýnir stórt olíumálverk, Gunnhildur Ólafsdóttir, grafík- listamaður, sýnir tveggja metra há grafíkverk, Hrönn Vilhelmsdóttir, textíllistamað- ur, sýnir stólur og skírnarkjóla og Soffía Árnadóttir, leturlista- maður, sýnir sandblásinn texta í gleri. Allar hafa listakonurnar unnið að myndlist og hönnun í um áratug, haldið einkasýning- ar og tekið þátt í samsýning- um. Sýningin stendur út maí og er opin á sama tíma og kirkjan. List og trú í Grafar- vogskirkju UPPHAF valdaferils nefnist á íslensku kvikmyndin sem sýnd verður í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, á sunnudag, kl. 15. Myndin er rússnesk frá áttunda ára- tugnum, byggð á fyrri hluta skáldsögu Alexeis Tolstoj um Pétur mikla sem komið hefur út í íslenskri þýðingu. Í myndinni segir frá því er Pétur tekur ungur við keisara- tign og lýsir síðan atburðum á fyrstu valdaárum hans. Kom- inn til valda setti Pétur sér strax það aðaltakmark að vinna Rússum aðgengi að opnu hafi og síðan að efla kaupskipaflot- ann og þjálfa menn til siglinga. Leikstjóri myndarinnar er Sergei Gerassimov. Í aðalhlut- verkum eru Dmitrí Zolotúkhín, Tamara Markova, Natalja Bondartsúk, Nikolaj Jermenko og Olga Strzhova. Skýringar á ensku. Aðgang- ur er ókeypis. Pétur mikli í MÍR MÝVATNSSVEIT: Vetur, sumar, vor og haust, nefnist sýning Sólveigar Illugadóttur myndlistarkonu, sem hún opn- ar í Veislugalleríi í Listhúsinu í Laugardal í dag, laugardag, kl. 16. Á sýningunni eru 20 olíu- málverk. Þetta er 15. einkasýn- ing Sólveigar en hún hefur einnig tekið þátt í samsýning- um. Sýningin er opin alla daga, nema sunnudaga, kl. 9–19. Henni lýkur 30. apríl. Málverk úr Mývatnssveit NÚ stendur yfir kvikmyndahá- tíðin Kvikar myndir í MÍR- salnum og Norræna húsinu. Yf- irskrift hátíðarinnar er Pólitík. Laugardagur Norræna húsið: Opið kl. 14– 18. Loft: Frjáls flokkur. Gólf: Áróðursmyndir kl. 15. Ýmsir titlar. Í Gryfju verða sýndar heimildamyndir. Kl. 14: Titicut Fllies eftir Fredrick Wiseman. Kl. 15.30: Painters Paintings eftir Emile De Antonio. MÍR-salurinn: Kl. 20 verður sýnd franska/japanska kvik- myndin Hirosima Mon Amour, frá 1959, eftir Alain Resnais. 90 mín. Kvikar myndir SJÖTUGASTA sýning á verkinu Sjeikspír eins og hann leggur sig verður í kvöld, laugardagskvöld, kl. 20. Leikfélag Íslands frum- sýndi verkið fyrir rúmu ári í Iðnó en sýningin var flutt í Loftkast- alann sl. sumar. Sjeikspír eins og hann leggur sig tekur 97 mínútur í flutningi. Þar er farið á hraðferð í gegnum öll verk skáldsins Williams Shake- speares. Með helstu hlutverk fara Hall- dór Gylfason, Halldóra Geirharðs- dóttir og Friðrik Friðriksson. Morgunblaðið/Þorkell Halldór Gylfason og Halldóra Geirharðsdóttir í hlutverkum sínum. Sjeikspír í 70. sinn ÞORFINNUR Guðnason er eng- inn venjulegur heimildarmynda- gerðarmaður. Hann er vandvirkur, þolinmóður og einstaklega fundvís á forvitnileg umfjöllunarefni af öll- um gerðum og stærðum dýrarík- isins. Fjallar af sömu nákvæmninni og mátulegu fjarlægð um mýs og menn. Landsfrægur fyrir minnis- stæðar heimildarmyndir, nánast fjölskyldumyndir, af villtum dýrum í okkar fátæklega lífríki. Þær eru með því besta sem gert hefur verið á því sviði. Nú færir Þorfinnur sig dulítið of- ar í fæðukeðjunni og beinir linsum sínum að mannlífsflórunni. Staldrar við þar sem flestir hraða sér framhjá. Gægist undir mannlífs- teppið, virðir fyrir sér það brot af þjóðfélaginu sem flestir sópa þang- að undir í umræðunni. Fjallar um rónana, smákrimm- ana, utangarðsmenn- ina sem flest okkar látumst ekki vita af. Þeir eru þarna engu að síður, í sinni sjúsk- uðu neðanjarðarver- öld, með sínum eigin lögmálum, persónum og leikurum. Ástandið er e.k. þegjandi sam- komulag; Við höfum hafnað þeim og þeir okkur. Samfélag þeirra sem orðið hafa utan- gátta í lífsbaráttunni er skrautlegt, þar æg- ir saman öllum manntegundum sem eiga það sameiginlegt að