Morgunblaðið - 31.03.2001, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 31.03.2001, Qupperneq 54
MINNINGAR 54 LAUGARDAGUR 31. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Tryggvi Gunn-arsson fæddist í Miðey í Vestmanna- eyjum 29. apríl 1916. Hann lést á Hraun- búðum, dvalarheim- ili aldraðra í Vest- mannaeyjum, 22. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Gunnar Marel Jóns- son, skipasmíða- meistari í Vest- mannaeyjum, f. 6. jan. 1891 í Framnesi, Hraunshverfi á Eyr- arbakka, d. 7. maí 1979, og Sigurlaug Pálsdóttir, f. 20. mars 1892 í Nýjabæ, Hvals- nesi, d. 23. apríl 1976. Alsystkini Tryggva eru 1) Páll Óskar, f. 21.4. 1914, d. 10.10. 1976. 2) Guð- rún Olga, f. 26.4. 1915, d. 25.10. 1925. 3) Eggert, f. 13.6. 1917, d. 24.2. 1920. 4) Rannveig Hulda, f. 2.8. 1918, d. 3.12. 1918. 5) Guð- munda, f. 30.6. 1920. 6) Eggert, f. 4.9. 1922, d. 4.1. 1991. 7) Guðni Kristinn, f. 25.10. 1925, d. 10.7. 1984. 8) Jón, f. 2.12. 1927. 9) Svava, f. 5.2. 1929. 10) Þorsteinn, f. 1.11. 1932, d. 23.5. 1958. 11) Þórunn, f. 7.3. 1939. Hálfsystkini Tryggva eru 12) Margrét Theó- dóra, f. 1.11. 1911, d. 28.4. 1991. 13) Ingvar Valdimar, f. 10.11. 1910, d. 25.8. 1928. 14) Ásta Rut, f. 26.1. 1914, d. 6.12. 2000. Tryggvi tók mótorvélstjóra- próf í Vestmannaeyjum 1937. Hann var vélstjóri á Erlingi II 1937–1945, vélstjóri á togaranum Elliða- ey sem bæjarsjóður átti og gerði út. Hann var útgerðar- maður og vélstjóri á mb. Erlingi VE 295 frá 1950–1976, Brú- arfossi 1976–78 og vann hjá Fjarhitun Vestmannaeyja 1978–91. Tryggvi var einn stofnenda Vélstjórafélags Vestmannaeyja 1938 og formaður félagsins 1940–50 og síðar heiðursfélagi. Hann var bæjarfulltrúi 1954–1958 fyrir Sósíalistafélag Vestmannaeyja og formaður þess síðustu árin. Hann var ritstjóri og ábyrgðar- maður Eyjablaðsins í mörg ár. Eftirlifandi kona Tryggva er Ólafía Sigurðardóttir, f. 15. ágúst 1916 í Vestmannaeyjum. Börn þeirra eru: 1) Sigurður Helgi, flokksstjóri hjá Reykjavík- urborg, f. 29.9. 1937, maki Ágústa Erla Andrésdóttir, börn þeirra eru Tryggvi, Ágúst Ingi, Andrés Þorsteinn, Ólafía Ósk og Sigurður. 2) Gunnar Marel, f. 27.11. 1945, vélstjóri, maki Hulda Sigurðardóttir, börn þeirra eru; Þorsteinn, Drífa, Tryggvi og Inga Rós. Barnabarnabörn Tryggva eru 15. Útför Tryggva fer fram frá Landakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Þegar ég mætti til vinnu á Hraun- búðir, dvalarheimili aldraðra í Vest- mannaeyjum, fimmtudaginn 22. mars sl. átti ég ekki von á öðru en að hitta tengdaföður minn, hann Tryggva, við morgunverðarborðið eins og flesta aðra morgna. En áður en til þess kom kvaddi hann þennan heim.Tryggvi var hægur og rólegur maður og oft sat hann afsíðis og gluggaði í góða bók. Og ef ég innti hann eftir innihaldi bókarinnar stóð ekki á honum að útlista fyrir mér efnið og það í smáatriðum. Undanfarin misseri var Tryggvi stundum lagður inn á sjúkrahús vegna veikinda. Við komuna á sjúkrahúsið var honum tekið opnum örmum af starfsfólki sem bauð hann velkominn, jú það þekkti þennan ljúfa og góða mann. Tryggvi hafði þann kost að segja einstaklega skemmtilega frá. Hann sagði mér sögur frá lífsbaráttu al- þýðunnar í Vestmannaeyjum hér á árum áður, sjóferðum sínum um heimsins höf, sókn og sigrum á lífs- leiðinni. Hann átti sinn sess í pólitík- inni, þar sátum við þétt á