Morgunblaðið - 31.03.2001, Side 42

Morgunblaðið - 31.03.2001, Side 42
42 LAUGARDAGUR 31. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. FRÁLEITAR FULLYRÐINGAR HÆTTA Á TRÚNAÐARBRESTI Eins og mál hafa þróazt eftir aðRannsóknarnefnd flugslysa gafút skýrslu vegna flugslyssins í Skerjafirði síðastliðið sumar virðist hætta á trúnaðarbresti milli almenn- ings og flugmálayfirvalda. Flugmálastjóri hefur sent sam- gönguráðherra svar við bréfi því, sem ráðherrann sendi stofnuninni um síð- astliðna helgi. Þar var farið fram á um- sögn Flugmálastjórnar um skýrslu rannsóknarnefndarinnar og hvort þær ávirðingar, sem þar koma fram, gætu valdið uppsögn samninga ráðuneytisins við Leiguflug Ísleifs Ottesen um áætl- unarflug til Gjögurs og sunnanverðra Vestfjarða. Jafnframt er í gildi samn- ingur heilbrigðisráðuneytisins við LÍO vegna sjúkraflugs. Óskaði heilbrigðis- ráðherra eftir sambærilegri umsögn vegna samninga um sjúkraflug. Í bréfi samgönguráðuneytis var tekið fram að ljóst væri að LÍO hefði ítrekað brotið ákvæði reglugerðar um flutn- ingaflug, svo og ákvæði flugrekstrar- handbókar. Þá sæi ráðuneytið ekki ann- að af skýrslu rannsóknarnefndarinnar en að á flugrekstri LÍO varðandi vélina, sem fórst í Skerjafirði, hefðu verið „verulegir ágallar og augljós ógn við ör- yggi flugfarþega á Íslandi“. Undir þá ályktun geta líklega flestir tekið, sem hafa kynnt sér skýrslu nefndarinnar, en Morgunblaðið hefur m.a. birt stærstan hluta hennar og skýrsluna í heild á netútgáfu blaðsins. Athygli vekur við lestur bréfs flug- málastjóra til samgönguráðherra að þar er erindi ráðuneytisins ekki svarað með beinum hætti. Fyrirspurn ráð- herrans varðar uppsögn samninga en svar flugmálastjóra snýst um það, hvort tilefni sé til þess að svipta við- komandi aðila flugrekstrarleyfi. Hér getur verið um tvö óskyld mál að ræða. Í svarbréfi flugmálastjóra er tekið fram að annars vegar megi segja samn- ingum við LÍO upp, hafi flugrekandinn hlotið dóm vegna vanrækslu í flug- rekstri eða gerzt sekur um alvarlega siðferðilega eða faglega misbresti í flugrekstri. Þá geti ráðuneytið frestað efndum samningsins, lendi flugvélar flugrekandans í óhappi eða flugatviki, sem gæti hafa leitt til dauðsfalls og geti ógilding þessi varað þar til skorið hefur verið úr um hvort flugrekandinn verði sakfelldur. Flugmálastjóri bendir réttilega á að Skerjafjarðarslysið sæti enn lögreglu- rannsókn og hvorki hafi verið gefin út ákæra né kveðnir upp dómar. Hins veg- ar sætir furðu að Flugmálastjórn skuli ekki draga þá ályktun af skýrslu Rann- sóknarnefndar flugslysa að flugrekand- inn hafi gerzt sekur um alvarlega sið- ferðilega eða faglega misbresti í flugrekstri, sem samkvæmt ákvæðum samningsins gefur tilefni til uppsagnar. Flugmálastjórn kemst hins vegar að þeirri niðurstöðu að Leiguflug Ísleifs Ottesen hafi gerzt sekt um „alvarlega vanrækslu á faglegum grundvallar- þætti í flugrekstri“ en dregur enga ályktun af því um hugsanlega uppsögn samninga, ályktar eingöngu að frávik í rekstri fyrirtækisins, sem komið hafi í ljós við úttektir eftir slysið, hafi ekki reynzt nógu alvarleg til að réttlæta það að fyrirtækið væri svipt flugrekstrar- leyfi. Í þessu felst að Leiguflug Ísleifs Ottesen getur haldið áfram almennri starfsemi. Þá kemur í ljós hvort kaup- endur flugþjónustu á frjálsum markaði vilja ferðast með vélum félagsins. Hitt er allt annað mál, hvort hægt sé að bjóða íbúum í einstökum landshlutum á grundvelli samninga, sem opinberir að- ilar hafa gert, að skipta eingöngu við flugfélag, sem hefur orðið uppvíst að „alvarlegri vanrækslu á faglegum grundvallarþætti í flugrekstri“ að mati Flugmálastjórnar. Sama á við um sjúkraflugið. Af skýrslu Rannsóknarnefndar flug- slysa og bréfi Flugmálastjóra virðist einsýnt að álykta