Morgunblaðið - 31.03.2001, Side 75

Morgunblaðið - 31.03.2001, Side 75
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MARS 2001 75 Hljómsveitin Hunang leikur frá miðnætti Vesturgötu 2, sími 551 8900 JAKOB stakk upp á fyrirtaks við- ræðustað fyrir okkur, nefnilega Listasafni Reykjavíkur. Kaffiter- ían þar er næsta fullkomin fyrir svona viðtöl með gott útsýni yfir Reykjavíkurhöfn og Esjuna. Þetta hádegi var rólegt, enginn þarna nema við tveir og að sjálfsögðu settumst við sem næst glugganum risastóra. Jakob Frímann Magnússon ætti að vera íslensku samfélagi að góðu kunnur fyrir leik sín og störf und- anfarna áratugi. Hann hefur sjaldnast, reyndar alls ekki, bundið bagga sína sömu hnútum og sam- ferðamennirnir. Hann hefur m.a. starfað við tónlist; einn og sér, með Stuðmönnum og fjöldanum öllum af tónlistarmönnum, innlendum sem erlendum, s.s. Röggu, Steve Sidelnyk og Long John Baldry, Freddie Hubbard, Elton John, Stanley Clarke, Phil Collins og Tom Scott. Jakob starfaði fyrir nokkrum ár- um sem menningarfulltrúi Íslands við sendiráð okkar í Lundúnum og rak þar síðan fyrirtæki á sviði hug- búnaðar og hljómlistar. Einnig hefur hann framleitt kvikmyndir, auglýsingar og útvarpsþætti og samið tónlist fyrir leikrit, kvik- myndir og tugi hljómplatna. Tónlistin hefur alltaf verið aðal Jakobs og eftir hann liggja einyrkjaskífur eins og Jobbi Maggadon og Dýrin í sveitinni, Jack Magnet, Horft í roðann, Tvær systur (Carribean Rhapsody), Special Treatment og Magnetics. Nú er svo komin út platan Made in Reykjavik, hvar Jakob notast við listamannsnafnið JFM. Borgarstemmning „Hvað segirðu?“ spyr ég á frum- legan hátt. „Allt fínt bara,“ svarar Jakob. „Mér finnst gaman að sitja hér á þessum fallega stað. Þetta er hluti af þessari nýju Reykjavík sem maður er ennþá að uppgötva eftir að hafa dvalið utan landsteina und- anfarin ár. Þessi plata mín er svo- lítill óður til hinnar nýju Reykja- víkur. Ég er að kynnast henni upp á nýtt. Ég hef alltaf haldið því fram að Reykjavík sé ein skemmti- legasta borg heims þar sem hún býður upp á ótrúlegan fjölbreyti- leika. Hún hefur ennþá kosti smá- vöxnu borgarinnar, það er auðvelt að komast milli staða og maður er fljótur að athafna sig hér í þessu daglega vafstri sem við þurfum öll að sinna að einhverju leyti.“ Jakob talar hægum rómi og hugsar setningar sínar gaumgæfi- lega. „Þannig að þetta er svona óður til Reykjavíkur?“ spyr ég, í ein- hverri tilraun til að draga þetta saman. Það færist lymskulegt bros yfir andlit Jakobs. „Ekki svo að skilja að ég hafi snúið óður til Reykjavíkur á ný,“ segir hann kersknislega. „Ég held mínu jafn- aðargeði enn sem fyrr. Nei, ég hugsa plötuna sem svona borg- arstemmningu. Þú átt að geta hlustað á þetta hvort sem þú ert að aka eftir Miklubrautinni eða að slaka á á Kaffibarnum.“ Jakob er hvergi nærri einn í hljómlistarvinnunni á téðum diski. Samstarfsmenn eru margir og er listinn æði tilkomumikill. Til dæm- is er þarna trommuleikarinn Steve White, en hann hefur lengi vel ver- ið hirðtrommari Pauls Wellers og spilaði með sveit hans, Style Council. Einnig koma við sögu menn eins og Steve Sidelnyk, sem hefur unnið náið með sýruhopps- sveitinni Massive Attack, ofur- stjörnunni Madonnu og William Orbit, og trompetsnillingurinn Guy Barker. Af Frónverjum ber svo að nefna Röggu, Jóhann Ás- mundsson, Sigurð Flosason, Jóel Pálsson og Birki Frey Matthíasson. Jakob segist hafa byrjað að vinna að þessari plötu fyrir þrem- ur árum. „Ég var svona að safna að mér hugmyndum að efnivið og líka einbeitingunni til að koma þessu öllu saman. Ég á alveg rosalega mikið af efni þannig að ég þurfti að vinsa úr einhver ákveðin lög sem myndu passa saman.“ Jakob segir plötuna í raun vera eðlilega framvindu á sínum fyrri verkum, sem voru oft bræðings- kenndar. „Bræðingstónlistin tók nú á sig einhverja mynd, sem mér hætti að hugnast svona á ákveðn- um tímapunkti. Þá hætti ég að gera svoleiðis plötur og fór að ein- beita mér meira að því að hjálpa öðrum með sínar plötur, aðallega Ragnhildi.