Morgunblaðið - 31.03.2001, Page 53

Morgunblaðið - 31.03.2001, Page 53
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MARS 2001 53 ✝ Dórothea Sigur-laug Jónsdóttir fæddist á Búðarhóli í Siglufirði 6. maí 1904. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Siglu- fjarðar 24. mars síð- astliðinn. Foreldrar Dórotheu voru Guð- laug Gísladóttir, f. 20. feb. 1880, d. 14. júní 1966, og Jón Jó- hannesson, f. 2. júlí 1878, d. 16. okt. 1953, og var hún næstelst tíu barna þeirra. Dórothea giftist 22. nóvember 1925 Einari Ás- grímssyni frá Nefstöðum í Fljót- um. Þau stofnuðu heimili á Siglu- firði og bjuggu þar meðan báðum entist líf, en Einar lést á heimili þeirra 5. okt. 1979. Dórothea og Einar eignuðust sjö börn: 1) Jón, f. 31. jan. 1926, kvæntur Guðrúnu H. Valberg og eiga þau fimm börn, átta barnabörn og tvö barna- barnabörn. 2) Ásta, f. 14. maí 1928, gift Páli Gunnólfssyni og eiga þau tvo syni, átta barnabörn og tíu barnabarnabörn. 3) Ás- grímur, f. 7. nóv. 1929. Hann hefur alltaf búið með móð- ur sinni. 4) Guðlaug, f. 29. mars 1932, d. 10. júní 1999. Henn- ar maður var Sigur- jón Jóhannesson, f. 21. des. 1925, d. 18. des. 1970. Börn þeirra eru fimm, barnabörn eru þrett- án og barnabarna- börn eru fimm tals- ins. 5) Sólveig, f. 14. júní 1934, gift Helga Einarssyni og eiga þau fjórar dætur og sjö barnabörn. 6) Brynjar Óli, f. 17. sept. 1936, d. 27. júní 1984. Kona hans var Guðrún Ólafsdóttir og eignuðust þau þrjú börn og tvö barnabörn. Brynjar átti dóttur fyrir. 7) Stella Minný, f. 9. feb. 1940, gift Páli Gunnlaugs- syni og áttu þau sex börn, en misstu son sinn, Gunnlaug, í júní 1988. Barnabörnin eru átta. Hinn 21. mars sl. fæddist 100. afkom- andi Dórotheu, af þeim fjölda eru sjö látnir. Útför Dórotheu fer fram frá Siglufjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Morgunninn 24. mars sl., á fjórða degi sem ég er stödd á Siglufirði, heilsar með stillu og frosti. Sólin sendir geisla sína yfir bæinn. Svona getur bærinn minn tekið á móti mér, eins og hann og sólin séu að verma mig á erfiðri stundu. Ég er komin til að vera við sjúkrabeð móður minnar, sem er að kveðja þetta jarðlíf tæp- lega 97 ára gömul. Efst í huga mér er þakklæti. Hún var góð móðir sem fórnaði sér fyrir börnin og barna- börnin, og gladdist yfir velgengni þeirra þegar góðum árangri var náð. Veganesti úr foreldrahúsum var gott. Kærleikurinn var mömmu leið- arljós í lífinu. Hún var trúuð kona, og þegar erfiðleikar voru hjá mér fann ég að bænirnar hennar gáfu mér styrk og ég var öruggari. Móðir mín var minnug og fróð um gamla daga, þróun staðarins, fólkið sem byggði bæinn og þá atburði sem urðu á þeim árum. Ég enda þetta með þakklæti frá mér og sonum mínum, Herði og Ein- ari, Páli tengdasyni, ömmubörnum mínum og langömmubörnum, þau eldri heimsóttu hana en þau yngri þekkja hana af öllum frásögnunum. Þegar ég sagði litlum ömmudreng að hún væri dáin sagði hann að nú færi amma til Guðs og góðu engl- anna. Blessuð veri minning móður minnar, Dórotheu