Morgunblaðið - 31.03.2001, Síða 56

Morgunblaðið - 31.03.2001, Síða 56
MINNINGAR 56 LAUGARDAGUR 31. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sveinn Tómas-son fæddist í Vestmannaeyjum 24. nóvember 1934. Hann lést á Sjúkra- húsi Vestmannaeyja 25. mars síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Tómas Sveins- son vélstjóri frá Sel- koti undir Eyjafjöll- um, f. 14 ágúst 1903, d. 20. apríl 1988, og Líney Guðmunds- dóttir frá Hvamms- koti á Skagaströnd í Vestur-Húnavatns- sýslu, f. 23. des. 1901, d. 7. febrúar 1997. Systkini Sveins eru Anna Tómasdóttir, f. 28. apríl 1931, og Guðmar Tómasson, f. 6. apríl 1933, d. 26. júlí 1967. Sveinn kvæntist 30. des. 1954 eftirlifandi eiginkonu sinni, Ólöfu Dóru Sigurðardóttur Waage, f. 2. febrúar 1935. Foreldrar hennar 1951 og vélstjóraprófi 1954 og stundaði sjómennsku á fiskibátum til ársins 1975. Hann hóf sama ár nám í handsetningu í prentsmiðj- unni Eyrúnu í Vestmannaeyjum og tók sveinspróf vorið 1979. Sveinn var lengi í stjórn Vél- stjórafélags Vestmannaeyja og formaður fulltrúaráðs verkalýðs- félaganna um skeið. Hann var mikill áhugamaður um hnefaleika og önnur íþróttamál og var for- maður Íþróttafélagsins Þórs 1958–1959. Hann starfaði mikið fyrir Leikfélag Vestmannaeyja og lék þar fjölmörg hlutverk. Sveinn var formaður Vestmannaeyja- félagsins Heimakletts 1978 og næstu ár. Hann var varabæjar- fulltrúi 1962 og 1965–66, bæjar- fulltrúi 1978–1985 og forseti bæj- arstjórnar Vestmannaeyja 1978– 1982. Sveinn starfaði sem prentari til ársins 1989 en 1. mars sama ár tók hann við útsölustjórastarfi ÁTVR í Vestmannaeyjum og gegndi því starfi þangað til hann lést. Útför Sveins fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. voru Aðalheiður I. Ólafsdóttir frá Butru í Fljótshlíð, f. 22. sept. 1914, d. 19. nóv. 1995, og Sigurður Ó.E. Waage frá Litla- Kroppi í Borgarfirði, f. 14. júlí 1907, d. 7. mars 1942. Börn Sveins og Ólafar eru: 1) Aðalheiður Ingi- björg, f. 7. apríl 1954, gift Stefáni Geir Gunnarssyni og eiga þau tvo syni, Svein Guðmar og Gunnar. 2) Geir Tómas, f. 19. maí 1956, kvæntur Ástu Kristínu Reynisdóttur og eiga þau tvö börn, Svein og Leu. 3) Sigurður Óskar, f. 13. júní 1959, kvæntur Pálínu Jóhannesdóttur og eiga þau þrjá syni, Hafliða, Sigurð Óskar og Ólaf Halldór. 4) Guð- mundur Þór, f. 21. mars 1967. Sveinn lauk gagnfræðaprófi Mig langar í örfáum orðum að minnast Sveins Tómassonar svila míns, sem hún Ólöf kynnti mig fyrir fyrir rúmum 45 árum. Margs er að minnast, elsku Svenni minn. Það var alltaf svo mikið líf í kring- um þig, hvort sem það var í söng eða sögulestri. Þær voru ófáar sögurnar sem þú last fyrir okkur þegar þú komst í bæinn eða við til Eyja, svo vel var lesið að maður sá þetta allt svo ljóslifandi fyrir sér. Hjartahlýja þín var einstök, það sýndi sig best hvað börnin mín og barnabörn sóttu í þig enda varstu alltaf kallaður Svenni frændi eða afi af þeim yngstu. Dagarnir voru taldir þegar ég fór með krakkana til þín og Ólafar á sumrin. Við eig- um erfitt með að trúa því að þú skulir vera farinn, en þetta er víst það sem við öll eigum sameiginlegt en erum aldrei tilbúin að sætta okkur við. Svenni minn, ég veit að það verður tekið vel á móti þér hinum megin. Ég geymi minninguna um góðan vin. Elsku Ólöf mín, Guð styrki þig og fjölskyldu þína í sorg ykkar. Guðný Hulda Waage. „Sól sól skín á mig, ský ský burt með þig.