Morgunblaðið - 31.03.2001, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 31.03.2001, Blaðsíða 84
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 31. MARS 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. TVEIR unglingspiltar voru hætt komnir þegar þeir lentu í snjóflóði rétt utan við skíðasvæði Seyðfirð- inga á milli klukkan fimm og hálf- sex á fimmtudag. Piltarnir voru ásamt fjórum félögum sínum að renna sér á snjóbrettum þegar flóð- ið fór af stað og flaut annar ofan á því niður brekkuna en hinn lenti í sprungu á milli snjófleka. Hvor- ugan þeirra sakaði. Að sögn Emils Tómassonar, snjó- flóðaeftirlitsmanns veðurstofunnar á Seyðisfirði, var um stórt flekaflóð að ræða og mældist það um 400 metrar á breidd en fallbreidd þess var um 200 metrar. Það sem líklega hefur bjargað piltunum er að flóðið fór hægt fram enda var snjórinn þungur og brekkan aflíðandi. Stálið í flóðinu var rúmir tveir metrar og sat annar piltanna, Bergþór Rún- arsson, uppi á slíkum tveggja metra þykkum jaka á meðan flóðið rann fram. Ekki er vitað um að snjóflóð hafi fallið áður á þessum stað og segir Emil líklegt að veðurfar und- anfarna daga hafi valdið því að þessi skilyrði mynduðust. Þrátt fyr- ir að gott veður hafi verið allra síð- ustu daga var hret sem stóð að vest- an á mánudag og þriðjudag og þannig hafi skafið ofan í hvilftina þar sem flóðið féll. Síðan hafi pilt- arnir líklega komið flóðinu af stað þar sem þeir voru að renna sér í brekkunni. Hélt að þetta yrði sitt síðasta Ívar Pétur Kjartansson sem er 14 ára slapp ótrúlega vel úr snjóflóð- inu en hann rann í sprungu á milli tveggja snjófleka þá 200 metra sem fallbreidd þess var. Honum var að vonum brugðið þegar flóðið fór af stað. „Við vorum bara að renna okkur þarna þegar ég sá sprungu myndast fyrir neðan mig og ég hugsaði með mér að sem betur fer væri þetta fyrir neðan mig. En þá leit ég upp og sá að önnur sprunga hafði myndast fyrir ofan. Þá var neðri sprungan komin aðeins neðar og þeir kögglar sem fylgdu henni svo ég renndi mér lengra niður, en svo náði efra flóðið mér og ég varð á milli.“ Ívar klemmdist þó ekki á milli flekanna því þeir náðu aldrei alveg saman en rann í sprungunni á milli flekanna niður alla brekkuna. Hann segist hafa orðið mjög hræddur og á tímabili hélt hann að þetta væri sitt síðasta: „Ég grófst næstum því undir því ég fann kögg- ul fljúga rétt yfir hausinn á mér og snjógleraugun mín brotnuðu. Þann- ig að lappirnar á mér skulfu og ég var bara í algjöru sjokki þegar vin- ir mínir komu og spurðu hvort það væri ekki allt í lagi með mig.“ Ívar heldur að ferðin niður brekkuna hafi tekið tæpa mínútu en litlar drunur heyrðust í flóðinu. „Það var ekki það mikill hraði á þessu,“ segir hann og prísar sig sælan. „Ef þetta hefði verið í stærri brekku hefði flóðið náð almenni- legri ferð en sem betur fer náði það ekki það mikilli ferð.“ Móðir Ívars, Guðrún Katrín Árnadóttir, segir mikilvægt að menn læri af þessari reynslu. Því hafa foreldrar á staðnum þegar óskað eftir að piltarnir verði frædd- ir um hættur og rétt viðbrögð við aðstæður eins og þær sem þeir lentu í á fimmtudag. Tveir piltar hætt komnir í snjóflóði fyrir ofan Seyðisfjörð Bárust 200 metra með snjóflóðinu Ljósmynd/Guðjón M. Jónsson Emil Tómasson mælir snjóflóðið í gærmorgun. SAMNINGANEFND Landssam- bands íslenskra útvegsmanna ósk- aði á fundi hjá ríkissáttasemjara í gær eftir viðræðum við einstök sam- tök sjómanna, þar sem sameiginleg- ar viðræður hefðu ekki borið árang- ur. LÍÚ óskaði eftir því að viðræður yrðu fyrst hafnar við Vélstjórafélag Íslands og Sjómannasamband Ís- lands, hvort í sínu lagi, en síðar munu fara fram viðræður útvegs- manna