Morgunblaðið - 22.10.2005, Page 20

Morgunblaðið - 22.10.2005, Page 20
20 LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Miðasala Þjóðleikhússins: Sími 551-1200 www.leikhusid.is Aukasýningar 20/11, 27/11 og 4/12 - 90. sýning! Allra síðustu sýningar! Rio de Janeiro. AP. | Brasilíumenn munu greiða um það atkvæði á morgun hvort takmarka eigi sölu á skotvopnum og skotfærum. Benda kannanir eindregið til þess, að það verði fellt. Könnun, sem birt var á fimmtu- dag, sýndi, að um 52% ætluðu að segja nei við tillögunni en aðeins 34% já. Gengur hún út á, að vopnasala verði takmörkuð við yfirvöld, herinn og öryggisverði en með undantekn- ingum þó hvað varðar veiðimenn á landsbyggðinni, byssusafnara og þá, sem stunda skotfimi. Ofbeldi er óvíða meira en í Bras- ilíu en þar falla um 40.000 manns fyr- ir skotvopnum á ári hverju eða 21,72 menn á hverja 100.000 íbúa. Er land- ið í öðru sæti í heiminum að þessu leyti en Venesúela efst með 34,3 dauðsföll af þessum sökum á hverja 100.000 íbúa. Í síðasta mánuði sýndu kannanir, að um 80% ætluðu að styðja tillög- una um takmarkanir á skotvopna- sölu en þá tóku hagsmunasamtök byssueigenda, byssusala og byssu- framleiðenda við sér og hófu mikla áróðursherferð, ekki síst í sjónvarpi. Var því haldið fram, að takmarkan- irnar gengju gegn réttindum þegn- anna og myndu gera þá varnarlausa frammi fyrir alls konar óþjóðalýð. Byssunni spáð sigri í Brasilíu        !"#!    45                  6              6    545 5   !" # $%& '(" )* + (" -$./, 01 . -/, , !  % +23&1 $%&&'&  $( $') *'++  ,-"". /-01! %,/ .*4, +*13  .,,&1 % *33 , / 5 $24116 77).,+3,&/, 3-/1.*, 3,%1 2!.3"45. .6 47 !3 .6 8 9 9 8 % &8/1 -#, 8 $231 +*13 8 ./ .* ! ,98,3  &. &3., $5/,6 :1/ 0  $0#1 2$24 .31 .,3, % 3,%1 .  ,/ - 03&1 -$5/16 ,// $,/  90# .31 #1/ 0 $0#1 2$24 5 . % 3,%16 :1/ 0, .31 ! ;! - $.39 6 %+<6 /., % ..<. .31 =1 .,3,6 .,3 . .,  $.391 %+<1 3,%1 - +*16      > ; #1/ 0 - #& / ./,?  ! :5; ;!.3"4!!+ 7013 3< 2!.3"45 !4 <5;.6 " 1<0 ! "#7 90&1 #1/ > 6 #81? ""$#7 $231 1&. - #3,1  !( -3 >! 6;!! #81? %#7  90&1 -  % , @;@ 2& ! ' ).,,#A BC3  BDE Washington. AFP. | Bandarískir og evr- ópskir vísindamenn óttast, að ísþekj- an yfir sjó á norður- og suðurskautinu geti brotnað upp og valdið því, að sjávarborð hækki meira en áður hef- ur verið gert ráð fyrir. Ísþekjan hefur verið að brotna upp og vísindamennirnir segja, að það geti haft þau áhrif, að landfastur ís og skriðjöklar verði óstöðugri og bráðni því meira en ella. „Vegna þessa er hugsanlegt, að sjávarborð hækki meira og fyrr en talið var og það er grafalvarlegt mál,“ sagði Peter Clark, prófessor í jarðvís- indum við Oregon-háskóla. Gæti hækkað um metra Núverandi líkön gera ráð fyrir, að sjávarborð muni hækka vegna bráðn- unar og vegna þess, að vatn þenst út við hita en á móti kemur, að hækkandi hitastigi fylgir aukin úrkoma, sem fellur þá sem snjór á heimskautunum. Landfastir jöklar kunna því að hækka aðeins eins og raunar má sjá merki um á Grænlandi nú þegar. Samt sem áður er gert ráð fyrir, að sjávarborð hækki um 50 sm á þessari öld. Brotni hins vegar ísþekjan upp með fyrr- greindum afleiðingum, gæti sjávar- borðið hækkað um heilan metra. Clark bætti því við, að yrði engin breyting á veðurfari næsta árþúsund- ið, gæti Grænlandsjökull horfið að mestu og sjávarborð hækkað um allt að sex metra. Óttast um ísþekjuna STJÓRNVÖLD í Sýrlandi ítrekuðu í gær að þau bæru enga ábyrgð á morðinu á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons. Í rann- sóknarskýrslu, sem unnin var á vegum Sameinuðu þjóðanna og birt var á fimmtudag, segir að fyrir- liggjandi gögn bendi til þess að Sýr- lendingar hafi komið að morðinu. Þykir skýrslan fallin til þess að auka enn þrýstinginn á stjórnvöld í Sýrlandi, sem sæta nú vaxandi ein- angrun. „Ég tel að skýrslan sé langt frá því að vera faglega unnin og að hún sé ekki fallin til að leiða okkur nær sannleikanum í málinu,“ sagði Mehdi Dakhlallah, upplýsingaráð- herra Sýrlandsstjórnar, í viðtali við Al-Jazeera-sjónvarpsstöðina. Hann tók fram að hann hefði ekki séð skýrsluna en hann hefði fylgst með fréttaflutningi af innihaldi hennar. Hún væri fyrst og fremst pólitísk í eðli sínu og hefði að geyma „til- búnar ásakanir“. Hariri var myrtur í sprengjutil- ræði í febrúarmánuði. Böndin bár- ust strax að Sýrlendingum. Morðið kallaði fram gífurlega reiði í garð Sýrlendinga