sama bekk. Þegar barnabörnin voru ung og Tryggvi, afi þeirra, var við góða heilsu fór hann með þau í ævintýra- ferðir um Heimaey, sendi með þeim flöskuskeyti, smíðaði kassabíla og gelluvagna. Hann var mjög barngóð- ur og börn hændust að honum. Hann var með eindæmum hirðusamur. Áður en kallið kom bað hann mig að fara í gegnum möppur sem hann átti og ef eitthvað væri áhugavert, að koma því á Skjalasafn Vestmanna- eyja. Eitt af því sem fór á safnið voru sendibréf frá móður Tryggva er hún skrifaði 1932, er Tryggvi var ung- lingur í sveit. Ég hef ekki lesið fal- legri bréf, hvernig hún umvafði hann kærleika með fallegum orðum og góðum óskum. Svo sannarlega skulu þessi bréf varðveitast. Jafnframt lýsti hún fyrir honum mannlífinu í Eyjum á þessum tíma. Tryggvi var mér afar góður. Ég missti föður minn þegar ég var barn og ég held ég hafi heldur litið á hann sem föður en tengdaföður. Tryggvi hefði orðið 85 ára 29. apríl nk. og vor- um við Lóa tengdamamma farnar að ræða veisluhöld í tilefni dagsins. Tryggvi og Lóa hafa verið vinmörg, eignast góða og trausta vini í gegn- um tíðina. Þegar Tryggvi var ungur var hann í siglingum. Í einum túrn- um hitti hann norskan mann er Thorbjörn hét. Þeir hittust aðeins þennan eina túr, en á hverjum ein- ustu jólum kom kort frá Noregi, og kort fór til Noregs. Það eru kannski sjö eða átta ár síðan jólakortin hættu að berast. Alltaf spurði ég tengda- pabba hvort kortið frá Noregi væri komið. En jólin sem þau hættu að berast sagði Tryggvi: „Nú hlýtur vinur minn, hann Thorbjörn, að vera farinn, traustur vinur þar.“ Nú er Tryggvi horfinn á braut, hans er sárt saknað af fjölskyldunni. Ég þakka þér, minn kæri, alla þína góðvild og kærleika. Samstarfsfólki mínu öllu á Hraun- búðum þakka ég góða umönnun tengdaföður míns. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífs- ins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, Og gæfa var það öllum, er fengu að kynn- ast þér. (Ingibj. Sig.) Hulda Sigurðardóttir. Mig langar að minnast afa míns Tryggva Gunnarssonar með nokkr- um orðum. Afi var mér reyndar miklu meira sem pabbi en afi og var samband okkar alla tíð mikið og náið. Þegar ég fór að muna eftir mér var hann rétt rúmlega fertugur og starfaði sem vélstjóri á eigin bát, Erlingi VE 295. Ég var ekki hár í loftinu þegar hann fór að fara með mig niður í bát og reyndar tók hann mig iðulega með sér svo til hvert sem hann fór. Ég er hans fyrsta barnabarn og ber að auki nafn hans. Ég held að ég megi segja að alla tíð hafi ég verið í miklu uppáhaldi hjá afa og var hann lærifaðir minn í mörgu. Ég minnist þess þegar ég var lítill strákur að hann fór með mig í verslun og keypti handa mér fyrsta reiðhjólið sem ég eignaðist. Það var stór dagur í lífi mínu. En ekki lét afi minn þar við sitja heldur lánaði mér einnig fáein- um árum síðar fyrir fyrstu skelli- nöðrunni. Ég byrjaði sjómennsku mína með afa 16 ára gamall á Erlingi og við vorum samskipa þegar hann lauk sinni sjómennsku á Brúarfossi árið 1977. Afi var alla tíð góður vélstjóri og var hann annálaður fyrir mikla snyrtimennsku um borð í bát sínum. Það hefði mátt halda að vélarrúmið í Erlingi væri frekar sótthreinsuð skurðstofa en vélarrúm í gömlum fiskibát. Hægt var að spegla sig í öll- um rörum og allt var í röð og reglu. Á heimili afa og ömmu var verkstæði í kjallaranum