við Farmanna- og fiski- mannasamband Íslands. Verkfall sjómanna skellur á annað kvöld, hafi ekki samist fyrir þann tíma. Í orðsendingu frá samninganefnd FFSÍ í gær kom fram að útvegs- menn óskuðu ekki lengur eftir við- ræðum við fulltrúa FFSÍ í yfir- standandi kjaradeilu sjómanna á fiskiskipum og útvegsmanna. Í fréttatilkynningu frá ríkissátta- semjara kom hins vegar fram að til að fyrirbyggja misskilning vildi rík- issáttasemjari taka fram að LÍÚ hefði ekki slitið viðræðum við FFSÍ, heldur óskað eftir viðræðum við ein- stök samtök sjómanna. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ og formaður samninganefndar útvegsmanna, segir að eins og við- ræður hafi þróast undanfarnar vik- ur sé ljóst að ræða verði við sjó- mannasamtökin hver í sínu lagi. „Við merkjum það ekki að Far- manna- og fiskimannasambandið sé í þessum viðræðum af heilindum. Þvert á móti. Þessu er þveröfugt farið með samninganefndir Vél- stjórafélags Íslands og Sjómanna- sambands Íslands en þar eru menn að leggja sig verulega fram til að reyna að ná samningi. Það er hins vegar ennþá verulega langt í land með að svo geti orðið,“ segir Friðrik. Samninganefnd FFSÍ hefur lýst yfir vilja sínum til þess að halda áfram kjaraviðræðum við fulltrúa útvegsmanna. Grétar Mar Jónsson, forseti FFSÍ, segir þessa ósk út- vegsmanna skjóta nokkuð skökku við þar sem þeir hafi kvartað undan því á síðastliðnu ári að samtök sjó- manna kæmu ekki sameinuð til kjaraviðræðna. Hann harmar þessa afstöðu fulltrúa útgerðarmanna, sem sé gróf tilraun til að reka fleyg í samstarf samtaka sjómanna, með það að markmiði að styrkja samn- ingsstöðu útvegsmanna í kjaradeil- unni. „Það mun hins vegar ekki bera árangur því samstaðan meðal sjó- mannasamtakanna er með ágætum. Þetta þýðir hins vegar að deilan er komin í strand enn einu sinni,“ segir Grétar. Sjómannaverkfall skellur á annað kvöld hafi ekki samist Útvegsmenn vilja ræða við einstök félög sjómanna  Flötur kominn/13 SVARS frá samgönguráðuneytinu vegna bréfs Flugmálastjórnar um rekstur Leiguflugs Ísleifs Ottesen og flugslysið í Skerjafirði er ekki að vænta fyrr en eftir helgina, að sögn Jakobs Fals Garðarssonar, aðstoð- armanns Sturlu Böðvarssonar sam- gönguráðherra. Sturla er nú stadd- ur í Kaupmannahöfn þar sem hann er við opnun á nýrri skrifstofu Eim- skipafélagsins. Hann er væntanleg- ur til landsins á morgun. Embættismenn samgönguráðu- neytisins fóru í gær yfir svarbréf Flugmálastjórnar frá því í fyrradag, þar sem Flugmálastjórn telur í svari sínu ekki ástæðu til að segja upp flugrekstrarleyfi til áætlunarflugs við Leiguflug Ísleifs Ottesen, LÍO. Það verður því ekki fyrr en eftir helgi sem samgönguráðherra ákveð- ur hvort ráðuneytið segir samningn- um upp um áætlunarflug við LÍÓ. Ráðherra bað um umsögn Flug- málastjórnar og í tilefni þess fór fram sérstök úttekt á LÍO dagana 27. og 28. þessa mánaðar. Tekið var á tæpum 50 atriðum í rekstrinum, allt frá viðhaldssamningum og far- þegalistum til þjálfunar í neyðartil- vikum. Svar væntan- legt eftir helgina  Hætta á/42 Ráðuneytið um bréf Flugmálastjórnar ÖKUMAÐUR var handtekinn í Mjóddinni í Breiðholti síðdegis í gær grunaður um ölvun við akstur. Að sögn lögreglu hafði ökumaðurinn fyrst bakkað á stólpa við Fannarfell en ekið á brott og skilið afturstuðarann eftir, sem losnaði af bílnum við ákeyrsluna. Því næst hélt ökumaðurinn niður í Mjódd þar sem hann ók á sex kyrrstæða bíla og kast- aðist einn þeirra á gangandi vegfaranda sem slasaðist minniháttar. Bíll ökumannsins og einn hinna sem hann ók á voru fluttir af vettvangi með kranabíl, nokkuð skemmdir. Ók ölv- aður á sex bíla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.