Morgunblaðið - 08.12.2001, Page 73

Morgunblaðið - 08.12.2001, Page 73
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 73 Fermingarbörn munu aðstoða í guðsþjónustunni, lesa ritningarorð og bænir. Barnastarf verður með hefðbundnum hætti, en því stýrir Magnea Sverrisdóttir æskulýðs- fulltrúi. Organisti verður Hörður Áskelsson. Gerðubergskórinn og kaffisala í Breiðholtskirkju ANNAN sunnudag í aðventu fáum við heimsókn í Breiðholtskirkju í Mjódd. Þá kemur Gerðubergskórinn, kór félagsstarfsins í Gerðubergi, og syngur við messu kl. 14 undir stjórn Kára Friðrikssonar, en sú hefð hefur skapast að kórinn syngi við messu í kirkjunni þennan sunnudag og hefur sú heimsókn ávallt verið mjög vel heppnuð. Einnig munu þátttakendur úr félagsstarfinu, þau Eyjólfur R. Eyjólfsson, Jakob Þorsteinsson, Mar- grét Eyjólfsdóttir og Svanhildur Sig- urjónsdóttir lesa ritningarlestra og bænir og Kristjana V. Jónsdóttir fer með ljóð. Sólveig Jónsdóttir guð- fræðingur prédikar. Vakin skal at- hygli á því að hér er um að ræða breyttan messutíma frá því sem venjulegast er í Breiðholtskirkju. Að messu lokinni verður síðan kaffisala Kvenfélags Breiðholts en félagið hefur alla tíð stutt safn- aðarstarfið og kirkjubygginguna af miklum dugnaði og rausnarskap. Það er von okkar að sem flestir safnaðarmeðlimir og aðrir velunn- arar kirkjunnar og félagsstarfsins í Gerðubergi hafi tækifæri til að taka þátt í guðsþjónustunni og styðja síðan starf kvenfélagsins með því að þiggja veitingar á eftir. Sr. Gísli Jónasson. Morgunblaðið/Sverrir Háteigskirkja. Aðventutónleikar stúlkna- og barnakóra Háteigskirkju kl. 17. Neskirkja. Félagsstarf aldraðra kl. 14. Skoðuð verður sýning Bjargar C. Þorláks- son í Þjóðarbókhlöðunni undir leiðsögn Einars Sigurðssonar landsbókavarðar. Kaffiveitingar í Þjóðarbókhlöðunni. Þátt- taka tilkynnist í síma 511-1560. Allir vel- komnir. Sr. Frank M. Halldórsson. Hvammstangakirkja. Barnamessa kl. 11. Safnaðarstarf FRÉTTIR aflokkurinn leði hefur unnið ess í hugum smanna fyrir minnilegar og gar frásagnir kunnra dinga. fríður Leósdóttir n Þórðarson ún Ólafsdóttir a Eyjólfsdóttir r Foss VEFUR félags áhugafólks um Downs-heilkenni var formlega opn- aður hinn 6. desember sl. í Lista- safni Reykjavíkur. Björn Bjarnason menntamálaráðherra opnaði vefinn að viðstöddum félagsmönnum og öðrum gestum en hann er að finna á slóðinni: http://www.downs.is Tilgangur vefjarins er að safna saman á einn stað þeim upplýs- ingum sem tengjast Downs- heilkenni og félaginu. Á honum er að finna ýmsan fróðleik, sögur og myndir sem nýtast ættu bæði að- standendum og öðrum áhugasöm- um. Þangað er einnig hægt að senda inn fyrirspurnir og skrá sig þar í félagið. Morgunblaðið/Þorkell Björn Bjarnason opnar vefinn. Vefur opn- aður um Downs-heil- kenni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.