sem eins og annað sem hann kom nálægt var vel skipulagt og snyrtilegt. Þar var gífurlegt safn af alls kyns verkfærum. Hvorki fyrr né síðar hef ég komið inn á eins glæsilegt verkstæði. Það má segja að á verkstæði afa hafi ég alist upp að stórum hluta. Hann leyfði mér að ganga í allt eins og ég ætti það sjálf- ur. Á þeim árum sem mótorhjól áttu hug minn allan var oft mikið um að vera á verkstæðinu hans afa. Þar komu oft saman 15–20 peyjar til að spá og spekúlera og gera við eitt- hvert motorhjólið sem hafði bilað. Þegar afi kom niður og sá allan hóp- inn sagði hann brosandi með sinni góðlátlegu röddu um leið og hann nuddaði saman höndunum: „Nei, er Nöðruklúbburinn mættur?“ Síðar þegar ég fór að smíða skipslíkön byrjaði ég að sjálfsögðu heima hjá honum. Hann hafði mikið gaman af því að fylgjast með smíðunum og eins og alltaf aðstoðaði hann mig við að leysa úr ýmsu sem upp kom. Það var gott að geta borið undir hann allt milli himins og jarðar og fengið hans álit og ráðgjöf. Það er óhætt að segja að afi minn Tryggvi Gunnarsson hafi spilað stórt hlutverk í lífi mínu og ég, Sigurður Árni og Kristín Erla eigum eftir að sakna hans sárt. En mestur er þó söknuður ömmu sem staðið hefur við hlið hans í yfir 60 ár. Elsku afi, takk fyrir allt og góða ferð til þinna nýju heimkynna. Ég veit að þar munt þú sitja með bros á vör og horfa niður til okkar í hvert skipti sem við hugsum til þín. Tryggvi Sigurðsson. Hann föðurafi minn, Tryggvi Gunnarsson, er látinn og ég sakna hans sárt. Ég fékk aldrei að kynnast móð- urafa mínum því hann lést langt um aldur fram og þess vegna var Tryggvi afi minn AFI. Ég held ég hafi ekki borið eins mikla virðingu fyrir nokkrum manni. Afi var svip- sterkur, glettinn, einstakur sögu- maður, hafði sérstakt lag á börnum, laghentur og orðlagður fyrir ein- staka umgengni og snyrtimennsku í vélarrúminu, en vélstjórn varð ævi- starf ásamt útgerð. Orðskrúð eða sýndarmennska var ekki stíllinn hans afa og ég veit að hann vill ekki að eftirmæli um hann séu færð í þannig stíl. Ég geri mitt besta. Í mínum æskuhuga var heimur afa í kjallaranum á Strembugötunni. Verkstæði hans í kjallaranum bar vott um smekkvísi og skipulag gamla mannsins. Allt í röð og reglu. Þetta var næst því að komast í Guðs ríki – myndin af Stalín á veggnum vottaði reyndar annað, en undirstrikaði hvar afi stóð í pólitíkinni. Ég fékk að njóta þess hversu mik- ill þúsundþjalasmiður afi var. Gellu- vagn, kassabíl og ýmislegt fleira smíðaði hann fyrir mig. Allra skemmtilegustu minningar mínar um afa eru sögurnar hans, afi var algjör sagnabrunnur. Frásagn- arstíllinn var hnitmiðaður, allt sett í rétt samhengi, ekkert óþarfa orða- gjálfur en hrynjandin mögnuð og sögupersónurnar stóðu sem ljóslif- andi fyrir manni. Og þegar hámark- inu var náð stappaði afi niður fæti eða sló á lærið og hló og þá var ekki annað hægt en að hrífast með. Oftar en ekki fékk ég að heyra söguna um meistara Þórberg Þórð- arson. Afi var á Alþýðusambands- þingi í Reykjavík fyrir Vélstjóra- félag Vestmannaeyja, sem hafði verið mikið í sviðsljósinu á þessum tíma fyrir kröfugerðir sínar. Einn morguninn, þegar þingið stóð yfir, fór afi í morgungöngu niður að höfn. Þar hitti hann tvo góða kappa, þá Sigurð Guðnason, formann Dags- brúnar, og Þórberg Þórðarson, og tók þá tali. Meistari Þórbergur spurði afa hvort það væri satt og rétt sem hann hefði lesið í Morgun- blaðinu að vélstjórar í Vestmanna- eyjum heimtuðu hærri hlut en starfsbræður þeirra annars staðar á landinu. Afi svaraði því til að hann teldi svo ekki vera. Þá leit Þórbergur á afa og sagði: ,,Já, auðvitað, það er allt lygi sem stendur í Morgun- blaðinu.