Morgunblaðið - 31.03.2001, Page 66

Morgunblaðið - 31.03.2001, Page 66
FRÉTTIR 66 LAUGARDAGUR 31. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ NÝBYGGINGAR MARÍUBAUGUR — GRAFARHOLTI Suðurlandsbraut 20, sími 533 6050, www.hofdi.is Einstaklega spennandi og glæsilegar 120 fm íbúðir með sérinngangi á þessum frá- bæra útsýnisstað. Heitasta hverfið í dag. Íbúðirnar afhendast fullbúnar án gólfefna og geta kaupendur haft áhrif á val innrétt- inga. Húsið verður nánast viðhaldsfrítt að utan, með lituðu kvartsefni og álklæddum gluggum. Hægt er að fá bílskúr keyptan sérstaklega. Ekki missa af þessum ein- stöku íbúðum. Verð frá 16,9 millj. Teikn- ingar og myndir á skrifstofu Höfða og á heimasíðu okkar hofdi.is ATH. Opið á Höfða í dag frá kl. 13-15. Sími 533 6050. OPIN danskeppni var haldin sl. laugardag, 24. mars, í Singapore í flokki atvinnumanna. Atvinnu- mennirnir Karen Björk Björgvins- dóttir og Adam Reeve tóku þátt í þeirri keppni og unnu til brons- verðlauna með því að lenda í 3. sæti í sígildu dönsunum og lentu í 5. sæti í suður-amerísku dönsunum. Meðal þátttakenda voru keppi- nautar þeirra frá Evrópumeist- aramótinu frá í því í desember og héldu Karen og Adam forystunni gagnvart þeim í þessari keppni. Hannes og Sigrún Ýr í 8. sæti Í París í Frakklandi var einnig haldin opin danskeppni í flokki ungmenna. Íslenska dansparinu, Hannesi Egilssyni og Sigrúnu Ýr Magnúsdóttur, Gulltoppi, hlotn- aðist sá heiður að vera boðin þátt- taka að hálfu mótshaldaranna. Keppt var í 10 dönsum og komust þau Hannes og Sigrún Ýr í undan- úrslit og í 8. sætið. Adam og Karen lentu í 5. sæti í Singapore Morgunblaðið/Jón Svavarsson Karen Björk Björgvinsson og Adam Reeve sýna dans á Íslandi. Atvinnumannadanskeppni VAKA, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, samþykkti 27. mars eftirfarandi ályktun vegna stöðu mála í samningaviðræðum Fé- lags háskólakennara og samn- inganefndar ríkisins: „Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta í Háskóla Íslands, lýsir yfir þungum áhyggjum vegna stöðu mála í samningaviðræðum Félags háskólakennara og samn- inganefndar ríkisins. Vaka hvet- ur samningsaðila til að ná sátt- um svo að til verkfalls þurfi ekki að koma. Nú stendur yfir at- kvæðagreiðsla hjá Félagi há- skólakennara um tímabundið verkfall dagana 2.–16. maí. Verkfall hefur gríðarleg áhrif á stúdenta, ekki síst í ljósi þess að hugsanlegt verkfall yrði á próftíma nemenda. Ljóst er því að verkfall kemur mjög harka- lega niður á nemendum og mikil óvissa er um það hvernig fyr- irkomulagi prófa verður háttað ef verkfall skellur á. Útskrift stúdenta er stefnt í hættu og þá er hætt við því að erfiðleikar verði við greiðslu námslána, enda eru þau að jafnaði ekki greidd fyrr en námsárangur liggur fyrir. Vaka hefur nú þegar fundað með fulltrúum Félags háskóla- kennara þar sem lýst var yfir áhyggjum vegna stöðu mála. Að frumkvæði Vöku hefur stjórn Stúdentaráðs ákveðið að halda sameiginlegan fund með Félagi háskólakennara til að kynna nemendum stöðuna í kjaradeil- unni sem og þýðingu verkfalls fyrir stúdenta. Engin fordæmi eru fyrir verk- falli Félags háskólakennara og því er mjög brýnt að samnings- aðilar hafi í huga afleiðingar hugsanlegs verkfalls fyrir stúd- enta við Háskóla Íslands.“ Verkfall hefði alvar- legar afleiðingar Ályktun Vöku SAMTÖK opinberra starfsmanna á Norðurlöndum, NTR, þinguðu í Reykjavík dagana 23. og 24. mars. NTR leggur ríka áherslu á að örva umræðu um framtíð velferðarþjónustunnar á Norðurlöndum og hefur stofn- að til viðræðna við viðsemjendur og stjórnvöld um hvernig henni sé best fyrir komið og hvernig megi bæta hana. Á fundinum voru ræddar leiðir til að ná þessu marki. Að mati NTR þarf við allar kerfisbreytingar að hafa í huga að þær séu sannanlega til góðs fyrir þá sem njóta þjónustunnar, að þær séu hagkvæmur kostur fyrir skattgreiðendur og að hagsmunir starfsmanna séu ekki fyrir borð bornir. NTR hefur beitt sér fyrir því að útreikningar verði gerðir á hagkvæmni mismunandi leiða við rekstur vel- ferðarþjónustu og ávinningi samfélagsins að því að reka vandaða þjónustu