sem svo að um alvar- lega siðferðilega og faglega misbresti í flugrekstrinum hafi verið að ræða. Það virðist líka liggja í augum uppi að sterk efnisleg rök eru fyrir því, að slysið í Skerjafirði og opinber rannsókn á því ætti að leiða til þess að ákvæðið í samn- ingnum um frestun á framkvæmd hans í tilviki óhapps eða flugatviks, sem gæti hafa leitt til dauðsfalls, verði virkt. Hinn almenni flugfarþegi verður að geta treyst því, þegar hann sezt upp í flugvél, að öryggi í flugrekstrinum sé tryggt eins og kostur er. Af þeim upp- lýsingum opinberra aðila, sem almenn- ingi eru nú tiltækar, þ.e. skýrslu Rann- sóknarnefndar flugslysa og greinar- gerð Flugmálastjórnar, sem birt var í heild hér í blaðinu í gær, er ekki hægt að draga aðrar ályktanir en þær að í rekstri LÍO hafi það ekki verið raunin. Bregðist yfirvöld flugmála í landinu ekki við því með neinum hætti, ekki einu sinni á þann hátt, að flugrekstur félagsins sæti alveg sérstöku eftirliti í ákveðinn tíma, er ljóst að sá trúnaður, sem nauðsynlega þarf að ríkja á milli al- mennings og þeirra, sem eiga að hafa eftirlit með þessari viðkvæmu starf- semi, brestur. En auðvitað er það sam- gönguráðherra og heilbrigðisráðherra að taka af skarið en ekki embættis- manna. Ísleifur Ottesen, eigandi flugfélags-ins sem við hann er kennt, kallar umfjöllun um flugslysið í Skerjafirði „fjölmiðlafarsa“ í samtali við Morg- unblaðið í gær. „Það er sorglegt hvernig fjölmiðlar hafa farið höndum um þetta mál með algjörlega órök- studdum dylgjum og án þess að hirða um það að leita svara,“ segir Ísleifur. Þessar fullyrðingar eru óskiljan- legar. Opinber nefnd, Rannsóknar- nefnd flugslysa, hefur gefið út skýrslu um flugslysið í Skerjafirði, þar sem fram koma alvarlegar ávirð- ingar á fyrirtækið. Í greinargerð og bréfi Flugmálastjórnar til sam- gönguráðherra kemur aukinheldur fram að fyrirtækið hafi gerzt sekt um vanrækslu. Að því er Morgun- blaðíð varðar hefur umfjöllun blaðs- ins sjálfs byggzt á þessum upplýs- ingum opinberra aðila. Af hálfu Morgunblaðsins hefur frá því að skýrsla flugslysanefndar var birt ítrekað verið leitað eftir svörum hjá Ísleifi Ottesen og samstarfs- mönnum hans við þessum atriðum. Eins og fram hefur komið í fréttum blaðsins hafa hann og aðrir forráða- menn fyrirtækisins enn sem komið er neitað að tjá sig efnislega um þær ávirðingar, sem á það eru bornar. UNGA fólkið virðist laðastað stórmörkuðum ogverslunarklösum en þeirsem komnir eru yfir 35 ára aldur eru íhaldssamari og vilja ekkert með slíkt hafa. Þess vegna er m.a. nauðsyn að poppa upp miðbæ Reykjavíkur, koma þar á auknu lífi og fjöri, ef á að takast að sporna gegn hugsanlegum áhrifum Smára- lindar á verslun þar og mannlíf. Þetta kom fram í erindi Ragnheiðar Sigurðardóttur, Kristínar Sævars- dóttur og Ingvars Baldurssonar sem haldið var í tengslum við aðalfund Þróunarfélags miðborgarinnar á Hótel Borg síðastliðinn fimmtudag og sem fjallaði um áhrif Smáralindar á miðborgina. En hlutverk félagsins er að efla miðborg Reykjavíkur sem miðstöð stjórnsýslu, menningarlífs, verslunar og þjónustu. Fundurinn hófst með öðru fræðsluerindi, þar sem Jóhannes Kjarval, hverfisstjóri miðborgar á Borgarskipulagi Reykjavíkur, fjallaði um skipulagsmál í miðborg- inni og ræddi m.a. um verslunarhús- næði sem stæði nú autt við Laugaveg og víðar. Að því loknu flutti Jakob H. Magnússon, formað- ur Þróunarfélags mið- borgarinnar, ársskýrslu félagsins. Í máli hans kom fram, að í september í fyrra hafi Þróunarfélag- ið tekið saman skýrslu um stöðu verslunar í miðborginni, og væri þetta fimmta árið í röð sem félagið hefði gert slíka samantekt. Í niður- stöðum skýrslunnar komi fram að í miðborginni hafi þá verið 337 versl- anir og hafi þeim fækkað um 3,9% eða um fjórtán frá árinu áður, 