“ Saga ættarfleysins, sem svo er kallað innan fjölskyldunnar, Erlings VE 295, sem gekk í erfðir innan ætt- arinnar, er samofin sögu afa. Ég bað afa aftur og aftur að segja mér sög- una um ótrúlega björgun bátsins úr Meðallandssandi 1931. Báturinn var smíðaður í Friðrikssundi í Dan- mörku 1930 og þrír Danir sigldu skipinu til Íslands. Ekki tókst betur til en svo að þeir keyrðu bátinn á Flýjafjöru á Meðallandssandi 2. okt. 1930. Áhöfnin gekk í land og að næsta sveitabæ. Báturinn lá í fjör- unni þar til í júní eða rúmt hálft ár. Gunnar Marel, pabbi afa, og Sig- hvatur Jónsson keyptu flakið og fengu afa og fleiri menn til þess að undirbúa björgunaraðgerðir. Afi áréttaði að engar vélgröfur eða aðr- ar vinnuvélar væru á þessum slóðum og því fengu landmenn að moka sandinum frá bátnum með hand- skóflum í fjörunni. Sliskjum komu þeir undir hann og sterkum vír var brugðið um hann. Vélbátnum Góu VE 244 var bakkað upp í fjöru, slef- vírinn var gefinn út og keyrt fulla ferð frá fjörunni með Erling í togi. Þannig var Erlingur VE dreginn af strandstað í einum rykk. Þessu lýsti afi öllu í smáatriðum enda þótti þetta magnað afrek á sínum tíma. Erling- ur VE þjónaði ættinni og Vest- mannaeyjum í 60 ár og reyndist mik- il happafleyta. Afi bætti því oft við að hann gerði sér ferð til Friðrikssunds 1990 til þess að skoða staðinn þar sem Er- lingur var smíðaður. Afi hitti þar gamlan „skipstömrer“, Henrý Buch, 80 ára. Hann hafði unnið við smíði Erlings á sínum tíma og bað kærlega að heilsa skipinu. ,,Bara klappa hon- um aðeins á framstefnið,“ sagði Henrý gamli og það gerði afi að sjálf- sögðu við heimkomuna. Afi ferðaðist víða og fór m.a. nokkrar ferðir austur fyrir járntjald. Árið 1955 lenti hann í sendinefnd hjá Alþýðusambandinu sem fór til Moskvu og suður á Krímskaga. Afa fannst einna eftirminnilegast úr þeirri ferð hve höfðinglegar mót- tökur þeir fengu hjá Rússum. Til dæmis stóð hádegismaturinn frá tólf til fimm og þá var að leggja sig smá- stund og fara í kvöldmat! Afi var í bæjarstjórn fyrir Sósíalistaflokkinn eitt kjörtímabil og tók virkan þátt í pólitísku starfi. Afi og Ási í bæ voru þar drifkraftar og afi sagði margar sögur af Ása enda var hann engum líkur. Einhverju sinni voru þeir að hringja út auglýsingar í jólaútgáfu Eyjablaðsins. Ási í Bæ var ekkert að skafa utan af því og hann ávarpaði kaupmenn og fyrirtækjaeigendur með þessum orðum: ,,Ert þú tilbúinn að styrkja alheimskommúnismann?“ Afi var ótrúlega hirðusamur. Ég fékk leyfi til þess að grúska í blöðum og möppum frá afa og þar er margt merkilegt að finna. Til að mynda fundargerðarbækur og fleira sem tengist sögu vinstrimanna í Eyjum og ýmislegt fleira sem ég hef lofað sjálfum mér að taka saman og skrifa um seinna meir. Takk, afi minn, fyrir allt. Blessuð sé minningin um einstak- an mann. Þorsteinn Gunnarsson. Ég kveð þig í dag, afi minn, en eft- ir lifa góðar minningar um þig. Þú hafðir góðan mann að geyma sem birtist helst í því hve barngóður þú varst, þú hreinlega ljómaðir þegar