í þágu samfélagsins. Á fund- inum var ákveðið að halda þessari vinnu áfram. Fulltrúar á fundi NTR 23. og 24. mars. Vill örva umræðu um fram- tíð velferðarþjónustunnar FÉLAG járniðnaðarmanna hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun sem samþykkt var 27. mars sl. um breytta útboðsstefnu og jafna sam- keppnisstöðu: „Félag járniðnaðarmanna skorar á Alþingi að samþykkja fram- komna þingsályktunartillögu frá Ólafi Erni Haraldssyni og Ísólfi Gylfa Pálmasyni um endurskoðun á útboðsstefnu ríkisins. Þau hrapalegu mistök sem gerð voru þegar ákveðið var að senda varðskipin Ægi og Tý til viðgerða í Póllandi eru að hluta til komin vegna ómarkvissrar útboðsstefnu ríkisins og mega ekki endurtaka sig. Með nýrri útboðsstefnu, sem tekur mið af þjóðhagslegri hag- kvæmni og felur í sér að hags- munir íslenskra fyrirtækja séu í fyrirrúmi án þess að gengið sé gegn alþjóðasamningum, geta stjórnvöld stuðlað að öflugri iðnþróun í landinu, atvinnuöryggi og betri nýtingu fjárfestinga og verkþekkingar. Félagið leggur jafnframt áherslu á að til viðbótar við nýja útboðsstefnu íslenska ríkisins verði gerð greining á þeim fjöl- breytta stuðningi sem erlend sam- keppnisfyrirtæki í málmiðnaði njóta og að í framhaldi af því verði gripið til ráðstafana sem tryggja jafna samkeppnisstöðu fyrir ís- lensk fyrirtæki.“ Vilja endurskoða út- boðsstefnu ríkisins FÉLAGAR í Lionsklúbbnum Tý í Reykjavík afhentu fyrir stuttu til Meðferðarheimilis einhverfra barna við Dimmuhvarf í Kópa- vogi sjónvarpstæki, myndbands- tæki, upptökuvél og skáp undir þessi tæki, en þau verða notuð við þjálfun þeirra drengja sem eiga þar heima. Lionsklúbburinn Týr er herra- klúbbur sem heldur fundi sína 2. og 4. hvern miðvikudag í Lions- heimilinu við Sóltún. Í stjórn klúbbsins starfsárið 2000–2001 eru Lúðvík Andreasson, formað- ur, Theódór S. Halldórsson, rit- ari, og Kjartan Kjartansson, gjaldkeri. Týr gefur tæki MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Flug- málastjórn: „Af gefnu tilefni vill Flug- málastjórn taka fram að hún getur ekki svipt flugrekendur flugrekendaskírteini eða öðr- um heimildum í refsiskyni. Það er hlutverk dómstóla. Flugmálastjórn hefur því eðli málsins samkvæmt aldrei svipt flugrekanda flugrek- endaskírteini til að refsa hon- um. Flugmálastjórn getur hins vegar stöðvað ferð loftfars og fengið til þess aðstoð lögreglu og takmarkað tímabundið flugrekstur ef skilyrði leyfis- veitingar eru ekki lengur fyrir hendi. Þegar úr hefur verið bætt svo tryggt sé getur við- komandi neytt réttinda sinna áfram. Það er síðan dómstóla að ákvarða hvort ástæður stöðvunarinnar hafi verið slík- ar að svipta beri leyfi í refsi- skyni. Telji Flugmálastjórn að flugrekandi sé uppvís að refsi- verðu athæfi ber henni að vísa því til lögreglu.“ Leyfissvipt- ingar Flug- málastjórnar MIKIÐ óvissuástand hefur skapast vegna yfirvofandi verkfalls Félags háskólakennara og eru stúdentar áhyggjufullir. Þorvarður Tjörvi Ólafsson, formaður Stúdentaráðs, og Dagný Jónsdóttir, framkvæmda- stjóri, sendu rektor á miðvikudag formlegt erindi þar sem óskað er eft- ir skýrum svörum háskólayfirvalda um hvernig útfærsla prófatímabils- ins verði komi til verkfalls kennara í maí. Ekkert fordæmi er fyrir verk- falli af þessu tagi og því óvíst hvernig háskólayfirvöld ætla að bregðast við, segir í fréttatilkynningu. Meðal annars var óskað svara við eftirfarandi spurningum: Mega stúdentar eiga von á því að próf verði einfaldlega færð til eða falla þau nið- ur? Hvernig á námsmat að fara fram ef próf verða felld niður? Verður út- skrift frestað? Hvað gerist ef verk- falli yrði aflýst á miðju tímabilinu, myndu þá þau próf sem eftir væru fara fram? Forystumenn Stúdenta- ráðs óska eftir skjótum svörum há- skólayfirvalda enda er ótækt að láta þúsundir stúdenta bíða í mikilli óvissu um hvort og hvernig próf fara fram, segir ennfremur. Fimmtudaginn 5. apríl standa Stúdentaráð og Félag háskólakenn- ara fyrir fundi þar sem staðan í kjaradeilunni verður rædd . Óska eftir skýrum svör- um háskólayfirvalda

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.