“ Það eru tæpir tveir mánuðir síðan þú varst að rifja þetta lag upp með mér og sagðir mér að ég hefði alltaf sungið þetta fyrir þig þegar ég var lítil. Það var og er alltaf mikill spenningur þeg- ar ferðinni er heitið til Eyja. Já, ég var nú ekki há í loftinu þegar ég byrjaði að líta upp til þín. Ég meira að segja gerði þig að bæj- arstjóra Vestmannaeyja og stóð lengi vel alveg föst á þeirri mein- ingu að þú værir það, ég tala nú ekki um þegar ég stillti vinkonum mínum upp fyrir framan sjónvarp- ið til að sýna þeim fræga fólkið mitt Svenna og Öllu leika í gam- anmyndinni Nýju lífi. Lund þín var létt og þú varst hrókur alls fagnaðar hvar sem þú komst. Ekki var það sjaldan að þú söngst Grettisrímur og mun ekk- ert okkar gleyma því þegar þú skelltir þér upp á borð og veittir okkur óborganlega skemmtun á ættarmótinu á Litla-Kroppi í sum- ar. Ekkert okkar grunaði þá að þú værir með þennan banvæna sjúk- dóm sem síðan sigraði að lokum. Kæri Svenni, þú kvaddir þennan heim allt of fljótt og nærveru þinn- ar verður sárt saknað. Elsku Ólöf mín og fjölskylda, ég vona að þið fáið huggun harmi gegn. Megi Guð vera með ykkur. Kveðja. Guðrún Hulda Waage. Elsku Svenni, ég vil kveðja þig með örfáum orðum. Það er ekki margt sem ég man frá minni æsku en ég gleymi aldrei ferðunum til Vestmannaeyja þegar við vorum að heimsækja þig og Ólöfu frænku. Á kvöldin last þú fyrir okkur þjóðsögur og ævintýri og mikið fannst mér gaman að sitja og hlusta á þig því þú last svo skemmtilega og svo lastu stundum eina sögu til og þá var sko gaman. Ég fæ ennþá sting í magann er ég hugsa til þeirra stunda og ég hef enn mjög gaman af þjóðsögum og ævintýrum. Þú hefur alltaf tekið vel á móti mér þegar við höfum hist og vil ég þakka þér það og góðu samverustundirnar. Ég bið þess að guð og allir englarnir taki vel á móti þér. Elsku Ólöfu, Öllu, Tomma, Sigga, Gumma og fjölskyldum þeirra votta ég mína dýpstu samúð og bið guð að veita þeim styrk í þessari raun. Ragna Berg. Vel sé þér, vinur, þótt víkirðu skjótt Frónbúum frá í fegri heima. Ljós var leið þín og lífsfögnuður, æðra eilífan þú öðlast nú. (Jónas Hallgr.) Kæri vinur og frændi. Hver hefði trúað því þegar við hittumst síðast á Landspítalanum gamla, að það væri kveðjustundin? Þú hafðir aftur öðlast eðlilegt litaraft frá því að við sáumst síðast og það vakti vonir um, að það væri batavon. Þú hafðir hins vegar óskað eftir því, að verða fluttur heim í Eyjarnar fögru, þar sem þú varst fæddur og uppalinn og þar sem þú hafðir eytt allri þinni ævi. Sá flutningur hafði verið ákveðinn næsta dag. Hvort þú hafir þá þegar vitað, að hverju stefndi, veit enginn nema þú og Guð einn. En eitt er víst, þú vildir enda þína vegferð þar sem þú hófst hana. Ég hef þekkt Svein Tómasson frá því að ég man fyrst eftir mér. Móðurbróðir og fósturfaðir minn, Guðjón, og bróðir hans, Tómas, faðir Sveins, voru meðeigendur að útgerð vélbátsins Ver VE-318, mikilli happafleytu, ásamt bræðr- unum Jóni, sem var skipstjóri á bátnum, og Karli Guðmundssonum frá Goðalandi í Eyjum. Við vorum því ekki háir í loftinu þegar við fórum að snudda í kringum út- gerðina. Auk þess var ég heima- gangur á heimili foreldra Sveins, þeirra Línaeyjar Guðmundsdóttur og Tómasar Sveinssonar, á Faxa- stíg 13 í Vestmannaeyjum. Þar átti ég ávallt góðu atlæti að mæta meðan þau lifðu. Sveinn var fjórum árum eldri en ég og á yngri árum leit ég svo upp til hans, að ég trúði öllu sem hann sagði. Þó ekki alveg. Sveinn var mikill Þórsari en ég hafði hins vegar bitið það í mig, að ég ætlaði að verða Týrari og þar við sat. Ef til vill var það upphafið að því sem síðar varð. Árið 1948 flytjum við til Reykja- víkur.