Jónsdóttur. Ásta Einarsdóttir. Elsku amma mín nú er komið að kveðjustund. Síðustu árin hafa verið þér erfið svo og okkur öllum sem þótti svo undur vænt um þig. Nú þegar ég kveð þig minnist ég allra góðu stundanna okkar saman. Ég fæddist inn á heimilið þitt á Grund- argötu og ég hlaut nafnið þitt. Þú og Lauga frænka sáuð svo vel um mig þetta 1 ár þegar mamma var á spít- alanum. Ég og Mamma áttum svo heima hjá þér fyrstu 5. árin mín. Eftir að ég fluttist í Hafnarfjörð kom ég á hverju sumri og hélt því áfram allt til fullorðinsára. Margar af mínum bestu minningum eru frá þessum sumrum hjá þér, afa og Bóbó og eru mér sérlega minnis- stæðar þær stundir þegar við sátum saman í eldhúsinu og þú sagðir mér sögur af því þegar þú varst að alast upp, margar af þessum sögum man ég enn þann dag í dag alveg ljóslif- andi því þú varst alveg einstaklega góður sögumaður og svo fróð um alla hluti. Þú sagðir mér frá svo mörgu skemmtilegu eins og frá því þegar rafmagnið kom fyrst, þegar byrjað var að verka síld á Siglufirði og þegar þú varst að læra mat- reiðslu hjá Tines. Ég man líka svo vel eftir matnum þínum, þú varst al- ger meistarakokkur. Einnig varstu sérlega gestrisin og tókst alltaf svo vel á móti fólki.Þú varst líka einstak- lega umhyggjusöm og hafðir alltaf góðar gætur á manni þegar maður var í heimsókn hjá þér, ég man svo vel eftir þér standandi úti á palli að fylgjast með. Minningarnar eru svo margar að þær myndu fylla heila bók, ég geymi þær í hjarta mér til minningar um þig þar til við hittumst aftur. Takk fyrir allt elsku amma. Megi góður Guð lýsa veginn þinn. Þín nafna, Dóróthea Elísa. Hún er látin, elskuleg tengdamóð- ir mín Dóróthea. Hún hefði orðið 97 ára á þessu ári. Það er hár aldur á konu sem kornung byrjaði að vinna erfiðisvinnu eins og tíðkaðist þá. Þeir lifðu af bara þeir allra hraust- ustu. Ég man þegar ég sá Teu fyrst fyrir einum 42 árum. Lítil og grönn en fasmikil kona. Hún var að koma heim í kaffi. Hún vann mikið úti með heimilinu og langan vinnudag. Það þýddi ekki annað, til að hafa í sig og á. Það var mikil vinna á sumrin í síldinni og ekki spurt um vinnutíma. Tea eins og hún var kölluð var ein- stök kona, líf hennar snerist um heimilið, börnin sín og barnabörn. Allt hennar líf snerist um aðra. Hún taldi sig aldrei þurfa neitt fyrir sjálf- an sig. Var vön alla sína löngu ævi að hlúa að öðrum, passa að hafa nóg að borða, eiga alltaf eitthvað í skápnum til að stinga upp í lítinn anga sem kom í heimsókn til ömmu sinnar, en þau voru mörg börnin sem voru meira og minna hjá ömmu sinni. Árið 1925 í nóvember giftist Tea, Einari Ásgrímssyni. Einar lést 5. október 1979. Þau eignuðust 7 börn. Tvö þeirra eru látin, Brynjar og Guðlaug. Ég hef oft hugsað um hvernig fólk fór að því að koma stórum barnahópi til vits og ára þeg- ar þessi gríðarlega fátækt var. Það hafa verið margar andvökunæt- urnar hjá mæðrunum en þetta hafð- ist með dugnaði og samheldni. Þar fór alltaf konan, móðirin fremst í flokki sívakandi um