hafa ekki fundið rétta taktinn í lífsdans- inum. Meginviðfangsefni og titil- persóna Lalla Johns, er fimmtugur Íslendingur. Stæðilegur náungi sem minnir, með ábúðarmikinn hattinn á kollinum, tvíræðan svip og hvöss, vakandi augu, á leikara í aukahlutverki í vestra. Vafasaman en ekki alvondan félaga hetjunnar; sögupersónu sem gjaranan er fórn- að fyrir hlé. Þorfinnur rakst á Lalla Johns af tilvilj- un, fyrir fimm árum. Síðan hefur hann fylgst með og filmað öldurót lífsbaráttu mannsins, í stíl, kenndum við Cinema verité. Eitt kunnasta dæmið um slík vinnu- brögð er myndaröðin 7 Up, þar sem breski kvikmyndaleikstjórinn Michael Apted hefur fylgst með hópi nokk- urra Englendinga frá 7 ára aldri til fullorð- insára, og sent frá sér niðurstöðurnar á sjö ára fresti í 28 ár. Líf Lalla er einn óslitinn tröppugangur. Myndin hefst 1997. Lalli Johns (eftirnafnið dregið af vörumerki utanborðsmótora), er nýkominn úr haldi. Nú á ekki að stíga feilspor, byrja nýtt líf. Hann er enginn stórglæpamaður, heldur dæmigerður, íslenskur smákrimmi sem stelur sér til viðurværis. Er búinn að gjalda fyrir óreiðuna með 17 árum ævi sinnar, af síðustu 30. Undir yfirborðinu býr greinilega góð sál, orðin hrjúf og ytra byrðið skrápkennt eftir veraldarvolk síð- ustu áratugina. Lalli hefur sinn sjarma. Hann er kotroskinn, glað- beittur og hress nagli, enn eimir talsvert eftir af góðum húmor sem hjálpar honum í gegnum helvíti dagsins. Hann hefur umtalsvert sjálfsálit: „Ég er flottur,“ segir hann. Það er ódrepandi sannfær- ingarkraftur í röddinni. „Ég er ekki hræddur við neitt – nema sjálfan mig.“ Brynjaður slíkum kjarnorkuvopnum og krónísku kæruleysi, er Lalli Johns langt frá því að gefast upp. Frekar er hann aðalborinn víkingur undirmáls- mannanna. Þorfinnur eltir brokkgengt við- fangsefnið með handhelda mynda- vélina um allar trissur, frá ýmsum sjónarhornum. Lalli kemur víða við þegar sá gállinn er á honum, hjá háum sem lágum. Lengst af að reyna að kría út aur og húsaskjól úr kerfinu. Gengur misvel. Síðan hellist ógæfan yfir. Brennivín, hass og önnur vímuefni verða manninum að fótakefli. Keisarinn og Hraunið. Alltaf sami vítahringurinn. Þorfinn- ur fangar hann sjálfsagt nákvæm- lega einsog hann er klæddur. Í myndarlok höfum við kynnst sér- stökum einstaklingi, annars hefði þessi ófrávíkjanlegi hluti af Íslandi í dag verið afskrifaður með öllu undir teppinu. Manni sem hefur fengið okkur til að hlæja og finna til. Sterkan að sínu leyti, hann hef- ur fundið sín ráð við að bugast ekki í endalausri ógæfu daganna, öm- urlegu lífsmunstri sem hann er ekki bógur til að breyta. Lalli er í þeim þrönga hópi sem kann ekki fótum sínum forráð, hann er og verður fastur þáttur í mannlífinu. Hvað sem tautar og raular. Lalli Johns er snjöll mynd, blæ- brigðarík, óvenjuleg, fræðandi, dramatísk, jafnt sem full af kol- svörtum húmor. Hún skipar sér á sess með Kúreka norðursins, í há- sæti íslenskra heimildarmynda. Á skilið metaðsókn fyrir vönduð vinnubrögð, dæmalausa, skoplega en jafnframt miskunnarlausa inn- sýn í annan heim sem reynt er að þegja í hel og stroka út íbúana. Eftir 90 mínútur höfum við fengið að sjá portrett af einum þeirra sárafáu kynlegu kvista sem enn skrimta í þessu landi allsnægtanna. Sennilega eru þeir best geymdir í spíra. Lífsrimma Lalla Johns KVIKMYNDIR H á s k ó l a b í ó Leikstjóri, handritshöfundur og klipping Þorfinnur Guðnason. Tón- list Miðnes. Lög e. Kamarorghest- ana og Einar Vilberg. Kvikmynda- tökustjórn Þorfinnur Guðnason, Sigvaldi Kárason, Guðbergur Dav- íðsson. Hljóðhönnun Þorbergur Á. Erlingsson. Hljóðklipping Valgeir Ísleifsson. Framkvæmdastjóri Bryndís J. Gunnarsdóttir. Sýning- artími 90 mín. Íslensk heimild- armynd. Birta, Villingur, og Guð- bergur Davíðsson. Árgerð 2001. LALLI JOHNS 1 ⁄2 Sæbjörn Valdimarsson Lalli Johns

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.