Morgunblaðið - 22.10.2005, Side 6
6 LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
VINSÆLASTI HÖFUNDUR Í HEIMI
DAN BROWN
NÝ BÓK Í ÍSLENSKRI ÞÝÐINGU EFTIR
MEISTARA SPENNUSÖGUNNAR
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
1
4
7
7
2
BJÖRN Bjarnason,
dómsmálaráðherra,
setti í gær Sigurð Tóm-
as Magnússon, lögfræð-
ing og fyrrverandi hér-
aðsdómara og formann
dómstólaráðs, sem rík-
issaksóknara til að fara
með mál ákæruvaldsins
í Baugsmálinu, gegn
Jóni Ásgeiri Jóhannes-
syni o.fl., eftir að Bogi
Nilsson, ríkissaksókn-
ari, lýsti sig vanhæfan í
málinu. Um er að ræða
meðferð þeirra 32
ákæruliða, sem Hæsti-
réttur vísaði frá.
Sigurður sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gær að verkefnið væri bæði
vandasamt og viðamikið. „Það er mik-
ið af skjölum sem þarf að skoða og
fara í gegnum, en það er ekki verið að
byrja á byrjunarreit.“
Hann sagði erfitt að segja til um
hversu langur tími muni líða þar til
tekin verði ákvörðun um framhald
málsins, enda fái hann málsskjölin
ekki í hendur fyrr en á mánudag.
„Það verður tæpast á þessu ári, en ég
mun ekki draga það lengur en brýn-
ustu nauðsyn krefur. Ég vonast til
þess að það verði í jan-
úar eða febrúar. Þarna
eru sakaðir menn sem
enn bíða úrslita málsins,
og þeirra vegna verður
að hraða ákvörðun sem
allra mest.“
Sigurður er fæddur
15. júní 1960 og lauk
lagaprófi frá Háskóla
Íslands vorið 1985.
Hann hefur starfað sem
fulltrúi yfirborgardóm-
arans í Reykjavík, sem
fulltrúi á lögmannsstofu
og aðstoðarmaður
hæstaréttardómara, en
var settur borgardóm-
ari frá 1. september 1990. Sigurður
gegndi ýmsum störfum við dómstóla
áður en hann var settur héraðsdómari
við héraðsdóm Reykjavíkur frá 1. jan-
úar til 31. desember 1994.
Hann starfaði fyrir dómsmála- og
löggæsluskrifstofu dóms- og kirkju-
málaráðuneytis frá 1. janúar 1995 til
30. september 1996, en var skipaður
dómari við héraðsdóm Reykjavíkur
frá 1. júní 1996 til dagsins í dag. Hann
hefur frá 1. nóvember 2004 verið sér-
fræðingur við lagadeild Háskólans í
Reykjavík í leyfi frá dómarastörfum.
Sigurður Tómas Magnússon settur
ríkissaksóknari í Baugsmáli
Ákvörðun um
framhald í byrj-
un næsta árs
Sigurður Tómas
Magnússon
yfir þeim upplýsingum. Starfs-
mannaleigan hefði sannanlega ekk-
ert umboð til að fara inn á reikn-
ingana og væri ekki prókúruhafi á
þeim.
Fengu ofgreitt 18.300 kr.
Eiður Eiríkur Baldvinsson sagði í
samtali við Morgunblaðið að komið
hefði í ljós að tveir Pólverjanna
hefðu fengið ofgreitt 18.300 kr. hvor
um sig. Haft hefði verið samband við
þá og þeir spurðir hvað þeir vildu
gera í málinu. Þeir hefðu óskað eftir
að upphæðirnar yrðu bakfærðar og
gefið upp nauðsynlegar upplýsingar
ODDUR Friðriksson, aðaltrúnaðar-
maður starfsmanna við Kárahnjúka,
segir að þeir muni óska eftir fundi
með Landsbankanum til að fara yfir
hvaða augum bankinn líti bakfærslur
af bankareikningum tveggja Pól-
verja sem starfsmannaleigan 2 B
framkvæmdi. Eiður Eiríkur Bald-
vinsson, framkvæmdastjóri 2 B, seg-
ir að færslurnar hafi verið fram-
kvæmdar að beiðni Pólverjanna.
Oddur Friðriksson sagðist í sam-
tali við Morgunblaðið reikna með að
fundurinn með Landsbankanum yrði
strax eftir helgina, en þeir myndu
fara eins langt með þetta mál og
þyrfti, því svona lagað yrði að stöðva.
Þarna væri um það að ræða að farið
væri inn á reikning tveggja Pólverja
og 18.300 kr. í hvort skipti færðar inn
á reikning 2 B starfsmannaleigu.
