Morgunblaðið - 31.03.2001, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 31.03.2001, Blaðsíða 73
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MARS 2001 73 DAGBÓK Ábyrgð – áreiðanleiki Gullsmiðir Fallegar kápur stuttar og síðar þykkar og þunnar Úrval af yfirhöfnum á góðu tilboðsverði Opið laugardaga frá kl. 10—16 Mörkinni 6, sími 588 5518                           ! " #$  %"    #  " $ $  & '(               STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake HRÚTUR Afmælisbarn dagsins: Feimni þín stendur í vegi fyrir því að kostir þínir fái að njóta sín í samskiptum við aðra. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Reyndu ekki að komast yfir alla hluti í einu. Það býður heim hættu á alls konar mis- tökum og þegar allt kemur til alls; á morgun er annar dag- ur. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þótt einhverjir öfundist út í þig og telji þig hafa lítið sem ekkert fyrir hlutunum, skaltu láta það sem vind um eyru þjóta. Þú vinnur fyrir þínu. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú mátt alltaf reikna með ein- hverjum töfum varðandi meginviðfansgefni þitt svo ef til vill ættir þú að hafa annað í takinu til öryggis. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þótt allur sé varinn góður, getur sá tími komið að bezt henti að hlaupa til eftir hug- boði sínu. Mundu bara að brjóta ekki allar brýr að baki þér. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Taktu þér tíma, ef þú vilt vera einn með sjálfum þér. Það byggir þig upp til frekari átaka. Gættu þess að gera ekki of mikið úr hlutunum. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú ættir að gefa þér tóm til þess að skemmta þér svolítið. Að vinna bara og sofa gengur ekki til lengdar. Lífið snýst um svo margt annað; m.a. þig! Vog (23. sept. - 22. okt.)  Láttu ekki spenninginn yfir atvinnutækifærunum fara með þig. Vertu bara eðlilegur og láttu verkin tala. Þannig nærðu því sem þú átt skilið. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það er engu líkara en tæki- færin raðist upp sérstaklega fyrir þig. Vertu samt ekki kærulaus; þú þarft að velja og skjótt skipast veður í lofti. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Láttu ekki hanka þig á því að þú hafir ekki unnið heima- vinnuna þína. Hafðu öll rök á hreinu svo þeir sem hlusta geti sannfærzt af máli þínu. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú þarft að finna uppbyggj- andi útrás fyrir orku þína. Það er ekki nóg bara að ham- ast þetta út í loftið; þú þarft að skapa eitthvað í leiðinni. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þér hefur orðið á í messunni og stendur nú uppi með bux- urnar á hælunum. Reyndu ekki að fela mistökin heldur bættu úr þeim með bros á vör. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Leyfðu vinum þínum að njóta velgengni þinnar með þér. Þeir munu aldrei gleyma því og einn góðan veðurdag kannt þú að þurfa á hjálp að halda. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Árnað heilla 60 ÁRA afmæli. Nk.mánudag, 2. apríl, verður sextug Erna María Ragnarsdóttir, búsett í Lapinlahti, Finnlandi. Hún tekur á móti gestum á morg- un, sunnudaginn 1. apríl, kl. 14–18 á heimili frænku sinn- ar, Dagnýjar Davíðsdóttur, Grenibyggð 21 í Mosfellsbæ. 