Morgunblaðið - 31.03.2001, Qupperneq 77

Morgunblaðið - 31.03.2001, Qupperneq 77
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MARS 2001 77 VÍST var Ingjaldur á rauðum skóm heitir leikritið sem frumsýnt verður í flutningi Hugleiks kl. 20 í kvöld í Tjarnarbíói. Höfundar þess eru þær Hjördís Hjartardóttir, Sigrún Ósk- arsdóttur og Ingibjörg Hjartardóttir og leikstjórinn er Sigrún Valbergs- dóttir sem hefur unnið með höfund- unum áður. „Við treystum Sigrúnu algjörlega fyrir verkinu. Hún skilur okkur,“ segja höfundarnir þrír sem stofnuðu og fæddu af sér Hugleik og hafa allar þrjár verið formenn leikklúbbsins. Þær byrjuðu að skrifa saman á þriðja leikárinu, árið 1986, og fyrsta leikritið þeirra var sýnt árið 1987. Bæld hvöt bak við kraftinn – Hvað vakti fyrir ykkur? Ingibjörg: Upphaflega gerðum við þetta til að fá tækifæri til þess að leika og vildum jafna aðstöðuna þannig að þegar við kæmum í bæinn væri líka fyrir áhugaleikfélag eins og úti á landi. Hjördís: Ég held að við höfum all- ar verið gagnteknar af þránni að slá í gegn. Það var mjög bæld hvöt en hún var krafturinn. Ingibjörg: Svo fór þetta meira að snúast um að skrifa. Sigrún: Það hefur verið þróun. Fyrsta leikritið sem við sýndum var Bónorðsförin og síðan Skuggabjörg, breytt, stytt og kvenleg útgáfa af Skuggasveini. Síðan fórum við alveg að skrifa sjálf. Hjördís: Það var mikið, af því að það er ekkert til af góðum íslenskum leikritum um ást. Ingibjörg: Þennan tæra einfald- leika vantaði, enda var fyrsta leik- ritið okkar ástarleikrit. Hjördís: Það er þessi hreina ást sem Hugleikur hefur lagt áherslu á í sínum verkum. Sigrún: Þar sem engin spilling viðgengst. Hjördís: Hún hefur aldrei yfir- höndina. Sigrún: Hreina ástin sigrar hina spilltu ást. Ingibjörg: Í þessu leikriti okkar er þessi hversdagshamingja og einfald- leiki. – Er ekki alltaf húmor í uppsetn- ingum ykkar? Ingibjörg: Ja, ég veit það ekki. Hjördís: Það fer eftir innri manni og geðslagi þess sem á horfir. Sigrún: Það er svo misjafnt hvað fólki þykir fyndið. Ingibjörg: Tchekov stóð í þeirri meiningu að hann væri að skrifa farsa. En túlkunin er alltaf sem há- dramatísk. Fortíðin lifir góðu lífi – Þetta er þjóðlegur titill. Hjördís: Við erum mjög þjóðlegir höfundar. Sigrún: Þetta fjallar um þrjár matseljur, systur sem eru með kost- gangara. Ingibjörg: Leikritið gerist í dag en þær eru aðeins skakkar í tímanum. Sigrún: Þær reyna að halda í for- tíðina og hafa allt eins og var inni í nútímanum. Hjördís: Þær eru á óráðnum aldri. Ingibjörg: Ein þeirra man að Hannes Hafstein klappaði henni á kollinn, sem segir mikið um aldur þeirra. – Og læðist ástin í líf þeirra? Sigrún: Það kemur ákaflega fögur og mjög vond kona inn á heimilið. Hjördís: Ekki vond heldur öðru- vísi kona með aðra lífssýn. Ingibjörg: Og hún ruggar bátnum svo leikritið fer af stað. Sigrún: En hin tæra hreina ást kemur við sögu. Hjördís: Allt leikritið er gegnsýrt finnst mér af ást. – Er ekki feminískur broddur í leikriti eftir þrjár konur um aðrar þrjár konur? Hjördís: Þessar konur eru engum háðar og þær láta sig ekki varða hugmyndir heimsins um það hvernig konur eigi að vera eða haga sér. Þær eru ekki að fylgjast með fegurðar- samkeppnum. Ingibjörg: En þær eiga samt sína drauma. Sigrún: Já, og djúpar þrár. Hjördís: En ákaflega heilbrigðar. – Eru skilaboð til yngra fólks falin í verkinu? Hjördís: Já, líttu þér nær í leit að hamingjunni. Sigrún: Og þessi gömlu gildi sem oft eru í heiðri höfð. Ingibjörg: Hamingjan oft hjúfrar sig í hafragrautarskál. Þjóðlegt og gegn- sýrt af ást Frægðarþráin og hin hreina tæra ást leiddu þrjár konur á vit rit- listarinnar. Hildur Loftsdóttir spurði þær út í nýjasta hug- arfóstrið. Ingibjörg, Hjördís og Sigrún með andann yfir sér. Víst var Ingjaldur á rauðum skóm hilo@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.