Morgunblaðið - 31.03.2001, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 31.03.2001, Blaðsíða 76
FÓLK Í FRÉTTUM 76 LAUGARDAGUR 31. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í DAG hefjast Franskir bíódagar í Regnboganum við Hverfisgötu, sem dreifingarfyritækið Góðar stundir stendur að í samvinnu við Alliance Française og Regnbog- ann. Af því tilefni er komin til lands- ins Emilie Deleuze sem er leik- stjóri kvikmyndarinnar Peau Neuve sem verður opnunarmynd hátíðarinnar sem hefst kl. 15.30 í dag, og stendur til 8. apríl. Fimm nýlegar kvikmyndir eru á dagskrá hátíðarinnar, og segir Emilie myndirnar gefa góða mynd af því sem er að gerast í franskri kvikmyndagerð. „Það vantar kannski eina virkilega erfiða mynd, því franskar kvikmyndir eru mun margbreytilegri en kvikmyndir annarra þjóða.“ Úr tölvum í þungavélar Peau Neuve eða Fátt nýtt er fyrsta kvikmynd Emilie í fullri lengd, og hlaut hún góðar viðtökur gagnrýnenda og hefur hlotið þó nokkur verðlaun á kvikmyndahá- tíðum víða um heim. „Ég er ánægðust með að hafa hlotið Fipresci-verðlaunin, mér finnst það mjög mikil umbun,“ seg- ir leikstjórinn, en það eru verðlaun sem alþjóðleg samtök gagnrýnenda veita. Fátt nýtt fjallar um Alain, giftan mann og föður sem vinnur við að prufukeyra tölvuleiki. En hann er ekki ánægður og finnur hjá sér þörf til að breyta algjörlega til í líf- inu. Samkvæmt ráðgjöf fer hann í fjögurra mánaða starfsþjálfun í að stjórna þungavélum. Þar kynnist hann ungum manni sem gefur hon- um nýja sýn á lífið. „Eiginlega fékk ég hugmyndina að myndinni út frá tveimur félög- um mínum sem hafa algjörlega klippt á allt sitt fyrra líf, án þess að það væru peningavandamál eða önnur augljós kvalræði í hjóna- bandinu sem gera það að verkum að fólk er neytt til að snúa blaðinu við. En þeir hafa skapað sér næst- um algjörlega sama líf nema ann- ars staðar. Einn fór til Tahiti og kvæntist þar konu sem er nákvæm eftirmynd fyrri eiginkonunnar. Annar hætti í vinnunni og fann sér nákvæmlega sömu vinnu hinum megin á hnettinum. Og það vakti áhuga minn að fjalla um þetta fólk sem fær einhvern veginn alveg nóg og bara fer.“ Stjarna í aðalhlutverkinu „Ég veit ekki hvort mig langaði að segja eitthvað sérstakt með þessari mynd. Ég ákvað að fjalla um þetta fólk sem getur gert svona hluti og þá er það mitt verkefni að fylgja því eftir af ástúð. Því um leið og þessar gjörðir lýsa miklu sak- leysi, eða einsog í tilfellinu hans Alain, bara óviti, þarf um leið ótrú- lega mikinn kjark til að klippa á allt, og það vekur aðdáun mína. Þau fá að sjá og kynnast því sem þau áttu ekki kost á áður. Það gerir þau heillandi, og mér finnst þau hafa rétt fyrir sér á vissan hátt.“ Aðalleikarinn heitir Samuel Le Bihan, en íslenskir áhorfendur gátu séð hann í kvikmyndinni Vé- nus Beauté sem var sýnd í Há- skólabíói fyrir ekki svo löngu. „Hann er einn af allra vinsælustu leikurum Frakka um þessar mund- ir. Fólk tók fyrst eftir honum í Vénus Beauté. Nýlega var svo frumsýnd myndin Le pacte des loups og nú er hann orðinn stjarna. Hann var næstum óþekktur þegar ég bað hann um að leika, þannig að ef ég myndi spyrja hann núna þá myndi hann áreiðanlega neita mér,“ segir Emilie hlæjandi. „Ég hitti flesta leikara í París og Samuel var sá eini sem gat gefið mér þetta ómeðvitaða sakleysi sem var alveg nauðsynlegt til að per- sónan yrði trúverðug. Hinir leik- ararnir voru líka mjög góðir en þeir komu með of mikið þungt drama inn í hlutverkið. Ég þurfti einhvern sem gat brosað til fólks og sagst vera farinn án þess að vera meðvit- aður um afleiðingarnar.“ Misgott gengi „Myndin hefur gengið vel á Spáni, í Þýskalandi, Asíu og víðar en hún gekk ekki sérlega vel í Frakklandi. Hún var frumsýnd í september 1999 og þann mánuð voru frumsýndar sautján aðrar franskar kvikmyndir og tvær bandarískar, og eina kvikmyndin sem gekk eitthvað var Ma petite Entreprise sem sýnd er hér á há- tíðinni. Þetta er kallað svarti mán- uðurinn. Síðan þá er búið að koma á sér- stökum áskriftarkosti í bíó á mjög lágu verði sem hefur aukið aðsókn- ina um 40%. Og ásóknin í kortin er svo mikil að þeir eru farnir að tapa á þeim, en geta ekki snúið til baka nema að finna upp nýtt fyrirkomu- lag til að bjóða í staðinn. Þetta er mjög slæmt fyrir sjálfstæða kvik- myndagerð, þar sem innkoman af sýningunum er næstum engin, þær eru einskis virði lengur.