Morgunblaðið - 31.03.2001, Side 39

Morgunblaðið - 31.03.2001, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MARS 2001 39 Spurning: Hvað er iðraólgubólga? Hvernig lýsir hún sér, af hverju stafar hún og er hægt að lækna hana? Svar: Þessi sjúkdómur var áður nefndur ristilerting eða þarmaert- ing en nú er farið að kalla hann iðraólgu (IBS eða irritable bowel syndrome). Iðraólga er talin vera algengasti sjúkdómur í melting- arfærum og hrjáir 15–20% fullorð- inna einstaklinga. Flestir sjúkling- anna eru á aldrinum 20–50 ára og eru konur í meirihluta. Iðraólga er truflun á starfsemi þarmanna sem getur leitt til ýmiss konar sjúkdómseinkenna og óþæg- inda. Algengustu óþægindin eru verkir, uppþemba, vindgangur og breytingar á hægðum (ýmist harð- ar eða linar hægðir). Í þessum sjúkdómi er einungis um starfslega truflun að ræða en engar vefja- breytingar finnast og þetta ástand er hvorki talið auka hættu á sárum, blæðingum, krabbameini né öðrum vefrænum sjúkdómum í melting- arfærum. Lítið er vitað um orsakir sjúk- dómsins en talið er að þarmar og ristill séu óeðlilega viðkvæm fyrir þáttum sem örva starfsemi melt- ingarfæranna eins og mat og lofti í meltingarfærunum, vissum lyfjum og vissum fæðutegundum. Konur hafa oft mest óþægindi nálægt því sem þær hafa blæðingar og þess vegna er talið að hormón hafi áhrif á sjúkdóminn. Margir taka eftir því að matur og streita auka óþæg- indin. Óþægindi eru oft mikil stuttu eftir máltíðir og vegna þess að ósjálfráða taugakerfið stjórnar að hluta til hreyfingum meltingarfær- anna getur streita haft veruleg áhrif á alla starfsemi maga, þarma og ristils. Algengt er að óþægindin lagist við að hafa hægðir. Ef blæðingar frá meltingar- færum, sótthiti, þyngdartap og langvarandi verkir koma fyrir eru það ekki einkenni iðraólgu og verð- ur þá að finna aðrar skýringar. Meðferðin felst í breyttu mataræði og stundum lyfjum í einhvern tíma. Algengar fæðuvenjur sem geta gert ástandið verra eru orkuríkar máltíðir, fita, súkkulaði, mjólkuraf- urðir, áfengi í miklu magni og kaffi. Oft er til bóta að borða lítið í einu, borða trefjaríkan mat og al- mennt að borða holla og fjölbreytta fæðu. Að minnka streituna í lífi sínu getur verið erfitt og margir þurfa til þess utanaðkomandi að- stoð. Stundum þarf að grípa til lyfja og kemur stundum til greina að gefa hægðalyf í stuttan tíma, lyf sem minnka spennu í þörmunum, mild róandi lyf eða þunglyndislyf. Meira um svita Nýlega var svarað spurningu um óeðlilega mikla svitamyndun og mundi spyrjandi óljóst eftir um- fjöllun um þetta vandamál í Morg- unblaðinu þar sem sagt var að taka einhverra tveggja efna gæti hugs- anlega hjálpað. Þessi umfjöllun hef- ur nú fundist og var það frásögn tveggja systra sem löguðust smám saman af nætursvita við að taka kalk og D-vítamín. Ekki veit ég hvort þetta hjálpar öðrum en hér er um að ræða einfalt og ódýrt ráð sem vel má reyna. Við neyslukann- anir hér á landi hefur komið í ljós að margir fá of lítið af D-vítamíni og kalk er nauðsynlegt steinefni, sér- staklega fyrir konur. D-vítamín er einfalt að fá í lýsi og kalktöflur fást í matvörubúðum og lyfjabúðum. Hvað er iðraólga? MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Konur í meirihluta  Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækn- inn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok. Fax 5691222. Einnig geta lesendur sent fyrir- spurnir sínar með tölvupósti á netfang Magnúsar Jóhannssonar: elmag@hot- mail.com. EINFALT blóðpróf kann innan skamms að geta sagt fyrir um hvaða börn eru líkleg til að verða of feit þeg- ar þau fullorðnast, að því er vísinda- menn greina frá. Þegar hafi verið búið til slíkt próf sem virki á tilraunastofurottur, og segi það fyrir um hverjar þeirra verði of feitar ef þær fá að gæða sér ótak- markað á því sem í rottuheimum jafngildir hamborgurum, kartöflu- flögum og grilluðum kjúklingum. Enn á eftir að sýna fram á hvort svona próf muni virka á fólk. En vís- indamenn segjast vera furðu lostnir yfir því hversu svipað lystar- og fitu- söfnunargangverkið sé í rottum og fólki. „Ég held að eitthvað þessu líkt mætti nota á fólk,“ sagði dr. Sarah Leibowitz, við Rockefeller-háskóla í New York. Hún kynnti rannsóknir sínar á