Morgunblaðið - 22.10.2005, Síða 73

Morgunblaðið - 22.10.2005, Síða 73
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2005 73 KRINGLANÁLFABAKKI Skelltu þér á alvöru mynd. Það er alltaf hægt að þek- kja myndir sem eiga eftir að keppa um Óskarinn. R.H.R / MÁLIÐ Óskarsverðlaunahafarnir Russell Crowe og Renée Zellweger fara á kostum í sterkustu mynd ársins. Upplifðu stórkostlegustu endurkomu allra tíma. Mynd eftir Ron Howard (“A Beautiful Mind”). ATH! Á undan myndinn er stuttmyndin “Madagascar Mörgæsirnar halda í jólaleiðangur sýnd. Sjáið Wallace & Gromit í sinni fyrstu bíómynd. Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna OG FRÁ FRAMLEIÐENDUM  V.J.V. TOPP5.IS  ROGER EBERT SÉRHVER DRAUMUR Á SÉR UPPHAF Kvikmyndir.com  H.J. / MBL Frá leikstjórum There´s Something About Mary, eftir bók frá höfundi About a Boy DREW BARRYMORE JIMMY FALLON Hún fílar vinnuna, Hann íþróttir . Munu þau fíla hvort annað? AR MYNDIR KL. 12 UM HELGAR Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI FLIGHT PLAN kl. 6.05 - 8.15 - 10.30 B.i. 12 ára. FLIGHT PLAN VIP kl. 1.40 - 3.45 - 6.05 - 8.15 - 10.30 WALLACE AND GROMIT Ísl tal. kl. 1.50 - 4 - 6.05 WALLACE AND GROMIT m/ensku.tali. kl. 6.05 - 8.15 - 10.30 CINDERELLA MAN kl. 5 - 8 - 10.50 B.i. 14 ára. THE 40 YEAR... kl. 5.30 - 8 - 10.30 B.i. 14 ára. GOAL kl. 8.15 - 10.30 VALIANTm/- Ísl tal. kl. 1.50 - 3.40 SKY HIGH kl. 1.40 - 3.50 CHARLIE AND THE ... kl. 1.40 - 3.45 RACING STRIPESm/- Ísl tal. kl. 2 PERFECT CATCH kl. 4.10 - 6 - 8.15 - 10.30 TRANSPORTER 2 kl. 8.15 - 10.30 B.i. 16 WALLACE AND GROMIT - Ísl tal.kl. kl.12 - 2 - 4 - 6 FLIGHT PLAN kl. 8 - 10.15 B.i. 12 MUST LOVE DOGS kl. 6.15 VALIANT m/- Ísl tal. kl. 12 - 2 - 4 SKY HIGH kl. 12 - 2.05 6 Vinsælasta fjölskyldumyndin á Íslandi í dag FJÖLÞJÓÐASAMFÉLAGIÐ á Ís- landi á sína fulltrúa á fótboltavell- inum og ber það hið hógværa nafn Africa United. Það hafði spilað ut- an deilda í ein 11 ár er það loksins fékk þátttöku í deildakeppni KSÍ. Nýliðar hefja keppni í 3. deild og eins gott að hafa hugfast að þar er samkeppnin ekki síður tvísýn og vægðarlaus en í þeim efri. Leik- menn þurfa að skora mörk til að vinna. Nýja myndin hans Ólafs Jó- hannessonar fjallar um baráttu þessa innflytjendaliðs fyrir lífi sínu, hún er af nýja skólanum, er e.k. sambland raunveruleikasjón- varpsins sem tröllríður sjónvarps- tækjum veraldar þessi misserin og hefðbundinnar heimildarmyndar. Liðið þarf á fjármagni að halda til að halda út tímabilið og þar með að myndin geti orðið að veruleika, svo Ólafur hefur píslargöngu frá Heródesi til Pílatusar í viðskipta- heimi borgarinnar til að fá bak- hjarla. Það hefst að lokum, síðan fylgir hann liðinu eftir, filmar kempurnar í sorg og í gleði í fram- andi veröld jaðarvalla hins ís- lenska fótboltaheims. Prímusmótor AU er Marokkó- búinn Zico, sem búinn er að lenda í fjárhagslegum hremmingum í nýja landinu og einbeitir sér nú að boltanum, þar sem hann sér sókn- arfæri, jafnvel frama og reynslu sem hann getur nýtt sér í föð- urlandinu. Hann er hinn andlegi leiðtogi og framkvæmdastjórinn. Hollendingurinn Einar Xavier að- stoðar við þjálfunina, Serbinn Zlatko og Nígeríumaðurinn Paul eru mikið í sviðsljósinu innan um félaga sína frá Gambíu, Kósóvó, Íslandi og víðar. Zico hefur litlu gleggri hugmynd um hvað bíður hans í deildarleikj- unum en áhorfendur myndarinnar. Með þessa óvissu öðru fremur að vopni skella Ólafur og hans menn sér í