börn voru annars vegar og lékst við þau eins og þú værir sjálfur barn og naust þín svo innilega. Þú varst líka svo skemmtilegur, alltaf að finna eitthvað sniðugt að gera fyrir þig og krakkana og svo kunnirðu svo marg- ar skemmtilegar sögur frá því þú varst ungur sem þú hafðir gaman af að segja okkur. Frásagnarhæfileiki þinn var einstakur, sögurnar urðu ljóslifandi, svo magnaðar og lifandi voru frásagnir þínar með tilheyrandi handahreyfingum og glettni. Ég hef alltaf verið svo stolt af þér, afi minn, hvar sem ég hef komið, hef ég oft og iðulega fengið að heyra hvað þú varst góður maður og ein- stakur í öllu því sem þú tókst þér fyr- ir hendur. Þótt langt sé um liðið síð- an þú settist í helgan stein hafa menn enn orð á því hve góður vél- stjóri þú varst og að aldrei hefðu þeir komið í eins glæsileg vélahús og þar sem þú varst vélstjóri. Að heyra þetta kom mér aldrei á óvart, þetta einungis undirstikaði það sem ég þá þegar vissi, þú varst undraverður þegar vélar og tæki voru annars veg- ar. Gamli Chevroletinn þinn var allt- af eins og nýr og mikið af þínum verkfærum og tækjum var aldeilis komið til ára sinna en samt sem áður í fínasta standi vegna þess að þú hugsaðir alltaf svo vel um allt sem þú áttir. Það kom auðvitað okkur hinum til góða því aldrei komum við að tóm- um kofanum hjá þér þegar við þurft- um að laga eitthvað, þú áttir alltaf allt sem þurfti. Síðustu ár áttir þú við veikindi að stríða sem voru þér erfið. Þú gast því ekki sinnt þínum hugðarefnum og það gerði þig dapran. En núna ertu frjáls úr fjötrum líkamans og þér líð- ur vel á nýjum og betri stað og það er huggun mín í sorg minni. Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns? (Kahlil Gibran.) Þín Drífa. Þessi fallegu sálmavers koma upp í hugann þegar við nú kveðjum bróð- ur okkar Tryggva. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Með þessum orðum kveðjum við bróður okkar og vottum eftirlifandi eiginkonu og fjölskyldu okkar inni- legustu samúð. Einnig viljum við þakka starfsfólki Hraunbúða í Vestmannaeyjum ein- staklega góða umönnun og kærleika í hans garð á liðnum árum. Systkinin. Genginn er fyrir ætternisstapann minn góði vinur, Tryggvi Gunnars- son, vélstjóri. Fljótlega eftir að við hjónin fluttum til Vestmannaeyja haustið 1970 kynntumst við þeim hjónum Tryggva og Lóu, og er skemmst frá því að segja að góður vinskapur varð fljótt með okkur. Tryggvi var um margt sérstakur maður, frábær fagmaður sem allt lék í höndunum á varðandi tækni- hliðar hans starfs. Vélar fyrstu bátanna sem hann annaðist eru nú á söfnum vítt og breitt um land og þykja forngripir miklir, „Tuxham“, eins og tveggja strokka og sögðu „tug tug“. Og ekki nóg með það heldur komu kringlóttir reykhringir upp um skorsteininn við hvert ,,tug“. Merki Vinnslustöðvarinnar sýnir þetta ljóslega. Svo mikill sjáandi véla og þeirra hlutverks var Tryggvi að hann var ávallt búinn að laga tilheyrandi vél- arhlut áður en bilunar varð vart, og minnir á vinnuferli flugvirkja ára- tugum síðar. Þó að maður hefði heimsótt Tryggva í vélarrúmið í kjól og hvítt, hefði ekki fundist kusk eður gróm á þeim skartklæðum, svo mikið var hreinlætið. Tryggvi var ekki tiltakanlega mikill vinur íhaldsins og var oft grátt silfur eldað í þeim viðskiptum. TRYGGVI GUNNARSSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.