Réttur - 01.02.1917, Page 2
4
mtur
Prátt fyrir það naut H. George góðs uppeldis í æsku
og fullkominnar fræðslu í barnaskóla, sem einungis var
stofnaður fyrir prestasyni þar í borginni. Um fermingar-
aldur dvaldi hann eitt missiri í æðri skóla; en hvarf svo
þaóan af eigin hvötum. Pótti fremur hvikull við námið
og gjarnt til að fara sinna ferða. Skólanám rækti hann
éigi frekar um dagana. En tók nú að hafa ofan af fyrir
sér með daglaunavinnu; fyrst sem búðarsveinn við gler-
vöruverzlun, og fékk í kaup 2 dollara á viku.
Þó hann sneri baki við skólunum, svalaði hann fróð-
leiksþrá sinni með bókalestri. Var þá ritningin hendi
næst, eins og tíðkast meðal enskrar alþýðu, trúboðafrá-
sagnir, ferðasögur, Ijóðabækur og æfintyri. Framanaf var
honum hamlað frá þeim bókum, sem eigi þóttu bera
blæ trúar og siðgæðis; og leikhúsið og samkvæmissvið-
ið var honum lokað.
En brátt gerðist hann sinn eigin leiðsögumaður í bóka-
vali og lestri; og sál hans svalg bókvísindin eins og
skrælnaður jarðvegur regnvatnið. Minnisgáfan var ó-
þrjótandi.
Lærdóms og þekkingar aflaði hann eftir eigin vali, og
rannsókn sína og ritstörf síðari hluta æfinnar rækti hann
í samræmi við Joetta af sérlega miklu sjálfstæði og frum-
leik.
Hann var snemma lýðvaldssinnaður í skoðunum, ein-
ráður og forsjáll, en gæddur taumlausri æfintýraþrá.
Sagnir landakönnunarmanna, farmennska og siglingar
seiddu unglingshugann. Útþráin vaknaði.
þegar H. George var 15 ára gamall, hlaut faðir hans
að ákveða hann til vistráðningar á vöruflutningaskip,
sem átti að sigla til Ástralíu og Indlands.
F*au lönd höfðu þá nýskeð vakið athygli og aðdáun
mentaþjóðanna. Einkum Ástralía, sem talin var heim-
kynni hamingjunnar; fátækir og óþektir menn urðu þar
stórauðugir á einum degi. En Indland var vágga ýmis-
konar hjátrúar og fornra trúarhugmynda og kenninga,