Morgunblaðið - 31.03.2001, Síða 65

Morgunblaðið - 31.03.2001, Síða 65
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MARS 2001 65 S‡ning alla helgina Á MORGUN, sunnudag, er fimmti sunnudagur í föstu og að venju hald- inn heilagur boðunardagur Maríu. Messað verður í Dómkirkjunni bæði klukkan 11 og 14. Í messunni fyrir hádegi verður altarisganga. Kl. 14 predikar Ingibjörg Pálma- dóttir heilbrigðisráðherra við guðs- þjónustuna, Sigrún Hjálmtýsdóttir syngur einsöng og sr. Hjálmar Jóns- son þjónar fyrir altari. Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar verður með kaffisölu í safnaðarheimilinu eftir messu. Kirkjunefndin er kvenfélag í Dóm- kirkjusöfnuðinum. Störf kirkju- nefndarinnar hafa frá byrjun verið tvenns konar. Annars vegar að fegra kirkjuna og færa henni ýmsan bún- að. Nú er kirkjunefndin að kaupa flygil fyrir kirkjuna og er að ljúka fjáröflun sinni fyrir það verkefni. Hinn hluti starfs kirkjunefndarinnar eru margháttuð hjálpar- og þjón- ustustörf fyrir söfnuð og samfélag. Samkvæmt eðli þess hluta starfsins er hljótt um það en ekki síður eru líknarstörf kirkjunefndarinnar dýr- mæt og þakksamlega þegin. Allir eru hjartanlega velkomnir á sunnudag- inn. Dómkirkjan. Kirkjustarf aldraðra Á UNDANFÖRNUM árum hafa Ellimálaráð Reykjavíkurprófasts- dæma og kirkjurnar í prófastsdæm- unum staðið fyrir sameiginlegri föstuguðsþjónustu sem er sérstak- lega ætluð eldri borgurum. Að þessu sinni verður föstuguðsþjónustan í Hjallakirkju nk. fimmtudag 5. apríl kl. 14:00. Sr. Íris Kristjánsdóttir pré- dikar og þjónar fyrir altari og sr. Miyako Þórðarson túlkar á táknmáli. Tónlistarflutning annast dr. Sigur- jón Árni Eyjólfsson, Daníel Jónas- son og Jón Ólafur Sigurðsson org- anisti. Eftir guðsþjónustuna eru kaffiveitingar í boði sóknarnefndar Hjallakirkju. Allir eru velkomnir og eru eldri borgarar sérstaklega hvatt- ir til að taka þátt í guðsþjónustunni þennan dag. Basar Kvenfélags Fríkirkjunnar í Hafnarfirði Í DAG, laugardaginn 31. mars, verð- ur hinn árlegi basar Kvenfélags Frí- kirkjunnar í Hafnarfirði. Basarinn hefst kl. 14:00 og er í safnaðarheimili Fríkirkjunnar við Linnetsstíg. Basar kvenfélagsins er ætíð skemmtilegur þáttur í bæjarlífinu í Hafnarfirði enda leggja konurnar mikla vinnu í allan undirbúning og viða að sér varningi úr öllum áttum; kökur, prjónavörur og margvíslegar gjafa- vörur sem að sjálfsögðu er selt á vægu verði. Allur ágóði af basarnum fer að sjálfsögðu í starf kirkjunnar en kvenfélagið hefur um áratuga- skeið lagt mikið af mörkum til þess að fegra kirkjuna og styðja allt safn- aðarstarf. Fræðslumorgunn í Hallgrímskirkju SÍÐASTI fræðslumorgunn vetrar- ins í Hallgrímskirkju verður næst- komandi sunnudag kl. 10:00 og mun dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson þá ræða um efnið „Lúther og barnatrú- in“. Svo sem kunnugt er lagði Lúther mikla áherslu á trúarlegt uppeldi og fræðslu og á rétt barnsins til að vera barn, sömuleiðis lagði hann áherslu á mikilvægi barnatrúarinnar. Hvers vegna? Margir varðveita barnatrúna og vísa oft til hennar þegar spurt er „ertu trúaður?