“ Jakob segir mikilvægt að vera klár og skýr á því sem maður sjálf- ur vill gera. „Í þessu er ég 100% og fylgi minni eigin stefnu og sýn. Mig langaði allt í einu alveg ofboðslega mikið að gera svona plötu.“ Ég spyr hann næst hvernig tón- listin fari með öðru því sem hann hefur verið að sýsla í lífinu. „Ég hef notið þeirra forréttinda í lífinu að hafa fengist nær ein- göngu við það sem mér þykir skemmtilegt. Um það tók ég mjög meðvitaða og yfirvegaða ákvörðun sem kornungur maður. Þetta hefur gefið mér tækifæri til að kynnast af eigin raun ótrúlegum fjölbreyti- leika lífsins og listarinnar, því mín áhugasvið liggja ansi víða. Ég hef þó ávallt skilgreint mig fyrst og fremst sem tónlistarmann – stund- um dálítið athafnagírugan tónlist- armann.“ Jakob veltir fyrir sér þeim ágöll- um sem kynnu að fylgja því að vera eingöngu tónlistarmaður. „Mér finnst gott að hafa annað í að venda, ég held að það kunni að vera varhugavert að fara að líta á tónlistina sem brauð og smjör, eða salt í grautinn eins og stundum gerist þegar menn þurfa að stóla á hana algerlega til að framfleyta sér og sínum. Þá er hættan sú að þú fáir leið á tónlistargyðjunni, að hún kunni jafnframt að verða af- huga þér. Þess vegna finnst mér nauðsynlegt að dýrka hana úr reglubundinni fjarlægð. Að hún sé ekki háð mér eða ég henni. Það er sumsé afar mikilvægt að við séum vinir (hlær).“ Mín hughrif Platan góða var unnin bæði í Bretlandi og á Íslandi. „Ég byrjaði að hnýta þennan óð til borgarinnar minnar úr fjarlægð, sem sýn hins utanaðkomandi. Og hnykkti síðan á verkinu hér, í miðri hring- iðunni.“ Jakob er ekki alveg viss um að hve miklu leyti platan dregur áhrif frá samtímastraumum og stefnum. Segist þó vera með loftnetið úti og reyni að finna taktinn í samtím- anum. „Ég reyni svona að skynja hann í hinum ýmsu stórborgum, þó mest hérna í Reykjavík. Það hefur stundum verið notað þetta orð, „Urban Blues“ (í. borgarblámi?), yfir sambærilegar stefnur í hipp- hoppi en aðallega triphoppi. Port- ishead og Massive Attack hafa komið að þessu. Þetta er einhver svona stórborgartaktur. Ég veit ekki til þess að margir séu að fást við þetta hér á landi um þessar mundir. Ég heyrði hins vegar franska plötu hér um daginn, með St. Germain, sem mér fannst minna mig að einhverju leyti á þennan reykvíska borgarbláma minn.“ Við tökum okkur nú til og velt- um fyrir okkur þróun nýgildrar tónlistar í gegnum tíðina. Jakob rekur hvernig taktur og hrynjandi hafa unnið á í seinni tíð, og þá jafn- vel á kostnað laglínunnar. Það er greinilegt á tali hans að hann er mikill áhugamaður um fyrirbærið tónlist. „Ég hef meiri áhuga á því núna en nokkru sinni fyrr að með- taka nýja hluti, bæði í músík og öðru. Og þá vinna með mín hughrif að því leytinu til. Ég lagði sjálfan mig svolítið niður sem einstakling í tónlist á tímabili og fór að aðstoða aðra við sína hluti. Á meðan beið ég eftir að löngunin til að búa til nýja tónlist kæmi aftur. Mig lang- aði ekki til að gera tónlist bara til að gera tónlist. Allt í einu öðlaðist ég svo kýrskýra sýn á hvað ég vildi gera og hvert ég vildi fara. Ég fann einhvern nýjan sköp- unarkraft og gleði sem ég upplifi sterkar nú en ég hef nokkru sinni gert áður. Ég get ekki annað en verið þakklátur fyrir þau spil sem mér hefur verið úthlutað í lífinu, enda nýbúinn að læra að leggja kapal,“ segir Jakob að lokum, í senn íbygginn og brosandi. Morgunblaðið/Golli JFM, stundum þekktur sem Jakob Magnússon, gefur út plötuna Made in Reykjavik á mánudaginn. Óður til Reykjavíkur Á mánudaginn kemur út einyrkjaskífa JFM, Made in Reykjavik. Arnar Egg- ert Thoroddsen settist nið- ur með Jakobi Frímanni Magnússyni og ræddi við hann um plötuna og ýmislegt annað. JFM gefur út Made in Reykjavik arnart@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.