hag fjölskyldu sinnar. Tea var alla sína ævi á Siglu- firði, hún kunni og mundi alla sögu Siglufjarðar út og inn. Þetta hafði hún frá föður sínum Jóni Jóhann- essyni gríðarlega fróðum manni, þau voru afar samrýnd, hún mundi allt frá því hún var lítil telpa. Það var ánægjulegt að hlusta á hana segja frá æsku sinni, þar kenndi margra grasa. Tea fór aðeins tvisvar sinnum á ævinni til Reykjavíkur. Hún var viðstödd þegar við giftum okkur, ég og Sólveig dóttir hennar, það var mikil ánægja að hafa hana hjá okk- ur. Eftir að Einar maður Teu lést héldu þau Ásgrímur sonur hennar, heimili saman. Þau voru afar sam- rýnd og hann var einstaklega góður við móður sína.Stella yngsta dóttir Teu og fjölskylda hennar, sem bú- sett eru á Siglufirði, hafa hugsað sérstaklega vel um móður sína og eiga þau miklar þakkir skilið. Það er gott fyrir fjarstadda ættingja að vita að vel er hugsað um ásvini þeirra á erfiðum stundum. Það eru fjögur ár síðan Tea fór á Sjúkrahús Siglu- fjarðar. Þar var einstaklega vel hugsað um hana, hlýlegt og gott starfsfólk og á það þakkir skilið. Ég, Sólveig og börnin okkar þökkum þér samfylgdina, Tea mín, og ég veit að góður Guð tekur vel á móti þér. Ég votta ástvinum samúð mína. Helgi Einarsson. DÓROTHEA SIGUR- LAUG JÓNSDÓTTIR ✝ Guðný SvavaGísladóttir fædd- ist á Hlíðarenda í Vestmannaeyjum 11. janúar 1911. Hún lést á Heilbrigðis- stofnun Vestmanna- eyja 25. mars síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Guðný Einarsdóttir hús- móðir og Gísli Jóns- son útvegsbóndi frá Arnarhóli. Svava átti fjögur yngri systkini, Salóme, Óskar Magnús, Ein- ar Jóhannes og Kristínu Þyri, en þau eru öll látin. Svava giftist á fyrsta vetrar- dag 1935 Óskari Pétri Einars- syni, lögregluþjóni frá Búðarhóli í A-Landeyjum, f. 11. janúar 1908, d. 13. maí 1978. Foreldrar hans voru Einar Nikulásson, bóndi á Búðarhóli, og Valgerður Oddsdóttir húsfrú. Svava og Ósk- ar bjuggu nær allan sinn búskap í Stakkholti, Vestmannabraut 49, og eignuðust þau sex börn: 1) Guð- nýju, f. 1.6. 1935, gift Páli Sæmunds- syni og eiga þau fjögur börn, 2) Val- gerði Erlu, f. 24.5. 1937, gift Friðriki Ásmundssyni og eiga þau þrjú börn, 3) Gísla, f. 19.6. 1939, kvæntur Kristínu Haralds- dóttur og eiga þau þrjú börn, 4) Reb- ekku, f. 23.10. 1941, d. 26.10. 1971, var gift Ara Pálssyni, sem lést 4. febrúar sl., þau áttu þrjú börn, 5) Sigurbjörgu Rut, f. 22.9. 1946, gift Atla Einarssyni og eignuðust þau tvö börn og 6) Einar, f. 7.1. 1952, og á hann fimm börn. Barnabörn Svövu og Óskars eru alls 20, barnabarnabörn eru 25 og eitt barnabarnabarnabarn. Útför Guðnýjar Svövu fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyj- um í dag og hefst athöfnin kl. 16. Elsku amma og langamma. Okkur langar til að kveðja þig með fáeinum orðum og þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við geymum í harta okkar, góða og létta skapið þitt, hlát- urinn og óborganlegu orðatiltækin þín munum alltaf. Þú varst einstök amma og langamma og við söknum þín öll sárt