“ og Jesús Kristur benti á börnin sem fyrirmynd trú- aðra. Er hægt að draga einhvern lærdóm af þessu við trúarlegt upp- eldi í nútímanum? Dr. Sigurjón Árni er einn fremsti fræðimaður okkar um lútherska guðfræði og verður án efa fróðlegt að heyra hvaða tökum hann tekur þetta efni. Að erindinu loknu kl. 11:00 hefst síðan guðsþjón- usta í umsjá séra Jóns Dalbú Hró- bjartssonar. Kvöldmessa við kertaljós í Hallgrímskirkju SUNNUDAGINN 1. apríl verður kvöldmessa kl. 20:00 í Hallgríms- kirkju. Kvöldmessur einu sinni í mánuði hafa nú verið í nokkur misseri og er það viðbót við hefðbundið helgihald í Hallgrímskirkju. Kvöldmessurnar eru með einföldu formi, þar sem lögð er áhersla á söng, tilbeiðslu og íhug- un. Á bænastund gefst fólki kostur á að tendra bænaljós, skrifa bænir á bænaseðla eða krjúpa við altarið. Brotning brauðsins fer fram með hefðbundnum hætti. Hópur úr Mótettukór Hallgríms- kirkju leiðir söng undir stjórn Harð- ar Áskelssonar kantors, sem einnig leikur á orgel kirkjunnar. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson hefur hugvekju og þjónar fyrir altari. Ungt fólk úr Hallgrímssöfnuði að- stoðar. Kaffihúsamessa í Landakirkju SUNNUDAGSKVÖLDIÐ 1. apríl ætlum við að njóta lífsins í kaffihúsa- messu í safnaðarheimili Landa- kirkju. Tónsmíðafélag Vestmanna- eyja leiðir tónlistina og öll tökum við undir við rjúkandi kaffibolla eða ískaldan kirkjudjúsinn. Auk Tónsmíðafélagsins mun kór Framhaldsskólans í Vestmannaeyj- um syngja nokkur lög. Kaffihúsa- messurnar hafa notið mikilla vin- sælda, en þessi verður sú síðasta í vetur og því eru allir hvattir til að mæta í þessa lofgjörðarstund. Stundin hefst kl. 20:30 og eru allir velkomnir til að eyða notalegri kvöldstund við sannarlega kaffihúsa- stemmningu. Prestar og sóknarnefnd Landakirkju. Léttmessa í Árbæjarkirkju ÞRIÐJA léttmessan á árinu verður sunnudag kl. 20. Þessar guðsþjón- ustur hafa verið vel sóttar af fólki. Í þessum guðsþjónustum er leitast við að hafa fjölbreytta tónlist sem styður við boðun kirkjunnar. Að þessu sinni mun hljómsveitin „Játning“ spila og syngja úrval gospel-laga. Bolli Pétur Bollason, guðfræðingur og leiðtogi í æskulýðsstarfi kirkjunnar, flytur hugleiðingu. Kaffi og ávaxtasafi á eftir. Samstarfshópur um léttmessur. Safnaðarstarf Neskirkja. Kirkjustarf eldri borgara í dag kl. 14:00. Jómfrú María í tali og tónum. Kaffiveitingar. Munið kirkju- bílinn. Allir velkomnir. Digraneskirkja. Tónleikar kl. 17:00. Kirkjukórinn í Vík í Mýrdal og kór Digraneskirkju. Fella- og Hólakirkja. Opið hús fyrir 8., 9. og 10. bekk kl. 20-23:00. KEFAS: Samkoma í dag, laugardag, kl. 14:00. Ræðumaður Sigrún Ein- arsdóttir. Þriðjudag: Brauðsbrotn- ing og bænastund kl. 20:30. Miðviku- dag: Samverustund unga fólksins kl. 20:30. Allir hjartanlega velkomnir. Hvammstangakirkja. Sunnudaga- skóli kl. 11:00. Akraneskirkja. Kirkjuskóli kl. 11:00. TTT-starf (10-12 ára) kl. 13:00. Um- sjón Hreiðar Örn Stefánsson. Heilbrigðisráð- herra prédikar í Dómkirkjunni Morgunblaðið/Brynjar Gauti Dómkirkjan
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.