Mennirnir eru hluti af hópi átján
Pólverja sem starfa við Kárahnjúka.
Oddur sagðist ekki gera athuga-
semdir við það að bankinn sjálfur
framkvæmdi leiðréttingar á launum
ef þess þyrfti. Það kæmi fyrir, en það
væri með öllu ólíðandi að fyrirtækið
sjálft færi inn á bankareikning við-
komandi starfsmanns. Leigan hefði
opnað þessa starfsmannareikninga í
upphafi og fengið upplýsingar varð-
andi notkun þeirra og virtist enn búa
til þess að það væri hægt. Nokkrum
klukkutímum seinna hafi annar
þeirra haft samband og hótað að
kæra bakfærsluna til lögreglu. Þeg-
ar hann hefði verið spurður um fyrra
samþykki sitt hefði hann sagst hafa
gleymt því og hafi peningarnir í
framhaldinu verið færðir aftur inn á
reikningana.
Hann sagði að starfsmannaleigan
hefði hjálpað starfsmönnunum til
þess að opna reikningana og bent
þeim á að breyta pin-númerum. Síð-
an hefði þeim upplýsingum sem
starfsmannaleigan hefði búið yfir að
þessu leyti verið fargað.
Yfirtrúnaðarmaður við Kárahnjúka
Bakfærslur verða ræddar
við Landsbankann
Morgunblaðið/Árni Torfason
Í SÉRATKVÆÐI Jóns Steinars
Gunnlaugssonar hæstaréttardómara
í máli ríkissaksóknara gegn karl-
manni, sem dæmdur var í 2½ árs
fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn
dóttur fyrrum sambýliskonu sinnar,
eru færð rök fyrir sýknu ákærða
hvað einn ákærulið varðar. Fjallar sá
ákæruliður um brot gegn stúlkunni á
árunum 1995 og 1996. Alls var ákært
fyrir brot á árunum 1993–1999.
Í sératkvæðinu segir að með því
að leysa úr málinu á þann veg að nóg
sé að bera sakir á mann, þótt hann
neiti sök, til að fá hann sakfelldan sé
verið að snúa við sönnunarbyrðinni.
Lagt sé á hinn sakaða að hnekkja
ásökunum. Séu vandfundin dæmi um
að dómstólar hafi sakfellt menn fyrir
brot á slíkum grundvelli í öðrum
flokkum afbrota. „Þessu virðist ráða
sú aðstaða að sönnunarfærsla um
[kynferðis]brot er jafnan erfið í mál-
um af þessu tagi og svo hitt að brot,
ef sönnuð eru, teljast án nokkurs
vafa svívirðileg að almenningsáliti,
því í þeim felst alvarlegt trúnaðar-
brot gegn barni, sem viðkomandi
sakborningi hefur verið trúað fyrir
til uppeldis.“ Segir ennfremur að
þessi aðstaða geti ekki að réttum
lögum valdið því að sakborningar
séu sviptir þeirri mannréttindavernd
sem stjórnarskráin og Mannrétt-
indasáttmáli Evrópu veiti þeim.
Ennfremur er vitnað í lög um með-
ferð opinberra mála þar sem kveðið
er á um að sönnunarbyrði um sekt
sakbornings, og atvik sem telja megi
honum í óhag, hvíli á ákæruvaldi.
Sönnunarbyrðinni
snúið við í kynferðis-
brotamálinu
HÉR eru allar verslanir tómar og við-
búnaður verulegur,“ sagði Þorbjörn
Emil Kjærbo er Morgunblaðið náði
tali af honum síðdegis í gær á heimili
sínu í Havana, höfuðborg Kúbu. Felli-
bylurinn Wilma stefndi í gær á vest-
urhluta Kúbu og óttast menn að hann
muni valda þar miklum usla.
„Hér er smátitringur í fólki og óró-
leikinn er heldur meiri en við höfum
átt að venjast til þessa,“ sagði Þor-
björn. Kvað hann Kúbverja til þessa
lítt hafa kippt sér upp við aðsteðjandi
óveður en afstaða manna væri sýni-
lega að breytast.
Ekki var í gær ljóst nákvæmlega
hvenær Wilma færi yfir Kúbu. Lík-
legast var þó talið að það yrði í dag,
laugardag, eða á morgun. Sagði Þor-
björn ljóst að tjón
gæti orðið verulegt
sveigði fellibylurinn
til austurs. Fari svo
kann óveðrið að ríða
yfir Havana og ná-
grenni.