“ – Ertu bjartsýn á eigin framtíð? „Já, ég mun gera aðra mynd, og ég er meðal þeirra heppnu í franska kvikmyndageiranum. Ég geri myndir sem eru blanda af því að vera markaðsvæn og flókin kvik- myndagerð sem getur reynst fram- leiðendum mínum erfitt á stundum. Næsta mynd verður einnig um fólk í mjög afmörkuðu umhverfi en líkast til aðeins auðmeltanlegri,“ segir Emilie Deleuze sem hefur ferðast um allan heim með Peau Neuve. Heillandi óvitar Morgunblaðið/Arnaldur Emilie Deleuze verður viðstödd opnun Franskra bíódaga í Regnboganum. Marcial Di Fonzo Bo og SamuelLe Bihan í hlutverkum sínum. Hvað gerir það að verkum að skyndilega verður lífið óbærilegt og Alain ákveður að snúa blaðinu við? SVONEFND landsbyggðarkvöld Músíktilrauna eru oftar en ekki skemmtilegustu kvöldin en þá koma saman hljómsveitir utan af landi ein- göngu til að tryggja jafnræði með mönnum og spara ferðakostnað fyrir þær sveitir sem komast áfram. Þetta eru og yfirleitt fjölbreyttustu kvöldin þegar hljómsveitir úr ólíkum lands- hlutum troða upp enda virðist sem breiddin sé minni fyrir sunnan. Á fimmtudagskvöldið léku sjö sveitir venju fremur fjölbreytta tónlist. Rúfuz byrjaði leikinn þetta kvöld á torkennilegum shaman-söng og stökk síðan af stað í rokkið. Nokkuð vantaði upp á fyllingu í leik sveitar- innar, kannski annan gítar eða hljómborð, en ekki kom það að sök í öllum laganna. Sveitarmenn stóðu sig með prýði, sérstaklega þó bassa- leikarinn, og lögin voru bærileg utan að slæmur texti í öðru lagi sveitar- innar spillti því mjög. Prozak var næst á svið og talsvert breytt frá tilraununum fyrir ári. Tón- listin var enn rokkkyns og keyrslan þétt og góð en söngurinn ekki góður. Raddir söngvara sveitarinnar liggja of hátt og svipar of saman til að nokkuð fáist út úr því af viti að hafa söngvarana tvo. Það var helst að öskrin kæmu vel út. Ýmislegt skemmtilegt er á ferð í lögum þeirra Prozac-manna og takt- og hraða- skiptingar skemmtilegar. Trommu- leikarinn bar af en aðrir stóðu sig vel. Berrassaðir léku hreinræktað framúrstefnurokk. Fyrsta lagið var mikil stuðsveifla, þar sem söngvari sveitarinnar rumdi af list, en síðan var farið út í meiri framúrstefnu. Hljómborðsleikur gaf lögunum skemmtilega fjarrænan blæ og hljóð- in skemmtilega valin. Lame Excuse var geysivel undir kvöldið búin, framúrskarandi þétt með valinn mann í hverju rúmi. Eft- irminnilegur er leikur skrautgítar- leikara sveitarinnar en aðrir stóðu sig líka vel, nefni hryngítarleikara og söngvara sem er efni í rokkstjörnu. Lögin voru vel samin en skorti á í frumleika sem hefði fleytt sveitinni lengra. Hljóðfæraskipan Input var óvenjuleg, trommur, gítar og söngur. Reyndar voru trommuleikaranir tveir og spiluðu ekki alltaf sama takt- inn sem gaf tónlistinni athyglisverð- an taktgrunn. Gítarleikarinn stóð sig bærilega með prýðilegan hljóm en söngvari sveitarinnar var aftur á móti framúrskarandi og sönglínur góðar. Sérstaklega var þriðja lag sveitarinnar gott. Mjög efnileg sveit. Ísfirska poppsveitin Bimbó stakk verulega í stúf við það sem á undan var komið enda lék sveitin grípandi léttrokkað popp. Lagasmíðar voru vel af hendi leystar og víst að and- vökulagið á eftir að slá í gegn komist það í útvarp. Flutningur var líka góð- ur og aðalgítarleikari sveitarinnar óhemju traustur, aukinheldur sem liðsmenn rödduðu afskaplega vel og studdu ágæta söngkonu sveitarinn- ar. Lokasveitin þetta kvöld vitnaði í lagabók Aleisters Crowleys og kall- aði sig Do what thou wilt shall be the whole of the Law. Eitthvað var söngvari sveitarinnar að amast við því að menn kynnu ekki að rita nafn- ið, enda Crowley gamli flestum gleymdur nú orðið. Tónlistin sem sveitin lék átti þó ekkert skylt við yf- irborðskennt blaður að hætti Crowl- eys, heldur lék sveitin ómengaða ný- bylgju. Stígandi var prýðileg í fyrsta lagi þeirra félaga og með dimmradda karlakór til að rymja undir hefði lag- ið verið gersamlega skothelt. Næsta lag var líka gott en það þriðja hreint afbragð; mjög langt lag sem hefði eins mátt vera talsvert lengra. Bimbó sigraði nokkuð örugglega úti í sal en dómnefnd kaus áfram Prozac og Do what thou wilt shall be the whole of the Law. Úrslitin fóru síðan fram í gærkvöldi. Fjölbreytt skemmtan Árni Matthíasson Morgunblaðið/Björg Sveinsdóttir Berrassaðir frá Grundarfirði. Input spilaði kröftugt og hrátt rokk. Melódíska rokksveitin Lame Excuse kemur frá Akureyri og Mývatns- sveit. Rufuz sýndi talsverðan metnað. TÓNLIST M ú s í k t i l r a u n i r Síðasta undanúrslitakvöld Músíktilrauna Tónabæjar, haldið fimmtudaginn 29. mars. Fram komu Rúfuz, Prozak, Berrassaðir, Lame Excuse, Input, Bimbó og Do what thou wilt shall be the whole of the Law. TÓNABÆR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.