Það varð þó ekki til þess, að upp úr slitnaði hjá okkur Sveini, því um það bil tveimur eða þremur árum síðar kemur hann í bæinn og er nú að fara á námskeið í kjöt- vinnslu hjá Þorbirni í Borg sem þá rak umfangsmikla kjötbúð við Laugaveginn. Meðan á námskeið- inu stóð dvaldi Sveinn hjá okkur. Þá upphófst mikil hátíð hjá mér, að fá þennan uppáhaldsfrænda minn í heimsókn. En Adam var ekki lengi í Paradís. Einn daginn, þegar Sveinn kemur af námskeið- inu, er hann með blaðabunka undir hendinni sem hann fer þegar að blaða í og er svo upptekinn af að lesa, að hann má varla vera að því að eiga orðastað við mig. Þetta vakti auðvitað forvitni mína, svo ég spyr hvaða bókmenntir það sé, sem hann sé að glugga í, þá réttir hann mér eitt tímaritið, ég lít á forsíðuna og það heitir þá Soviet Union. Þá sprakk blaðran. Ég sem aðeins hafði verið andstæðingur hans í íþróttum, þar sem ég var Týrari, var nú orðinn andstæðing- ur hans í pólitík líka. Ég var sem sé orðinn sannfærður sjálfstæðis- maður en hann gallharður sósíal- isti. Og nú upphófust rökræður og rifrildi sem entust allar nætur sem eftir lifðu námskeiðsins. Annar fór ólesinn og ósofinn í skólann að morgni og hinn ósofinn á nám- skeiðið. Ekki varð þetta þó að vinslitum, nema að síður sé. En aldrei höfum við hist síðan nema slegið hafi í pólitíska brýnu. Og ótalin verða þau símtöl sem átt hafa séð stað okkar á milli um pólitík. Ég tel að á undanförnum árum hafi eðlislæg stríðni okkar beggja átt drýgstan þátt í þessum umræðum og þær farið að mildast verulega, hafi raunverulega nokkur alvara búið undir. Eitt sinn sagði Sveinn mér, að vinur hans hefði sagt, að ekki væri hægt að ræða við hann um trúmál þar sem hann væri kommúnisti og þar af leiðandi trúlaus. Ég spurði hann hvort það væri rétt. Hann svaraði því til, að það væri hvort tveggja rangt. Í því sambandi vil ég benda á, að undanfarin ár hefur Sveinn, ásamt félögum sínum í Leikfélagi Vestmannaeyja, lesið Passíusálma Hallgríms Pétursson- ar á föstudaginn langa í Landa- kirkju. Það staðfestir svar hans. Við Ólöf og fjölskylda okkar vilj- um að leiðarlokum þakka Sveini Tómassyni einlæga vináttu og trú- festi í gegnum árin og biðjum al- góðan Guð að varðveita sál hans að eilífu. Jafnframt biðjum við Guð að blessa Ólöfu og fjölskyldu þeirra og gefa þeim styrk í þeirra miklu sorg. Hilmar E. Guðjónsson. Sveinn Tómasson, einn af okkar mætu sonum Eyjanna, er nú fall- inn frá en hann átti við illvígan sjúkdóm að stríða í nokkurn tíma og hafði háð hetjulega baráttu þar sem hann varð að lúta í lægra haldi, líkt og svo margir. Sveinn var bæjarfulltrúi 1978– 1986, varabæjarfulltrúi 1962 og 1965–1966 og einnig sat hann í bæjarráði Vestmannaeyja 1978– 1985. Starfi forseta bæjarstjórnar gegndi hann á árunum 1978–1982. Hann var einkar dyggur Eyja- maður og bar ætíð