en þökkum jafnframt fyrir að hafa fengið að hafa þig hjá okkur svona lengi og að börnin okkar fengu líka að kynnast þér. Við biðjum góðan Guð að geyma þig og varðveita í þínum nýju heim- kynnum. Guðný Svava, Sigurður og börn, Sigrún Olga og börn, Styrmir, Hófý og börn. Elsku amma mín, nú ertu loks kominn í fangið á afa Óskari, ég sé ykkur fyrir mér saman líkt og við eldhúsborðið í Stakkholti bæði bros- andi og hamingjusöm. Þegar ég lít til baka er mér efst í huga þakklæti fyr- ir það sem þú og afi gáfuð mér. Þið tókuð mig að ykkur haustið eftir gos þá tólf ára peyi sem hafði í raun hvergi höfði sínu að halla. Og ég var hjá ykkur meira og minna alveg þar til ég fór suður í nám 19 ára gamall. Fyrir höfðuð þið Guðnýju systur og hefði einhverjum þótt það nóg eftir að hafa skilað sínum eigin börnum og það sex börnum til manns að fara þá að taka að sér fyrst eitt og síðan ann- að barnabarn. En afi tók ekki annað í mál en að ég kæmi að Stakkholti til ykkar því hann þoldi ekki að sjá flækingin sem var á litla nafna sín- um. Betri sál en afi Óskar hefur ekki staldrað við í þessum heimi held ég. En í upphafi fannst þér alveg nóg að hafa eitt barn og láir það þér engin og tók það smábaráttu að hjá afa að koma sínu fram en hún hefur lengi við Stakkholtið verið kennd þrjóskan og með henni vann afi. En við urðum fljótt góð saman og þegar afi dó varð ég húsbóndinn á heimilinu og ég veit að þér fannst gott að hafa okkur hjá þér en það leyndi sér aldrei að þér þótti jafnvænt um okkur sem við værum þín eigin börn. Minningarnar úr Stakkholtinu eru mjög svo skemmtilegar því þar var nánast alltaf slegið á létta strengi og mikill erill oft á tíðum af alls kyns fólki og skemmtilegum karakterum. Mikið hlegið og skrafað. Enda er varla til neitt minningarbrot með þér, amma, þar sem þú ert ekki bros- andi og létt í fasi. Það var alveg dásamlegt hvað þú gast fundið upp af nöfnum á samferðafólk þitt og fjölskyldu og nánast enginn slapp hultur frá einhvers konar nafngift sem mikið er búið að hlæja að í gegn- um tíðina. Mig kallaðir þú „Úgga lalla“ og ein skemmtileg saga er þeg- ar ég var að læra í Völundi og þú hringdir og spurðir um mig. Sá sem var til að svara þér þurfti nokkrum sinnum að hvá við nafninu en var fljótur til þegar hann fattaði við hvern þú áttir og kom hlaupandi fram í sal og öskraði „Úggi lalli, Úggi lalli, amma þín er í símanum“ og það varð allt vitlaust af hlátri, þetta var Hallgrímur Tryggva og það er rétt hægt að ímynda sér hvort maður hafi ekki fengið að heyra þetta lengi á eftir. En eitt er víst að þú skilaðir þínu ævistarfi nánast tvöfalt og skil- ur eftir þig þennan skemmtilega Stakkholts-húmor sem allir afkom- endur þínir verða að burðast með meira og minna, mökum sínum og samferðarmönnum til mikillar ar- mæðu. Enda fór maður vel skólaður út í lífið frá Stakkholtinu af símaati og alls kyns hrekkjum sem maður nam af þér. Ein er sagan af þér og Guðnýju þegar þú veifaðir einhverj- um ólansömum bílstjóra á Hafnar- fjarðarveginum