fundi vísindasamtakanna Am- erican Association for the Advance- ment of Science 19. febrúar. Rannsóknir hennar beinast m.a. að tengslunum á milli fituríkrar fæðu og fitusöfnunar fólks. Hún og fleiri vís- indamenn telja að of mikil fita í matn- um komi af stað fitusöfnun með því að hvetja líkamann til að geyma nýja fitu og leiði til þess að hann krefjist þess að sífellt meiri fitu sé neytt. Svona kerfi kann að hafa stuðlað að því að fólk lifði fremur af þegar matur var sífellt af skornum skammti, en þegar fituríkur matur og sykurhlaðnir gosdrykkir eru ódýrir og auðsóttir leiðir þetta til út- breiddra offituvandamála. Nýr vandi „Ofgnótt matar er mjög nýtilkom- ið vandamál fyrir mennina, bara á undanförnum nokkur hundruð ár- um,“ sagði dr. Joel Elmquist, við Beth Israel Deaconess-læknamið- stöðina í Boston. „Líkaminn er hann- aður til að geyma eins mikið af orku og mögulegt er.“ Próf sem segir manni hvenær of- fituvandi er yfirvofandi „myndi gefa til kynna hversu miklu maður getur troðið í sig,“ sagði Leibowitz. „Fólk myndi vilja geta fengið aðvörun í tíma.“ Hjá rottum er þetta aðvörun- armerki framleiðsla þríglyseríðs, fitu sem berst með blóðinu. Leibowitz gaf rottum hefðbundið fiturýrt fæði á meðan þær voru að vaxa úr grasi. Þegar þær voru orðnar að meðalstórum unglingum gaf hún þeim eina fituríka máltíð, og mældi síðan magn þríglyseríðs í þeim. Und- ir venjulegum kringumstæðum verð- ur þriðja hver venjuleg rotta að of- fitusjúklingi ef tækifæri gefst. Lebowitz komst að því, að þær rottur sem þríglyseríð jókst mest hjá eftir fituríku máltíðina voru þær sömu og reyndust líklegar til að verða of feit- ar. Leibowitz hefur einkum áhuga á að komast að því hvernig fiturík fæða eykur magn þríglyseríðs, sem kann aftur á móti að setja í gang fitunæm gen djúpt inni í heilanum. Vísinda- mennirnir telja að þríglyseríð, eða eitthvað sem tengist því, komi af stað genum í þeim hluta heilans sem nefn- ist undirstúka. Þessi gen hvetji til ofáts og fitusöfnunar. Þessi gen eru í yfirvinnu í meðal- stórum rottum sem hafa tilhneigingu til offitu, og framleiða mikið af pept- íðum eftir fituríka máltíð. Vísinda- mennirnir komust að því, að dýr með mikið magn af þríglyseríði voru lík- leg til að framleiða lystarhvetjandi efni er nefnast galanín og orexín. Mikið af þríglyseríði truflar einnig getu hormóns er nefnist leptín sem venjulega dregur úr lyst. Hjá kven- dýrum virðist þríglyseríð einnig ýta undir framleiðslu kynhormónanna estrógens og progeteróns, sem aftur á móti valda meiri framleiðslu pept- íða í heilanum. Blóðpróf get- ur leitt í ljós hættu á offitu San Francisco. AP. Gangverk fitusöfnunar er furðulega líkt í rottum og mönnum. Þetta vekur vonir um að unnt verði, með blóðprófi, að segja til um hvaða börn eiga á hættu að verða of feit. ÍSRAELSKIR vísindamenn hafa fundið vísbendingar um það hvernig maður getur gleymt jafnvel því sem maður hafði verið alveg viss um að gleyma aldrei. Þeir nefna þetta „minningaútrýmingu“, og felur í sér að við gleymum hlutum sem ekki skipta lengur máli. Vísindamennirnir komust að því að þetta gerist á frumustigi í heilanum. „Þessi rannsókn markar þáttaskil á sviði minningaendurheimtar,“ segir aðalhöfundur rannsóknarinnar, Yad- in Dudai, á þeim forsendum að hægt væri að hafa áhrif á minningar ef vit- að er hvernig þær eru upphaflega geymdar. Hvert og eitt minningaratvik veld- ur fjölda mólikúlbreytinga, og vís- indamenn sem gerðu rannsóknir á rottum komust að því að þegar minn- ing er fyrst skráð gerist það með öðr- um hætti en þegar það gerist í annað sinn. Dudai segir að heilinn geri greinarmun á þessu tvennu á frumu- stigi. Dudai er prófessor í taugalíf- fræði við Weizmann-vísindastofunina í Ísrael. Að læra eitthvað í annað sinn ger- ist með svipuðum hætti og þegar ein- hverju er gleymt, að því er fram kem- ur í niðurstöðum rannsóknarinnar. „Maður eyðir í raun ekki minning- unni, en við breytum minningunum í huganum.“ Greint er frá niðurstöð- unum í tímaritinu Science 23. mars. Vísbend- ingar um minnistap The New York Times Syndicate. TENGLAR .............................................. Tímaritið Science: http://intl.sciencemag.org

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.