Morgunblaðið - 31.03.2001, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 31.03.2001, Blaðsíða 59
mjög gaman að tala við hana. Ég hjálpaði henni líka þegar ég kom heim um helgar. Núna hitti ég hana síðast laugardaginn 24. mars. En daginn eftir kom kallið, hún var farin yfir móðuna miklu. Guð blessi fjölskyldu hennar og vini. Heiðar Örn Heimisson. Ég var á leið upp Ártúnsbrekk- una í Reykjavík þegar síminn hringdi. Á nærgætinn hátt sagði röddin í símanum að hún Jódís frá Veðramóti væri dáin. Um stund nam tíminn staðar. Líkt og mynd á þili brá fyrir í hug- skoti mínu endurminningum um kynni af fágætri persónu. Á vormánuðum árið 1999 hlýnaði mér um hjartaræturnar þegar Jó- dís, þessi kraftmikli bifvélavirki í Áka kom að máli við mig og spurði hvort ekki vantaði aðstoð í hesta- mennskuna. Gott orð fór af Jódísi svo við Björn réðum hana strax til starfa. Um sumarið stóð Jódís sem klettur í hafinu og leysti þrautir líðandi stundar af stakri prýði og ljúfmennsku. Síðastliðið sumar leiddi Jódís svo ásamt fleira fólki hópa erlendra hestamanna yfir Kjöl og sýndi þá á sér fleiri góðar hliðar. Sterk útgeislun, glaðværð og dugnaður voru aðalsmerki hennar í daglegum samskiptum. Náttúrudýrkun og sérstæð glöggskyggni á hesta og umgengni við hross nýttust fullkomnlega í hlutverkinu sem hún leysti svo vel af hendi fyrir Hestasport. Fregnin um fráfall Jódísar hefur borist til vinhópsins erlendis sem sárt syrgir nú fararstjórann af Kili. Í sjóði minninga þessa fólks er myndin af Íslandi brotin og einn hlutinn týndur. Það er skarð fyrir skildi því sviptivindar dauðans hafa enn á ný feykt á braut blaði úr blómkörfu mannlífsins í Skagafirði. Ég og starfsfólk Hestasports vottum ættingjum og vinum Jódís- ar okkar dýpstu samúð og kveðjum hana með þakklæti fyrir samskipt- in með ljóði eftir Friðrik Guðna Þorleifsson: Þau ljós sem skærast lýsa þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. Magnús Sigmundsson. Þegar við minnumst Jódísar Hönnu sjáum við hana fyrir okkur glaða og ánægða, því að þannig var hún oftast. Hún gladdi svo marga með nærveru sinni einni og er óhætt að segja að hún hafi verið hrókur alls fagnaðar hvar sem hún var. Þess vegna er svo erfitt að hugsa sér lífið án hennar. Hún tók sér margt fyrir hendur og þá af miklum dugnaði og krafti. Hún var ósérhlífin og flíkaði ekki tilfinningum sínum og manni fannst hún oft gera í því að leyna kvenleika sínum, sem hún mátti þó vera mjög stolt af. Flestir minnast hennar líklega á hestbaki, í íþrótt- um, að skemmta sér eða í skítugum vinnugalla að gera við bíla. En hún var líka ákaflega snyrtileg og átti t.d. ekki í neinum erfiðleikum að sauma á sig kjól fyrir útskriftina eða önnur tækifæri. Við eigum margar góðar og dýr- mætar minningar um Jódísi og það er ljóst að fráfall hennar skilur eft- ir sig stórt skarð sem aldrei verður fyllt aftur. Við erum þakklát fyrir þennan tíma sem við áttum saman þó að hann hafi verið allt, allt of stuttur. Það er erfiður tími framundan fyrir alla þá sem þekktu Jódísi og elskuðu. Guð styrki okkur öll í þessari miklu sorg. Við vottum fjölskyldu og vinum Jódísar Hönnu okkar innilegustu samúð. Ásta og Þröstur. