Morgunblaðið - 31.03.2001, Page 37

Morgunblaðið - 31.03.2001, Page 37
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MARS 2001 37 Ver› a›eins í dag UM helgina mun Nýkaup hefja samstarf við Blómabúð Kringlunn- ar en samstarfið er fólgið í því að Blómabúð Kringlunnar, sem er í eigu Inga Þórs Ásmundssonar, mun alfarið sjá um blómasölu í Ný- kaupi, bæði framleiðslu á tilbúnum vöndum sem og framstillingar. Boðið verður uppá úrval af til- búnum vöndum í ýmsum verð- flokkum og þá verður einnig boðið uppá ýmsar árstíðarbundnar vörur. Blómvendirnir munu kosta frá 799 og uppí tæplega 4.000 krónur. Þrjá daga í viku; síðdegis á fimmtudögum, eftir hádegi föstu- daga og frá hádegi á laugardögum, mun síðan sérfræðingur vera á staðnum og þá verða settir saman vendir eftir óskum hvers og eins. Þá verður hægara um vik fyrir við- skiptavini að fá skreyttar matar- og ostakörfur frá Nýkaupi. Blómabúð Kringl- unnar sér um blóma- sölu í Nýkaupi GJALDSKRÁ Íslandspósts á ábyrgðarbréfum, sem afhend eru skráðum viðtakanda, hækkaði um allt að 62% frá og með 19. mars sl. Þá urðu til tvær tegundir ábyrgðar- bréfa, annars vegar ábyrgðarbréf af- hent skráðum viðtakanda og hinsveg- ar ábyrgðarbréf afhent á ákvörðun- arstað, sem er nýjung. Hækkunin er mest á ábyrgðar- bréfum skráðum á viðtakanda í lægsta þyngdarflokki, 0-100 g. Gjaldskrá ábyrgðarbréfa sem af- hent eru á ákvörðunarstað eru um 14% hærri en kostnaður við sending- ar ábyrgðarbréfa fyrir 19. mars og er það í samræmi við almennar gjald- skrárhækkanir hjá Íslandspósti. Áskell Jónsson, framkvæmdstjóri markaðs- og sölusviðs, segir stranga afhendingarskilmála, eins og verið hafa á ábyrgðarbréfum, vera kostn- aðarsama og því var ákveðið að láta gamla ábyrgðarbréfið, sem ætíð var skráð á viðtakanda, mæta þeim kostnaði en bjóða í staðinn upp á ódýrari kost. „Síðan farið var að keyra út ábyrgðarbréfin til heimila og fyrir- tækja árið 1999 hefur það oft og tíð- um valdið miklum töfum við afhend- ingu að aðeins skráður viðtakandi bréfsins mátti taka við því en ekki maki eða annað heimilisfólk – nema gegn umboði frá hinum skráða við- takanda. Með tilkomu nýju tegund- arinnar getur sendandi ábyrgðar- bréfa ákveðið hvort einungis megi afhenda bréfið í eigin hendur viðkom- andi aðila eða hvort afhenda megi bréfið þeim sem staddur er á skráðu póstfangi.“ Sent á pósthús ef enginn er heima Ef tilraun til afhendingar tekst ekki, þ.e. enginn er heima, eða ef um er að ræða ábyrgðarbréf afhent skráðum viðtakanda og sá aðili er ekki heima er skilin eftir tilkynning og viðkomandi getur náð í bréfið á næsta pósthús. Til að hægt sé að afhenda bréfið á pósthúsi þarf að framvísa skilríkjum eða umboði hvort sem um er að ræða ábyrgðarbréf afhent skráðum viðtak- anda eða ábyrgðarbréf afhent á ákvörðunarstað. Gulur er litur nýja ábyrgðarmiðans Fyrir hina nýju tegund ábyrgðar- bréfa hefur verið útbúinn nýr ábyrgðarmiði sem er gulur að lit með númeraröð sem byrjar á RA en miði fyrir ábyrgðarbréf afhent skráðum viðtakanda er eins og áður í bláum lit. Ef senda á ábyrgðarbréf til út- landa er einungis í boði ein tegund ábyrgðarbréfa enda er afhendingar- mátinn mismunandi eftir löndum. Ábyrgðarbréf frá útlöndum fást einungis afhent skráðum viðtakanda enda hefur sendanda erlendis þá ekki verið boðin önnur þjónusta. Tvær tegundir ábyrgðarbréfa í boði hjá Íslandspósti Allt að 62% verð- hækkun á gjaldskrá Morgunblaðið/Þorkell Í KJÖLFAR mikillar umræðu um verð á papriku undanfarið hafa sumir kaupmenn lækkað verð á papriku í um og yfir 300 krónur. „Það komst einhver glímu- skjálfti í markaðinn í vikunni og við fylgjum markaðnum,“ segir Guðmundur Marteinsson, fram- kvæmdastjóri hjá Bónus. Kílóið af papriku kostaði þegar opnaði í Bónus í gær 339 krónur en fór skömmu síðar niður í 289 krónur. Hann sagði að fleiri teg- undir hefðu lækkað í verði, ban- anakílóið sem selt var í Bónusi í byrjun viku á 189 krónur var kom- ið niður í 69 krónur í gær, kílóið af tómötum og agúrkum var selt á 199 krónur og appelsínukílóið kostaði 99 krónur. „Þessi verðlækkun kemur í kjöl- far athyglinnar sem paprikuverð hefur hlotið undanfarna daga,“ segir Gísli Sigurbergsson, kaup- maður í Fjarðarkaupum, sem sagði að kílóið af papriku hefði kostað 295 krónur þegar opnað var í gær. Hann sagði á hinn bóg- inn að verð kynni að hækka eða lækka, allt eftir því hver viðbrögð keppinauta yrðu. Sigurjón Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Krónunnar, sagði í gær að þar á bæ muni verðið lækka í takt við markaðinn. „Ég er með paprikukílóið á 349 krónur kílóið í dagsbyrjun en mun fylgj- ast grannt með verðinu hjá sam- keppnisaðilum í dag.“ Í Nettó kostaði paprikukílóið 299 krónur í gær og að sögn Ólafs Inga Gunnarssonar hjá Nettó var óvíst hversu lengi það verð héld- ist. Hann sagði að í Nettó hefðu jarðarber einnig lækkað mikið í verði. Aðrir kaupmenn sem rætt var við í gær fylgdust grannt með markaðnum en voru ekki búnir að lækka verðið á papriku. Kaupmenn keppast við að lækka verð á papriku Kílóverð á papr- iku komið í undir 300 krónur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.