80 ÁRA afmæli. Ámorgun, sunnudag- inn 1. apríl, verður áttræður Þórður Jón Pálsson, kenn- ari, Aflagranda 40, Reykja- vík. Þórður tekur á móti vin- um og vandamönnum á afmælisdaginn kl. 15–18 í félagsaðstöðunni á Afla- granda 40. „REGLA Goldwaters“ er mörgum kunnug, en Harry Goldwater var um langt árabil einn þekktasti keppnisstjóri í Bandaríkj- unum. Hann var oft kall- aður að spilaborðinu vegna útspils frá rangri hendi. Þegar slíkt gerist getur sagnhafi valið um nokkra kosti og meðal annars krafist að banna útspil í viðkomandi lit. Samkvæmt reglu Goldwaters ætti sagnhafi alltaf að taka út- spilið gilt, því ef spilari er svo utan við sig að vita ekki hver eigi að spila út, má ætla að hann viti ekki hverju hann eigi að spila út! Norður gefur; allir á hættu. Norður ♠ DG1094 ♥ D4 ♦ K73 ♣ KD5 Vestur Austur ♠ K653 ♠ 7 ♥ Á8 ♥ KG7653 ♦ D ♦ 10542 ♣ Á108762 ♣ 43 Suður ♠ Á82 ♥ 1092 ♦ ÁG986 ♣ G9 Vestur Norður Austur Suður Strom Goldman Hoie Eisenberg -- 1 spaði Pass 1 grand * 2 lauf Pass Pass 3 spaðar Pass 3 grönd Allir pass * Krafa. Spilið að ofan kom upp á HM í Stokkhólmi árið 1970 og er frá viðureign Norð- manna og Bandaríkja- manna á fyrri stigum mótsins. Eins og sjá má er þriggja granda samningur þeirra Goldmans og Eisen- bergs ekki upp á marga fiska, en gæti þó vel unnist í reynd – ekki síst með laufi út. Sagnhafi myndi taka slaginn í borði og svína spaðadrottningu. Með hjartaásinn sem inn- komu kemur vel til álita hjá vestri að drepa strax og halda laufsókninni áfram, en þá vinnst spilið. Verri vörn hefur svo sann- arlega sést. En ekki reyndi á Norð- mennina í þessum efnum. Áður en Strom í vestur gat spilað út smáu laufi hafði makker hans Hoie sent lauffjarkann inn á mitt borð. Keppnisstjóri var kvaddur til og Eisenberg ákvað að banna laufútspil, enda leist honum illa á eig- ið vald í litnum. Ekki kom til greina að spila út spaða frá vesturhendinni, svo Strom varð að velja tígul eða hjarta. Hann kaus hjartaásinn, sem gerði stormandi lukku hjá félaga hans og skömmu síðar hafði vörnin tekið átta fyrstu slagina – 400 í AV. Broadway Billy Eisen- berg hefði betur tekið mark á reglu Goldwaters og krafist útspils í laufi! BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson LJÓÐABROT VÍSUR ...Eik veit eg standa í bláfjalli regindigra og ríka að kvistum, hver af vovindum vatzt og knúðist, barðist baðmur, en blöð losnuðu. Kvist leit eg standa í kyrrum dal lágan og lítinn, laufum grænan; hann af byl skæðum barðist hvergi, en geymdi blóm og barr í blálogni... Stefán Ólafsson. FYRIR síðustu umferð í Ís- landsmóti skákfélaga voru Tafldeild Bolungarvíkur og Skákfélagið Grand Rokk jöfn og efst. Bolvíkingum dugði að ná jafnmörgum vinningum og Grand- rokkarar til að komast upp í efstu deild. Ástæð- an fyrir því var sú að í umferðinni á undan höfðu Vestfirðingarnir knáu borið sigur úr být- um í innbyrðis viðureign félaganna. Staðan kom upp í viðureign risanna í 2. deild en hvítu mönnun- um stýrði hin gamal- kunna kempa Jón Krist- insson (2290), gegn Tómasi Björnssyni (2250). 38. Be7! Hxf3 Svartur var varnar- laus þar sem hvítur mátar bæði eftir 38... Hxe7 39. Hxf8# og 38... Dxe7 39. Dxe7 Hxe7 40. Hxf8#. 39. Hxf3 og svartur gafst upp, enda fátt til varnar. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Með morgunkaffinu Nú verðum við að taka á þessari meng- un í hafinu. Þetta eru hjónin sem búa í yndislega litla húsinu þar sem er svo lágt til lofts. 10, 12 og 14 tommu Verð frá kr. 1.500 Wokpanna, gæði í gegn Klapparstíg 44 - sími 562 3614      
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.