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MARS 2001 59 ✝ Lilja Víglunds-dóttir fæddist á Sléttu í Mjóafirði í S-Múlasýslu 28. des- ember 1903. Hún lést á heimili sínu á Hrafnistu í Hafnar- firði 25. mars síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Jónína Guðrún, húsmóðir og verkakona, f. 5. júlí 1863, d. í Nes- kaupstað 10. apríl 1954, Þorsteinsdótt- ir, bónda í Geirshlíð í Flókadal í Borgar- firði, Þorsteinssonar bónda á Hurðarbaki í Reykholtsdal, Þið- rikssonar, og Víglundur, bóndi og útgerðarmaður á Krossi í Mjóa- firði, f. á Grunnasundsnesi í Helgafellssveit 2. október 1877, d. í Neskaupstað 4. nóvember 1945, Þorgrímsson, bónda á Stað- arbakka í Helgafellssveit, Víg- lundssonar. Móðir Víglundar var Kristín Theodóra verkakona, f. í Gröf í Staðarsveit á Snæfellsnesi, f. 15. október 1855, d. í Stykk- ishólmi 27. desember 1908, Svein- björnsdóttir, bónda í Gröf og Arnarstöðum efri í Helgafells- sveit, Jónsssonar, bónda á Grís- hóli í Helgafellssveit á Snæfells- nesi, Jónssonar. Alsystkini Lilju voru: Þorsteinn Þórður, skóla- stjóri og sparisjóðsstjóri í Vest- mannaeyjum, f. 19. október 1899, d. 3. september 1985, kona hans var Ingigerður Jóhannsdóttir, f. 6. september 1902, d. 10. desem- ber 1993; Kristín Theodóra, veit- inga- og kaupkona á Seyðisfirði, f. 12. október 1901, d. 19. apríl 1987, maður hennar var Axel Em- il Nielsen verslunarmaður, f. 16. nóvember 1898, d. 5. mars 1936; Svavar, útgerðarmaður í Nes- kaupstað og Hafnarfirði, f. 28. desember 1903, d. 10. mars 1954, fyrri kona hans var Halldóra Sig- fúsdóttir, f. 19. maí 1906, d. 14. mars 1944, síðari kona hans var Guðrún Benediktsdóttir, f. 9. október 1912, d. 20. nóvember 1972; Haraldur, tollvörður og lögregluþjónn á Seyðisfirði, f. 9. júlí 1905, d. 21.10.1974, kona hans var Arnbjörg Sverrisdóttir, f. 16. febrúar 1905, d. 4. nóvem- ber 1989. Hálfsystkini Lilju sam- feðra voru: Danilía, f. 4. október 1893, d. 13. desember 1893; Víg- 1959, kaupmaður, maki: Jóna Björg Óskarsdóttir, f. 25.10. 1959, Dagný Petra, f. 23.12. 1961, húsmóðir, maki: Magni Björn Sveinsson, f. 6.2. 1959, Gunnur Björk, f. 17.8. 1969, iðn.tæknifr. 3) Inga Jóhanna húsmóðir, f. 30.11. 1927, maki: Hjörleifur Guðnason múrarameistari, f. 5.6. 1925. Þeirra börn eru Lilja Dóra, f. 7.10.1947, verslunarmaður, Guðmunda, f. 23.4. 1949, versl- unarmaður, maki: Þórður Yngvi Sigursveinsson, f, 4.6. 1948, Guð- jón, f. 18.6. 1955, bæjarstjóri, maki: Rósa Elísabet Guðjónsdótt- ir, f. 26.7. 1959, Guðni, f. 8.11. 1957, framkv.stjóri, maki: Rósa Sveinsdóttir, f. 26.9. 1963, Hall- dór, f. 9.11. 1960, trésmíðameist- ari, maki: Erna Þórsdóttir, f. 28.7. 1963, Sigrún, f. 25.8. 1962, húsmóðir, maki: Magnús Örn Guðmundsson, f. 7.12. 1956, og Jónína Björk, f. 24.5.1966, hús- móðir, maki: Bergur Guðnason, f. 24.12. 1964. 4) Víglundur Svavar, trésmíðameistari, umsjónarmað- ur á Reykjalundi, f. 1.5. 1939, maki: Auður Sveinsdóttir, lækna- ritari, f. 8.3. 1940. Þeirra börn eru Lilja, f. 26.8. 1970, við- skiptafr., sambýlismaður: Snorri Ómarsson, f. 4.9. 1971, og Hall- dór, f. 30.8. 