tökurnar. Þeim hefur lukkast, með miklum fjölda tökuvéla og frábærri klippingu, að gera hressa og jákvæða mynd um hálfgerða ut- angarðsmenn í neðstu deild í fót- boltanum á Íslandi. Liðsmennirnir bera höfuðið hátt og halda virð- ingu sinni, nota völlinn til að vera „kóngar um sinn“, byggja upp sjálfsvirðinguna, sem er upp og of- an eins og gengur. Í upphafi eru menn á bjartsýnisfylleríi: Í fyrsta leiknum hrúgast mörkin inn, þá segir einn leikmannanna á bekkn- um; „Stjóri, skiptu mér inn á og ég skora eins og ég get.“ Leik- urinn endaði í tveggja stafa tölu á móti núlli og menn tóku að nálgast jörðina. Þótt hún komi vitaskuld við sögu forðast Ólafur að flækja myndina sína með kynþáttaum- ræðu eða vandamálum hópsins ut- an vallar (að undanskilinni giftingu Zlatkos og spaugilegri Lund- únareisu Zicos á fund Charl- tonstjórans, Alans Curbishleys), fylgist þess í stað með því hvernig litríkur hópurinn samlagast, splundrast, vinnur en einkum tap- ar. Zico segir sem svo í byrjun myndarinnar að utan vallar séu allir vinir, innan hans taki við al- vara lífsins. Einmitt þessi hugsunarháttur verður þriðjudeildarliðinu mestur fjötur um fót. Það er ekki fyrr en undir lokin sem Zico og félagar uppgötva að menn verða að hafa gaman af hlutunum til að þeir gangi vel. Hvort sem það er utan vallar eða innan. Þá fer árangur að koma í ljós, menn að skora. Ann- ars á Zico við heilmargt að stríða. Fyrir utan eigið reynsluleysi, skort á markvissri þjálfun og hæfi- leikum plagar agavandamál liðs- mennina, jafnaðargeðið er hverf- andi og mórallinn upp og ofan, minnir stundum á sandkassastríð. Hin jákvæða nálgun Ólafs við viðfangsefnið skilar sér í bráð- skemmtilegri mynd, hann og grón- ir samstarfsmenn hans hafa greinilega ósvikið gaman af því sem þeir eru að gera, það smitar út í salinn. Þeir halda léttu tempói út myndina, útkoman kemur því talsvert á óvart, á löngum köflum áttar maður sig ekki alveg á því hvort það er ósvikin gamanmynd eða heimildarmynd sem rennur hjá á tjaldinu. Ég hef grun um að Africa United sé sitt lítið af hvoru, t.d. virðist laganeminn Paul fara eftir fyrirfram ákveðnum línum á köflum. Hvað sem því líður sýnir Ólafur enn og aftur að í honum búa ótvíræðir hæfileikar sem hann er að ná sífellt betri tökum á. Ólaf- ur er kominn með traustan hóp samstarfsmanna sem skilar sínu vel. Einkum er tónlistarnotkunin áhrifarík, sótt í allar áttir líkt og leikmennirnir og fellur mjúkt að efninu, áður hefur verið minnst á klippingu og tökur. Africa United á örugglega eftir að gera það gott á kvikmyndahátíðahringnum, þar sem hún er nú þegar farin að sanna sig, og almennir bíógestir eiga örugglega eftir að hafa ósvik- ið gaman af þessu skondna sjón- arhorni á vinsælustu íþróttagrein veraldar. Sameinaðir stöndum vér KVIKMYNDIR Smárabíó, Regnboginn og Borgarbíó Akureyri Heimildarmynd. Leikstjórn og handrit: Ólafur Jóhannesson. Kvikmyndataka: Ragnar Santos. Tónlist: Barði Jóhanns- son. Aðalpersónur: Zakaria Anbari, Zlatko Krickic, St Paul Edeh, Alex Lopez Munoz, Einar Xavier Sveinsson. 95 mín- útur. Poppoli Pictures og Zik Zak Film- works/Bavaria Film International. 85 mín. Ísland. 2005. Africa United  Sæbjörn Valdimarsson Lukkast hefur „með miklum fjölda tökuvéla og frábærri klippingu að gera hressa og jákvæða mynd um hálfgerða utangarðsmenn í neðstu deild í fót- boltanum á Íslandi,“ segir m.a. í dómnum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.