1999. Kvosin stæði nánast í stað miðað við árið áður en þar hafi 39 verslanir verið í september 2000 en 40 árið 1999. Við Laugaveg og Bankastræti hafi verslunum fækkað um átta, hafi verið 184 árið 1999 en 176 haustið 2000. Skólavörðustígur stæði hins vegar í stað og hafi gert það und- anfarin fimm ár. Þar hafi verslanir talist 50 en 49 árið áður. Sömu sögu væri að segja um Hverfisgötu; þar hafði fækkað um tvær verslanir; þær hafi verið 28 haustið 2000 en 30 haustið áður, 1999. Heldur hafi verslunum fækkað í hliðargötum við Laugaveg, miðað við mikla upp- sveiflu þar árið 1999, eða úr 48 í 44. „Þegar rýnt er í skýrsluna kemur í ljós, að verslunum í miðborg Reykjavíkur hefur fækkað úr 372 árið 1996 í 337 árið 2000, eða um 9,4% á fimm árum,“ sagði Jakob. „Það er býsna mikið og munar þar mest um Kvosina en þar fækkaði verslunum á þessum fimm árum úr 67 í 39 eða um nær 42%. Fjórar af hverjum tíu verslunum í Kvosinni hafa því lagt upp laupana – eða flutt – á aðeins fimm árum. Athyglisvert er, að fjöldi verslana við Skólavörðustíg og Hverfisgötu stendur í stað allan þennan tíma og verslunum við hliðargötur hefur fjölgað úr 36 í 44, eða um rúm 22%. Verslunum hefur fækkað á þessum fimm árum á Laugavegi og í Bankastræti, úr 191 í 176, eða um 7,9%. „Þetta er athyglisverð þróun og umhugsunar virði. Veitingastöðum hefur fjölgað hratt í miðborginni á síðustu árum og er það vel, en huga þarf að jafnvægi hinna ýmsu þjón- ustuþátta þannig að einn yfirgnæfi ekki aðra eða boli þeim hreinlega burt af stóru svæði. Víða erlendis hópast sömu teg- undir verslana saman við ákveðnar götur eða í sérstökum borgarhverf- um. Þannig styðja þær hver aðra og fólk leggur leið sína í hverfið eða götuna til að skoða eða kaupa ákveðna vöru. Skólavörðustígur er vísir að slíkri götu í Reykj eru saman komnar allmar sérverslanir með listmuni gripi. Verslunum við götu ekki fækkað á síðustu áru fyrir fækkun annars staða gera því skóna að það sé m ars vegna þess að þær sty við aðra með því að vera á s um leið og þær veita hve verðuga samkeppni. Niðurstöður skýrslunnar ir mikilvægi þess að hlúð sé un í miðborginni með öllu um ráðum til þess að hú blómstra á ný sem verslun og þjóni um leið hlutverki miðborg höfuðborgar Ísla betur en verið hefur,“ sagði Eftir að Jakob hafði lok ingi ársskýrslunnar og ön sem fyrir lágu höfðu verið var komið að áðurnefnd þeirra Ragnheiðar Sigurð Kristínar Sævarsdóttur og Baldurssonar sem byggði sem þau höfðu tekið saman Smáralindar á miðborgina eru öll með gráðu í marka flutningsfræði. Gamlar vinnuaðfer duga ekki lengu Í upphafi máls síns sag heiður, að ljóst væri að þj stæði andspænis miklum breytingum. Verið væri a nýja verslunarmiðstöð í Kó tilkoma Smáralindar setti m irtæki í þá aðstöðu að þurf á milli hvort þau ættu að ve á sínum stað, flytja eða hætta. Enn væri ekki út hvaða áhrif Smáralind myn önnur verslunarsvæði en l að mörg fyrirtæki á höfu svæðinu gætu ekki endalau við stóru aðilana, á þeim nó þau gerðu í dag. En með þ Eigendur fyrirtækja í miðbænum hu Sálin í Reykj býr í miðbæn ! +$ + $  $  $  +" +$! +!" +$ ++" , -.    ##/ ##" ##0 ### 1.  '   2   .  '. .  3  .  34   .  * .  % 5.  6-  .  *5-. .  5     .  %7',7 1 - . 4   &          -.    Í haust verður opnuð risastór verslanamiðstöð í Smáralind í Kópavogi. Þróunarfélag miðborg- arinnar hefur látið kanna hver verði líkleg- ustu áhrifin af opnun Smáralindar á rekstur fyrirtækja í miðborg Reykjavíkur. Þar hefur verslunum fækkað stöð- ugt undanfarin ár. Á nýafstaðnum aðalfundi Þróunarfélags miðborgarinnar kom fram, að nauðsynlegt væri að blása a takast að sporna gegn áhrifum verslunarmiðstöðvarinnar Smáralindar í Kópavogi, sem ráðg Verslunum hef- ur fækkað um 10% á 5 árum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.