í Gosinu og hann þorði ekki annað en að stoppa og lík- lega ekki séð eftir neinu sem því, því þú lést hann rúnta um allan Hafn- arfjörð, því þið voruð ekki klárar á áfangastaðnum og það endaði með því að mannræfillinn var orðinn rauður af óþolinmæði og reiði þegar hann hálfrak ykkur út úr bílnum þegar þið loksins funduð húsið eftir langan akstur. Ekki er hægt að sleppa því að minnast á Magga á Hvannó sem var tíður gestur í Stakkholti en hann var yfirleitt ekki velkominn ef hann var „mjúí“ nema hann hefði eitthvað góðgæti með sér og þá helst „Appó og Konnsí“ sem þér þótti afar gott. Og eitt sinn þegar hann kom og var í eitthvað annar- legu ástandi sagðir þú við Guðnýju að þú værir ekki heima en ef hann væri með eitthvað nammi þá ætti hún að taka við því hjá honum. Þú varðst þeirrar blessunar að- njótandi að vera heilsu hraust nánast öll þau 90 ár sem þú lifðir og hélst þínu létta fasi alveg til loka. En að leiðar lokum vil ég þakka þér fyrir allt og allt, elsku amma mín, þú munt verða í mínum huga sem amma og mamma og í minningunni ávallt hress og skemmtileg. Guð blessi þig og varðveiti því ég veit að þið afi eruð hjá honum. Þinn Óskar. GUÐNÝ SVAVA GÍSLADÓTTIR SMÁAUGLÝSINGAR DULSPEKI Huglækningar/heilun Sjálfsuppbygging. Samhæfing líkama og sálar. Áran. Fræðslumiðlun. Halla Sigurgeirsdóttir, andlegur læknir. Uppl. í síma 553 8260 f.h. ÝMISLEGT Fjölskyldur og fyrirtæki! Viðskipta- og lögfræðingur að- stoða við rekstrarráðgjöf, gjald- þrot, fjármál, bókhald og samn. við lánardrottna. Fyrirgreiðsla og ráðgj. 11 ára reynsla. S. 698 1980. TILKYNNINGAR Sálarrannsóknarfélag Íslands Sálarrannsóknar- félagið Sáló 1918— 2000, Garðastræti 8, Reykjavík Umbreytingafundur Við viljum minna á umbreytingar- fundinn í dag með Diane Elliott kl. 17.00 í Garðastræti 8. Skúli Lórenzson miðill verður með einkafundi þriðjudaginn 3. apríl og Bjarni Kristjánsson fimmtudaginn 5. apríl. Athugið að bóka sem fyrst. SRFÍ. FÉLAGSLÍF Svölur Munið félagsfundinn í Síðumúla 35 þriðjudaginn 3. apríl kl. 20. „Anna og útlitið“. Stjórnin. Sunnudagsferð 1. apríl kl. 10.30 Gönguferð út í busk- ann. Um 3 klst. auðveld ganga. M.a. skoðaður fallegur foss. Spennandi óvissuferð. Verð 1.400 kr. f. félaga og 1.600 kr. f. aðra. Frítt f. börn m. foreldrum sínum. Brottför frá BSÍ. Mánudagur 2. apríl kl. 20.00. Myndakvöld í Húnabúð, Skeifunni 11. Sýndar myndir af Skælingum og Strútsstíg. Skoðið heimasíðu: utivist.is . Skíðagönguferð á Holtavörðu- heiði 1. apríl kl. 9.00, fararstjóri Sigríður H. Þorbjarnardóttir, verð 3.200 fyrir félagsmenn, 3.500 fyrir aðra. Páskaferðir í Landmanna- laugar, Þórsmörk og á Arnar- vatnsheiði. Bókið tímanlega á skrifstofu FÍ. Söguslóðir Njálu með Arthúri Björgvini Bollasyni föstudag- inn langa, heimsókn og hádeg- isverður í Sögusetrinu á Hvols- velli. Takið þátt í spurningaleikn- um á heimasíðu FÍ. Dagsferðar- miði dreginn út í hverri viku. www.fi.is, textavarp RUV bls. 619.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.