hagsmuni Eyjanna fyrir brjósti og var mjög áhugasamur um velferð staðarins og framgang hinna ýmsu bæjar- mála. Þá minnumst við margra skemmtilegra takta hans á leik- sviðinu með Leikfélagi Vest- mannaeyja en þar fór að margra mati snillingur í leikrænni túlkun. Rödd hans var sérlega hljómmikil og barst jafn vel til allra gesta leikhússins. Hið sama gilti er hann tók þátt í söngskemmtunum en þar fór hann oftar en ekki á kost- um og sérstaklega er lög Fats Domino voru færð til flutnings. Ekki skal látið hjá líða, að geta einstakrar færni við upplestur sagna og ljóða við margháttuð tækifæri, og eftir var tekið, er hann flutti Passíusálmana í Landa- kirkju ásamt félögum sínum úr leikfélaginu. Verður ekki annað sagt en flutningur Sveins hafi jafn- an vakið verðskuldaða athygli. Sveinn var einlægur fylgismaður ÍBV og mikill áhugamaður um íþróttamál bæjarins. Það er mér til efs, að hann hafi misst af fót- boltaleik hjá ÍBV-liðinu um árabil og ávallt í hópi félaga sinna „Hóls- aranna“. Líkt og margir Ís- lendingar átti hann sitt uppáhalds- lið á Bretlandseyjum og þar átti Chelsea hug hans allan. Á kveðjustund vil ég f.h. bæj- arstjórnar Vestmannaeyja þakka Sveini Tómassyni fyrir farsæl og óeigingjörn störf í þágu byggð- arlagsins um leið og ég sendi Ólöfu eiginkonu hans, börnum, barna- börnum og öðrum ættingjum mín- ar innilegustu samúðarkveðjur. Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri. Það er norðanátt og kalt í Eyj- um. Við höfum um tíma átt í vök að verjast og nú er höggvið skarð í okkar sveit. Sveinn Tómasson er fallinn frá langt um aldur fram. Í norðankuldanum er eins og allt gangi hægar, silist áfram lötur- hægt. Það var ekki taktur Sveins að silast áfram. Hann var taktfast- ur og kröftugur, virkur í félags- og menningarlífi Eyjanna. En norðankuldinn víkur og það birtir til, það er eins og almættið minni á sig og hver það er sem öllu ræður. Við sitjum döpur og söknum góðs félaga. Ég og Sveinn unnum náið saman í bæjarstjórn og ég kynntist því hve heill og trúr hann var í því sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var baráttu- maður í besta skilningi fyrir betra og fegurra menningar- og mann- lífi. Saman fórum við í ferðalag til Svíþjóðar að heimsækja vinabæ okkar. Við fengum höfðinglegar móttökur og m.a. gerðist það í þessu ferðalagi að sænskt þjóð- lagatríó spilaði fyrir okkur og er þeir höfðu lokið leik sínum fannst okkar manni tímabært að slá hinn eina alvörutakt fyrir sænska. Félagi minn bæjarritarinn í Borl- ange spurði mig: „Hvað hefur hann Svenni gefið út margar plöt- ur?“ Pottþéttur og sannur í öllum sínum gjörðum. Sama hvort sungið var fyrir Svía, skemmt á leiksvið- inu eða lesin jólasaga í Kiwanis. Við kveðjum þig, kæri félagi, og þökkum þér samfylgdina. Ólöfu eiginkonu þinni og fjölskyldunni allri vottum við okkar dýpstu sam- úð. Friður sé með þér. Andrés Sigmundsson. Við fráfall Sveins Tómassonar langar mig að minnast hans með nokkrum orðum. Ég kynntist Sveini um það leyti er leiðir okkar lágu saman til framboðs fyrir Al- þýðubandalagið í bæjarstjórn Vestmannaeyja vorið 1978. Þá var sannkallað vinstra vor í Vest- mannaeyjum og mikil stemmning í lofti. Sveinn var þá í forystu fyrir framboðið og stýrði málum af mik- illi snilld. Svo fór enda að Alþýðu- bandalagið