1975, nemi, unnusta: Harpa Ýr Erlendsdóttir, f. 9.2. 1978. Foreldrar Lilju slitu samvistir er hún var á þriðja ári og ólst hún upp hjá foreldrum stjúpmóður sinnar, þeim Gunnari Jónssyni í Holti og Nikólínu Sigurðardóttur, til tíu ára aldurs er hún flutti með föður sínum og stjúpmóður, Jón- ínu Sigríði Gunnarsdóttur, að Krossi. Halldór og Lilja hófu sinn búskap á Krossi en fluttust árið 1929 að Nesi í Norðfirði, eins og kauptúnið hét þá. Lengst af með- an bæði lifðu bjuggu þau í Heið- arbýli, sem Halldór endurbyggði að mestu, og voru þau ævinlega kennd við það heimili. Halldór vann lengst af við trésmíði og Lilja vann yfirleitt utan heimilis. Með þeim komu frá Mjóafirði Katrín, móðir Halldórs, sem var hjá þeim í nokkur ár, og Eyjólfur, bróðir Halldórs, og var hann þar til heimilis ævilangt. Hjá þeim voru einnig til heimilis um tíma faðir Lilju og stjúpa. Oft tóku þau kostgangara og áttu þar ýmsir einstæðingar skjól. Árið 1978 fékk Lilja vist á Hrafnistu í Hafn- arfirði þar sem hún átti heimili til dauðadags. Útför Lilju verður gerð frá Norðfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. lundur, sjómaður og verkamaður í Nes- kaupstað, f. 3. des- ember 1894, d. 20.desember 1976, maki hans var Ragn- heiður Pétursdóttir, f. 9. ágúst 1904, d. 1. nóvember 1999; Gunnar Jóhann Sig- urjón, bóndi og út- gerðarmaður í Mjóa- firði og Reyðarfirði, f. 4. júní 1913, d. 24. október 1984, kona hans var Ásta Ket- ilsdóttir, f. 12. des- ember 1914. Lilja giftist 28. október 1922 Halldóri trésmíðameistara, f. 2. apríl 1900, d. 24. janúar 1976, Jó- hannssyni, bónda á Reykjum og Krossi í Mjóafirði, f. 21. septem- ber 1860, d. 3. maí 1924, Mar- teinssonar, bónda á Parti í Sand- vík, Magnússonar. Móðir Hall- dórs var Katrín, f. 2. október 1862, d. 4. nóvember 1950, Gísla- dóttir, bónda í Mjóafirði, Eyjólfs- sonar, og Halldóru Eyjólfsdóttur, ljósmóður í Mjóafirði. Móðir Jó- hanns var Dagbjört Eyjólfsdóttir, bónda í Keldudal í Skagafirði, Gunnlaugssonar, og konu hans, Þórönnu Magnúsdóttur, bónda á Starrastöðum, Magnússonar. Halldór og Ingigerður, kona Þor- steins Þórðar, voru systkini. Börn Halldórs og Lilju eru: 1) Aðal- steinn, kaupmaður og síðar bóndi, f. 10.4. 1921, d. 13.8. 1998, maki: Auður Bjarnadóttir hús- móðir, f. 25.6. 1926. Þeirra börn eru Hlín, f. 27.4. 1946, meina- tæknir, Hákon, f. 22.7. 1947, vatnalíffræðingur, maki: Signý Gestsdóttir, f. 17.4. 1945, María, f. 13.12. 1948, læknaritari, maki: Brynjar Júlíusson, f. 25.1. 1948, Lilja, f. 3.11.1951, hjúkrunarfæð- ingur, maki: Einar Þórarinsson, f. 23.3. 1949, og Bjarni, f. 9.11. 1956, verslunarmaður, maki: Sig- urborg Hákonardóttir, f. 28.8. 1961. 2) Gunnur Nikólína hús- móðir, f. 9.12. 1926, maki: Gunnar Davíðsson, bifreiðarstjóri og kaupmaður, f. 23.7. 1923. Þeirra börn eru Lilja Dóra, f. 22.5. 1948, lyfjatæknir, maki: Ingibergur El- íasson, f. 6.11. 1946, Rúnar Már, f. 16.3. 1957, framkv.stj., sambýlis- kona: Aldís Stefánsdóttir, f. 31.5. 