í Líbanon og víðar og varð til þess að þeir ákváðu að kalla heim liðsafla sinn í Líbanon þar sem þeir og bandamenn þeirra höfðu verið allsráðandi. Frá því að þetta gerðist hafa Sýrlendingar sætt vaxandi einangrun og þrýst- ingi. Bandaríkjamenn hafa farið fremstir í flokki í þeim efnum en einnig hafa Evrópusambandið og Sameinuðu þjóðirnar þrýst á stjórn- völd í Damaskus um að veita þær upplýsingar sem farið hefur verið fram á og aðstoða við rannsókn málsins. Almennt er litið svo á að stjórn Bashars Assads forseta hafi ekki orðið við þessari kröfu. Sakaðir um blekkingar Það mat kemur og fram í skýrsl- unni, sem þýski rannsóknardómar- inn Detlev Mehlis vann ásamt að- stoðarmönnum sínum að beiðni Sameinuðu þjóðanna. Í henni eru Sýrlendingar sakaðir um að hafa reynt að blekkja þá sem gerðu skýrsluna. Er Farouk al-Sharaa, ut- anríkisráðherra Sýrlands, beinlínis sagður hafa logið í bréfi sem hann sendi nefndinni er annaðist skýrslu- gerðina. Ákvörðun um að myrða Hariri „gæti ekki hafa verið tekin án þess að hún hefði verið samþykkt af háttsettum manni í öryggisþjónustu Sýrlands og morðið gæti ekki hafa verið skipulagt án aðstoðar sam- starfsmanna úr leyniþjónustu Líb- anons,“ segir m.a. í skýrslunni. Sýr- lendingar og bandamenn þeirra í Líbanon stjórnuðu öllu öryggiskerfi landsins er Hariri var myrtur. Í skýrslunni er ekki fullyrt að As- sad Sýrlandsforseti hafi beinlínis komið að morðinu. Á hinn bóginn segir þar að vitni eitt fullyrði að bróðir hans og mágur hafi verið í hópi þeim „sem ákvað að myrða Hariri“. Raunir Lahouds magnast Andstæðingar Sýrlendinga í Líb- anon hafa fagnað niðurstöðum skýrslunnar. Magnast nú kröfur um að Emile Lahoud, forseti Líbanons, sem er hliðhollur Sýrlendingum, segi af sér. Í skýrslunni er látið að því liggja að honum hafi verið kunn- ugt um að til stæði að myrða Hariri. Vísað er til þess að fjórir nánir að- stoðarmenn hans hafi komið að til- ræðinu en menn þessir voru hand- teknir í ágústmánuði. Lahoud hefur lýst sig saklausan af ásökunum þessum. Stjórnvöld í Sýrlandi hafa jafnan haldið því fram að þau hafi á engan veg komið nærri morðinu. Bandaríkjamenn og Ísraelar hafa ítrekað þá kröfu sína að Sýrlend- ingar láti af öllum afskiptum af innri málefnum Líbanon. Stjórn George W. Bush Bandaríkjaforseta hefur aukið mjög þrýstinginn á stjórn Assads, sem nýtur lítils stuðnings á meðal annarra araba- ríkja. „Mikið áhyggjuefni“ Condoleezza Rice, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagði skýrsl- una í gær „mikið áhyggjuefni“ og að viðbrögð stjórnvalda vestra myndu koma fram í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Kvað hún „greinilegar vísbendingar“ að finna í skýrslunni um að Sýrlendingar hefðu ekki sýnt samstarfsvilja við rannsókn máls- ins. Talsmaður Evrópusambandsins hvatti Sýrlendinga í gær til að veita alla þá aðstoð sem farið yrði fram á við frekari rannsókn á morði Har- iris. Yrðu stjórnvöld ekki við þeirri kröfu myndu hagsmunir þeirra skaðast. Skýrslan verður rædd á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í næstu viku. Skýrslan er 54 síður. Við gerð henn- ar voru tekin viðtöl við rúmlega 400 manns og höfundar hennar fóru yfir meira en 60.000 skjöl. Sýrlandsstjórn segist saklaus af morði Hariris Stjórn Assads forseta sætir vax- andi þrýstingi eftir að birt var skýrsla um morð- ið á Rafik Hariri AP Ferðamenn ganga framhjá risastóru veggspjaldi í Beirút með mynd af Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráð- herra, og styttu píslarvottanna. Í skýrslu SÞ er Sýrlandsstjórn sökuð um að hafa samþykkt morðið á Hariri. Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is ♦♦♦ Sydney. AFP. | Rúmlega sjötugur maður, sem varð bráðkvaddur í bíl sínum á bílastæði við stórverslun í Melbourne í Ástralíu, var þar líklega í heila viku án þess að nokkur áttaði sig á því. Þegar einhverjir urðu loks til að athuga með manninn, sem sat undir stýri á bílnum, kom auðvitað í ljós að hann var látinn og var að auki kom- inn með miða fyrir stöðumælasekt undir þurrkublaðið. Hafa yfirvöld á staðnum beðið fjölskyldu mannsins afsökunar á þessu og segja að stöðu- mælavörðurinn komi aðeins á bíla- stæðið einu sinni í viku. Þar séu bílar stöðugt að koma og fara og fólk því upptekið af sjálfu sér en ekki öðrum. Látinn en sektaður samt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.