„Hér hefur verið
komið upp neyð-
arskýlum með mat og
öðrum viðbúnaði.
Fólk hefur verið flutt
frá vesturhluta eyj-
arinnar þar sem talið
er líklegast að Wilma
gangi yfir. Verslanir
hér í Havana eru
tómar og í gær [fimmtudag] voru
víða langar biðraðir. Menn hafa kom-
ið sér upp birgðum af dósamat, vatni,
rauðvíni og rommi. Kúbverjar eru
sterk þjóð og baráttuglöð og almennt
halda menn rósemi sinni
þó svo spennan sé greini-
lega meiri í fólki en oft-
ast áður.“
Þorbjörn býr í hinum
gamla borgarhluta Ha-
vana en hann hefur verið
á Kúbu í rúmlega tvö ár.
„Við erum hin rólegustu.
Við höfum hér tiltækan
mat og vatn en búist er
við að áhrifa Wilmu
muni gæta í um tvo sól-
arhringa. Geri hér veru-
legan vind mun ég negla
fyrir hurðirnar og setja
límbönd yfir rúðurnar til
að draga úr högginu gefi þær eftir í
óveðrinu. Annars erum við orðin
vön þessu og höldum því alveg still-
ingu okkar,“ sagði Þorbjörn E.
Kjærbo.
Þorbjörn Emil Kjærbo
Allar verslanir tómar
og viðbúnaður mikill
Þorbjörn E. Kjærbo í Havana segir Kúbverja hafa gert
ráðstafanir vegna komu fellibyljarins Wilmu
Eftir Ásgeir Sverrisson
asv@mbl.is
RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær
að verja 10 milljónum króna til þess
að stofna sérstakan rannsóknarsjóð,
Jafnréttissjóð, sem ætlað er að veita
fé til rannsókna á grundvelli umsókna
á kvennafrídegi ár hvert, þann 24.
október, í fyrsta sinn á næsta ári.
Fram kemur í minnisblaði, sem
Halldór Ásgrímsson forsætisráð-
herra lagði fram á ríkisstjórnarfund-
inum, að markmiðið með Jafnréttis-
sjóði sé að tryggja að hér á landi verði
unnar vandaðar kynjarannsóknir en
sérfræðingar telji að kynjarannsókn-
ir geti verið lykill að bættri stöðu
kvenna og breyttri karlamenningu og
þ.a.l. framgangi jafnréttis.
Lagt er til að fyrst um sinn verði
sérstök áhersla lögð á að veita annars
vegar fé til rannsókna á stöðu kvenna
á vinnumarkaði bæði að því er varðar
launakjör og áhrif og hins vegar til
rannsókna á áhrifum gildandi lög-
gjafar hér á landi s.s. lögum um sjálf-
stæðan rétt feðra til fæðingarorlofs.
Lagt er til að Jafnréttissjóðurinn
verði vistaður í forsætisráðuneyti á
grundvelli reglna sem settar verði og
samþykktar af ríkisstjórninni.
30 ár liðin
Í minnisblaðinu segir, að á þessu
ári séu liðin 30 ár frá kvennafrídeg-
inum 24. október 1975, degi Samein-
uðu þjóðanna, með fádæma þátttöku
á Íslandi, sem konur minnist enn
þann dag í dag.
Árið 2005 sé sögulegt í ljósi jafn-
réttisbaráttunnar hér á landi og í al-
þjóðlegu samhengi því þá séu 90 ár
frá því að konur öðluðust kosninga-
rétt til Alþingis, 19. júní 1915. 85 ár
eru frá því að konur öðluðust fullan
kosningarétt. Sjötíu ár eru liðin frá
því að Auður Auðuns lauk embættis-
prófi í lögfræði og 35 ár frá því að
Auður var skipuð dóms- og kirkju-
málaráðherra, fyrst kvenna til að
gegna embætti ráðherra. Þá eru 30
ár frá alþjóðlegu kvennaári Samein-
uðu þjóðanna, 1975.
Einnig eru 25 ár frá því að Vigdís
Finnbogadóttir var kjörin forseti Ís-
lands, fyrst kvenna í heimi til þess að
verða valin þjóðhöfðingi í lýðræðis-
legum kosningum, 20 ár frá lokum al-
þjóðlegs kvennaáratugar Sameinuðu
þjóðanna, 1975–1985, 10 ár frá alþjóð-
legu kvennaráðstefnunni sem haldin
var á vegum Sameinuðu þjóðanna í
Peking og 5 ár frá því að Peking+5
var haldin á vegum Sameinuðu þjóð-
anna í New York.
Sérstakur jafnréttis-
sjóður stofnaður