Réttur - 01.02.1917, Síða 3
Henry George 5
sem mentaþjóðirnar dáðu, án þess þó að tileinka sér
þær.
— í þessum löndum átti alt það heima, sem ung-
lingshugurinn áleit dýrlegast í tilverunni, eftir að hafa
drukkið í sig þúsund og eina nótt.
Fyrsta apríl 1855 kvaddi H. Oeqrge foreldra sína og
heimkynrii, og lagði á stað með vöruflutningaskipinu í
fyrstu æfintýraförina. í þeirri ferð mætti hann ýmsu
slarki og komst í lífsháska, eins og dagbók hans skýrir
frá. Og sjálf dýrðarlöndin, sem nú báru fyrir augu hans,
sópuðu burtu öllurrt dýrðarhugmyndunum. — í Ástralíu
var lítið um gull, því stóreignamenn og »spekúlantar«
höfðu öll yfirráð á námum og landshlutum. Og Ijós og
skuggahliðar' Indlands, auðæfi þess, eymd og fátækt
vöktu í huga hans fyrsta vísirinn til þjóðfélagsmálaskoð-
ana hans og ketininga. í Indlandi er mannfjöldinn alls-
laus og í minni metum en sum villidýrin, en mikill
minnihluti þjóðarinnar býr við allsnægtir, skreyttur gulli
og djásnum.
— Eftir rösklega ársútivist kom hann heim aftur, tölu-
vert minna snortinn af umheiminum, en ári áður, og nær
því að ákveða sér lífsstarf. En þó var rannsóknar og
æfintýraþráin svo sterk, að skömmu síðar tókst hann aðra
ferð á hendur vestur á Kyrrahafsströnd og suður í kring-
um Suður-Ameríku og kyntist þar víða atvinnU og hátt-
um þjóðflokkanna.
Faðir hans gerði aftur á móti það sem hanu gat til
þess að stöðva hann við atvinnu heima, og vistaði hann
eitt ár við prentaraiðn í stórri prentsmiðju. Þá kyntist
hanti ýmsum hugsandi og mentuðum mönnum. Ræddi
við þá um deilumál dagsins, t. d. þrælahaldið o. fl.
Fyrsta atriðið og hugsunarefnið, sem hann þá rak sig á
og gat eigi svarað til hlítar, var þetta, hversvegna vinnu-
launin væri jafnan hærri í nýbygðu löndunum, heldur
en gömlu menningarlöndunum.
Það fór ekki úr huga hans.