1963, Víglundur Jón, f. 29.12. Elsku amma. Nú hefur þú fengið hvíldina sem þú þráðir orðið og tal- aðir oft um síðustu árin þín. Marg- ar góðar minningar eigum við systkinin frá sumarferðum okkar til ömmu og afa á Norðfjörð. Sum okkar fengu að dvelja allt sumarið hjá ykkur og fóru meira að segja í síldarsöltun á þeim gömlu, góðu ár- um. Minnisstætt er okkur öllum hve gaman var að fylgjast með samspili afa og ömmu. Þau höfðu mjög ólíkt skap og var afi alveg ein- staklega stríðinn. Oft hætti hann ekki fyrr en amma var komin upp á háa c-ið. Þá skemmti afi sér vel og auðvitað hló hún að þessu öllu sam- an. Við minnumst allra ferðanna þeirra til okkar í Eyjum. Þá hafði afi með sér kvikmyndavélina sína og ennþá hlæjum við að því hvað afi var nákvæmur. Auðvitað þurfti að mynda alla stórfjölskylduna – mömmu, pabba og ungana sjö. Þá var labbað í halarófu eftir verönd- inni og oft mátti sjá óþolinmæði á litlu andlitunum, því við þurftum að labba aftur og aftur þar til afi var ánægður með árangurinn. Við munum líka vel eftir brids- kvöldunum í Heiðarbýli, en þá var líf og fjör hjá ömmu og afa. Eitt það skemmtilegasta sem þau gerðu var að spila brids. Við kölluðum þetta stundum heilögu kvöldin í Heiðar- býli. Elsku amma. Þú þurftir mikið að hafa fyrir lífinu eins og fólk af þinni kynslóð, en eitt var það sem alltaf var til nóg af hjá ömmu og afa, það var hjartahlýjan sem sýndi sig best í því að þau sáu um Jónínu móður ömmu um skeið. Einnig fluttu inn á heimili þeirra Víglundur faðir ömmu og Jónína seinni kona hans. Eyjólfur bróðir afa dvaldi hjá þeim alla tíð og einnig Katrín móðir afa, hún bjó hjá þeim til ársins 1935. Auk þess var amma alltaf með kost- gangara til margra ára og þótti okkur krökkunum þetta svolítið kynlegir kvistir, en allt voru þetta ágætis menn og okkur góðir. Einnig vann amma oft utan heimilis og í frístundum saumaði hún og prjón- aði. Eru mörg falleg verk til eftir hana. Alltaf á jólunum fengu barna- börnin og barnabarnabörnin fallega sokka og vettlinga í jólagjöf sem amma hafði prjónað. Var barnahóp- urinn svo stór að hún byrjaði strax eftir jól að prjóna fyrir næstu jól. Þau eru ekki svo mörg árin síðan hún gat þetta ekki lengur. Við fundum líka vel hvað ömmu hrakaði þegar hún gat ekki lengur gert neina handavinnu. Amma var búin að dvelja á Hrafnistu í Hafnarfirði yfir 20 ár og þar leið henni afskaplega vel. Talaði hún oft um hvað allir væru henni góðir og hve vel væri hugsað um þá sem þarna væru. Viljum við þakka öllu þessu frábæra fólki fyrir þá hlýju og vinsemd sem þau sýndu ömmu okkar alla tíð. Elsku amma, þá ertu komin til afa og má mikið vera ef hann er ekki farinn að stríða þér pínulítið. Nú vitum við að þér líður vel og þú ert ánægð á nýjum stað. Elsku mamma, Lína og Víglundur, ykkur vottum við okkar innilegustu sam- úð. Bless, elsku amma, sjáumst síðar. Börn Ingu og Hjörleifs, Vestmannaeyjum. LILJA VÍGLUNDSDÓTTIR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. 7              8    #  $ ) $   #3    3    3    8G F;6  *' ) <H  (*!2      =  1/        2!6   5 $ /  3    & #*%.))!  &  8 *I&*%.))!  ! * 5. &**+ &&( ) 8 *I&**+ !&& 3+&0 %% 8 *I&*%.))!  &  !  **+  8 *I&**+ + ' '$ 2 /   #  D  # # )# +  )3    3  4'  0 0**+ 3 !*) 0*%.))! 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.