vann þá sinn stærsta kosningasigur í bæjarstjórn bæði fyrr og síðar. Í vinstri meirihlut- anum í kjölfar kosninganna varð Sveinn forseti bæjarstjórnarinnar og skilaði hann því starfi með miklum sóma eins og hans var von. Kjörtímabilið 1978–1982 var sann- kallað framfaratímabil í Vest- mannaeyjum. Okkar á milli köll- uðum við það kjörtímabil reyndar oft „góða kjörtímabilið“ eða „kjör- tímabilið þegar hlutirnir gerðust“ og má það mjög auðveldlega til sanns vegar færa. Það var ákaflega gott að vinna með Sveini í bæjarstjórn. Hann var alltaf hreinn og beinn og sér- lega heiðarlegur í samskiptum við aðra. Hann hafði mjög ríka rétt- lætiskennd í störfum sínum sem bæjarfulltrúi og trúr sinni lífshug- sjón lagði hann mörg lóð á vog- arskálarnar í anda félagshyggju og jafnaðar. Sveinn var þannig góður forystumaður og til hans var ávallt hægt að leita. Ég er ekki í nokkr- um vafa um að sömu sögu segja þeir sem unnu með honum á vett- vangi bæjarmálanna án tillits til þess hvort þeir voru pólitískir samherjar hans eða andstæðingar. Í félagsstarfi Alþýðubandalags- ins var Sveinn áberandi og þar komu vel fram góðir hæfileikar hans í hvers konar flokksstarfi þar sem reyndi á samheldni og sam- starf. Hann var ávallt tilbúinn til þess að taka þátt í starfinu af miklum eldmóði, hvort sem það var við viðhald Hólshúss, útgáfu Eyjablaðsins eða við annað sem vinna þurfti. Sérstaklega eru mér minnisstæðar þær stundir þegar undirbúningur að útgáfu jólablaða Eyjablaðsins stóð sem hæst og blaðnefndin var að leggja lokahönd á verkið. Þá var sannarlega glatt á hjalla og Sveinn að vanda sá sem hélt uppi góða og létta skapinu. Hann kom gjarnan með eitthvert barna sinna, og síðar barnabarna, til að hjálpa til og sýndi það best að hann var ávallt tilbúinn að leggja lið og það sem mest. Létt lund og þægileg framkoma voru tvímælalausir kostir í fari Sveins. Þegar efnt var til sam- komuhalds af ýmsu tagi var hann jafnan hrókur alls fagnaðar og hann hafði sérstakt lag á að hrífa fólk með sér þegar gamanmál voru annars vegar. Leiklistin var því eitt þeirra áhugasviða sem Sveinn sinnti mest og átti hann langan og heilladrjúgan feril að baki hjá Leikfélagi Vestmannaeyja. Hann var frábær leikari og eru þau ófá hlutverkin sem hann skilaði af hreinustu snilld. Rödd hans var mjög skýr svo unun var á að hlusta, hvort sem var á leiksviðinu eða við upplestur. Framlag hans til sögu leiklistar í Vestmannaeyj- um vó því afar þungt og skarð hans þar mun seint fyllt. Það voru vissulega mikil forrétt- indi að fá að kynnast og starfa með Sveini Tómassyni. Hann gaf mikið af sjálfum sér og það var okkur samferðamönnum hans afar dýrmætt. Ég votta Ólöfu frænku minni og fjölskyldu hennar samúð okkar hjóna við fráfall Sveins. Það bar of fljótt að en spurningin um líf og dauða er ekki auðveld og við henni eru engin svör. Hitt er víst að með Sveini er genginn góður drengur. Minning hans og góður orðstír lifa meðal okkar. Blessuð sé minning hans. Ragnar Óskarsson. Sveinn Tómasson, útibússtjóri ÁTVR í Vestmannaeyjum, er lát- inn. Okkur langar að minnast hans með nokkrum orðum. Sveinn hóf störf sem yfirmaður okkar í vín- búðinni hinn 1. mars 1989, sama dag og sala á bjór hófst á Íslandi. SVEINN TÓMASSON
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.